Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 48
320 LÆKNAblaðið 2018/104
ODDUR INGIMARSSON varði doktorsritgerð sína við lækna-
deild Háskóla Íslands 10. apríl. Ritgerðin heitir: Aukaverkanir geð-
rofslyfja – gögn og gildi til að varða bestu leiðir til notkunar clozapine í
geðklofa sem svarar illa meðferð.
Andmælendur voru Dan Siskind, dósent við University of
Queensland, og Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og ör-
yggisgeðlækninga við geðsvið Landspítala.
Leiðbeinandi var Engilbert Sigurðsson, prófessor og í dokt-
orsnefnd sátu Halldóra Jónsdóttir, Hreinn Stefánsson, Magnús
Haraldsson og James H. MacCabe.
Ágrip af rannsókn
Um 20-30% geðklofasjúklinga svara ekki meðferð með geð-
rofslyfjum og eru sagðir með meðferðarþráan geðklofa. Eina
meðferðin sem hefur sannað sig sem gagnreynd meðferð hjá
þeim hópi er geðrofslyfið clozapín. Markmið rannsóknarinnar
var að lýsa notkun clozapíns á Íslandi og aukaverkunum sem
tengjast lyfinu: kyrningafæð, sykursýki 2 og blóðfituröskun.
Síðast en ekki síst að þróa frekar gagnreynda og gildismiðaða
meðferð og sameiginlega ákvarðanatöku í langtímameðferð
meðferðarþrás geðklofa.
Gerð var textaleit í sjúkraskrám sjúklinga sem höfðu sam-
þykkt þátttöku í rannsókn á erfðabreytileika og geðrofssjúkdóm-
um að orðum sem tengjast clozapínnotkun og helstu aukaverk-
unum.
Doktorsefnið
Oddur Ingimarsson (1978) lauk embættisprófi í læknisfræði árið
2005 og MS prófi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands þremur
árum síðar. Hann lauk sérnámi í geðlækningum árið 2015 og
starfar sem geðlæknir á Landspítala.
GUÐNÝ STELLA GUÐNADÓTTIR varði doktorsritgerð sína
við læknadeild Háskóla Íslands 20. apríl. Ritgerðin heitir: Þegar
slembirannsóknum sleppir. Áhrif fjölveikinda, aldurs og kyns á meðferð
kransæðasjúkdóma.
Andmælendur voru Joakim Alfredsson, dósent við Háskólann
í Linköping, og Pálmi V. Jónsson, prófessor við læknadeild Há-
skóla Íslands.
Umsjónarkennari var Karl Andersen prófessor og leiðbein-
andi Þórarinn Guðnason hjartalæknir. Auk þeirra sátu í dokt-
orsnefnd Inga Sigurrós Þráinsdóttir hjartalæknir, Bo Lagerqvist
yfirlæknir við sjúkrahúsið í Uppsölum og Stefan K. James pró-
fessor.
Ágrip af rannsókn
Konur, fjölveikir aldraðir og aðrir minnihlutahópar með
kransæðasjúkdóma bera oft skarðan hlut frá borði við fram-
kvæmd slembirannsókna. Á Íslandi var sjaldnar þrætt í gegnum
úlnliðsslagæð en í Svíþjóð og fylgikvillar eftir kransæðavíkk-
anir voru algengari hér á landi árið 2007. Konur með brátt
kransæðaheilkenni höfðu tvöfaldar líkur á fylgikvillum eftir
kransæðavíkkanir miðað við karla. Konur með þrengingu í
einni kransæð fóru síður í kransæðavíkkun en karlar. Í hópn-
um með þrengingar í þremur kransæðum og/eða í höfuðstofni,
fóru konur oftar í kransæðavíkkun en var sjaldnar vísað í opna
kransæðaaðgerð.
Doktorsefnið
Guðný Stella Guðnadóttir (1979) lauk kandídatsprófi í læknis-
fræði frá Háskóla Íslands árið 2005, sérnámi í lyflækningum 2014
og sérnámi í öldrunarlækningum árið 2016. Frá árinu 2011 hefur
hún starfað við háskólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð.
Þrír nýir doktorar í læknisfræði frá HÍ
Ingibjörg Harðardóttir, Sigurður Páll Pálsson, Oddur Ingimarsson og Dan Siskind búin
að koma verkefni dagsins í höfn. Mynd Kristinn Ingvarsson.
Engilbert Sigurðsson, Pálmi V. Jónsson, Guðný Stella og Joakim Alfredsson. – Kristinn
Ingvarsson tók myndina af hinum glænýja doktor með andmælendum og deildarforseta.