Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 34
306 LÆKNAblaðið 2018/104 Hvaða kröfur muntu setja á oddinn fyrir hönd sjálfstætt starfandi lækna? Í fyrsta lagi vil ég stórauka nýliðun í læknastéttinni. Hún er úrslitaatriði fyrir framþróun í heilbrigðiskerfinu. Sú fáheyrða aðgerð yfirvalda að stöðva ný- liðun sérfræðilækna með lokun á ramma- samningi Sjúkratrygginga Íslands undan- farin tvö ár og brjóta þannig saminginn er óþolandi og hættuleg. Læknisfræðin er þekkingariðnaður og þar er lífsnauðsyn- legt að fá heim unga lækna með ferska þekkingu erlendis frá. Í öðru lagi geri ég skýlausa kröfu á heilbrigðisyfirvöld að þau standi við gerða samninga og vandi stjórnsýsluna. Á því hefur verið mikill misbrestur undanfarin misseri. Það rýrir traust á ríkisvaldinu og stjórnsýslunni og er ekki til þess fallið að stuðla að framþróun. Í þriðja lagi snýst vinnan auðvitað um kjör stofulækna og ekki síst núna þegar samningar við SÍ verða lausir um næstu áramót. Stofureksturinn hefur ekki farið varhluta af kostnaðarhækkunum á hús- næði, launum og aðföngum. Þá hafa kröf- ur aukist um skráningu, persónuvernd og upplýsingaöryggi svo rekstrarkostnað- urinn hefur hækkað. Það er langt í frá að þeirri útgjaldaaukningu sé sýndur skiln- ingur í greiðslum ríkisins fyrir þjónustuna og við það verður auðvitað ekki unað til langframa. Ég vil í fjórða lagi ítreka að LR vill gæta hagsmuna þess hóps lækna sem starfar bæði í sjálfstæðum rekstri og að hluta á spítala eða heilbrigðisstofnun. Þessi hópur á ekki einsamall að þurfa að vera með hagsmuni í tveimur félögum. Ég ætla að beita mér fyrir því að LR verði málsvari hlutavinnulækna, sem það vilja, í góðri samvinnu við hin aðildarfélögin og LÍ. LR mun áfram berjast fyrir því að í heilbrigðiskerfinu okkar verði fjölbreytt rekstarform sem gefur nauðsynlegan sveigjanleika til að ná hagkvæmni og bæta þjónustu. Sveigjanleikinn mun einnig tryggja gott aðgengi, hagstætt verð og mikil gæði sem við ætlum að sýna fram á með almennri skráningu gæðavísa í starfseminni. Vinnan við þetta er hafin á vegum LR og þeirra 24 sérgreina sem eru á samningi við SÍ. LR skilgreinir almenna gæðavísa en sérgreinar og undirsérgreinar velja gæðavísa varðandi klíníska hlutann í hverri grein. Ég tel að það sé mikilvægt að tryggja símenntun sérfræðilækna í sjálfstæðum rekstri enn frekar og skráningu hennar. LR vill sækja aukin réttindi á símenntun fyrir LR-félaga og jafna aðstöðumun í þessu gagnvart ríkisreknum stofnunum. Símenntun og skráning hennar verður hluti af þeim gæðavísum sem við vinnum nú að og verður í framtíðinni eðlilegur hluti af rekstri sjálfstætt starfandi lækna. Þjónusta sjálfstætt starfandi sérfræði- lækna er óumdeildur hluti hins opinbera heilbrigðiskerfis enda fjármagnað að 70- 80% með fjárframlögum ríkisins. Við telj- um jafnvel að kalla megi Sjúkratryggingar Íslands „Tíundu heilbrigðisstofnunina“, og hún er reyndar þá sú næststærsta hér á landi, með allan þann fjölda lækna sem veita þjónustu á hennar vegum. Við teljum líka að þessi þjónusta sérfræðilækna hafi bjargað íslensku heilbrigðiskerfi í krepp- unni þegar SÍ og læknar þeirra höfðu sem betur fer tök á að taka við auknu álagi sem kom til með sparnaði á spítölum og heilsugæslu sem leiddi til samdráttar í þjónustunni þar. Þeim 500.000 heimsóknum sem sér- fræðilæknar taka á móti á hverju ári verður ekki beint annað án mikils undir- búnings. Ef slíkt stæði til þarf fyrst að byggja upp kerfi sem á að taka við. Það lýsir alvarlegum skorti á þekkingu á heil- brigðiskerfinu að telja að heilsugæslan og spítalarnir geti sinnt þessari þjónustu með einfaldri pólitískri ákvörðun eða einu pennastriki. Ég ætla að tryggja sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum þann sess í umræðunni sem þeir eiga skilið og að störf þeirra verði metin að verðleikum. Við erum að veita afar vandaða þjónustu, gott aðgengi sjúk- linga, lágt verð og mikil gæði. Þjónustan er mun ódýrari en á ríkisreknu heilsugæsl- unni og á sjúkrahúsunum. Þannig er fullt verð til ósjúkratryggðra (til dæmis ferða- manna) á stofu hjá lyflækni, 8600 kr., en koma til læknis á heilsugæslu kostar 9600 kr og til lyflæknis á göngudeild spítala 13.200 kr. Í stofurekstrinum er alveg ljóst hvað hlutirnir kosta, reikninga verður að borga og tekjur að duga fyrir útgjöldum. Reksturinn þarf því að vera góður og allar tölulegar upplýsingar um kostnað liggja nákvæmlega fyrir, sem er nokkuð sem virðist erfiðara í ríkisrekstrinum. Með al- mennri gæðaskráningu verða stofulæknar þar að auki í fararbroddi með skráningu bæði árangurs og kostnaðar sem gerir okkur kleift að bera saman kostnað og gæði þjónustunnar. Þann samanburð hræðumst við ekki. Umræðan um sérfræðiþjónustuna hef- ur einkennst af vanþekkingu, og á köflum verið ósanngjörn. Staðreyndin er sú að við erum mikilvægur og vinsæll hluti hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi um rangfærslur heyrist oft að það sé engin teymisvinna eða þverfag- leg samvinna á stofum, þar sitji læknar einangraðir frá öðrum heilbrigðisstéttum. Það er einfaldlega rangt. Gott dæmi er starfsemi bæklunarlækna þar sem þeir, röntgenlæknar, geislafræðingar, hjúkr- unarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfar og fleiri vinna saman undir einu þaki. Svipaða samvinnu má sjá víðar. Hins vegar hafa samningar okkar vegna tregðu SÍ við að taka upp nýjungar ekki auðveld- að svona samstarf en þar eru mikil og aug- ljós tækifæri fólgin. Það eru líka tækifæri í því að taka upp ný læknisverk, þjónustu við landsbyggð- ina, átaki í fjarlækningum og menntun heilbrigðisstétta á stofunum okkar. Margir læknar eru í hlutastarfi á stofnun og að hluta á einkastofum. Finnst þér það fyrir- komulag eðlilegt? Ef horft er á þetta út frá því sem er mikilvægast, frá sjónarhóli sjúklingsins, er þetta gott fyrirkomulag. Hann getur hitt sama sérfræðing fyrir, í og eftir að- gerð, samfella sem flestum sjúklingum þykir eftirsóknarverð. Þetta fyrirkomulag hefur líka mótast af þörfum spítalanna. Það hentar vel að hafa fleiri hausa til að manna vaktir en að ráða fleiri í fullt starf, enda ekki endilega þörf fyrir alla þá lækna á dagvinnutíma. Íslenska kerfið hefur vaxið svona fram vegna smæðar kerfis- ins, mannfæðar og fleiri þátta og ekki að ástæðulausu. Í dag er hægt að gera meira af flóknum verkum utan spítalanna vegna tækni- framfara og stofustarfsemin krefst meiri þekkingar og sérhæfingar. Þess vegna er eftirsóknarvert að hafa lækna á stofunum sem vinna líka á spítölunum, taka þar vaktir og halda sér í fullri þjálfun við að gera stórar og flóknar aðgerðir. Það tryggir að þekking og vinnulag berst á milli Eliquis (apixaban) 2,5 mg og 5 mg filmuhúðaðar töflur. Ábendingar: Eliquis 2,5 mg: Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. Eliquis 2,5 mg og 5 mg: Forvörn gegn heilaslagi og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non- valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE), og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Virk blæðing sem hefur klíníska þýðingu. Lifrarsjúkdómar sem fylgir blóðstorkukvilli og blæðingarhætta sem hefur klíníska þýðingu. Vefjaskemmdir eða kvillar ef það er talið vera áhættuþáttur fyrir verulegri blæðingarhættu. Þar með talið nýlegur eða virkur sárasjúkdómur í meltingarvegi, illkynja æxli með mikilli blæðingarhættu, nýlegir áverkar á heila eða mænu, nýleg skurðaðgerð á heila, mænu eða auga, nýleg innankúpublæðing, æðahnútar í vélinda eða grunur um slíkt, slagæða- og bláæðatenging, æðagúlar eða meiriháttar óeðlilegar æðar í mænu eða heila. Samhliða meðferð með öðru segavarnarlyfi, t.d. ósundurgreint (unfractionated) heparín, létt (low molecular weight) heparín (enoxaparin, dalteparin, o.s.frv.), heparín afleiður (fondaparinux, o.s.frv.), segavarnarlyf til inntöku (warfarín, rivaroxaban, dabigatran, o.s.frv.), nema í þeim sérstöku tilvikum þegar skipt er um meðferð með segavarnarlyfjum eða ef ósundurgreint heparín er gefið í skömmtum sem duga til að viðhalda opnum æðalegg í miðlægri bláæð eða slagæð. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Bristol-Myers Squibb/Pfizer EEIG. Pakkningastærðir og verð 1. desember 2017: 2,5 mg 60 stk.: 11.585 kr., 2,5 mg 168 stk.: 31.844 kr., 5 mg 14 stk.: 4.021 kr., 5 mg 100 stk.: 19.071 kr., 5 mg 168 stk.: 31.844 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: G. Samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) dags. 4. desember 2017. Sá sem ávísar lyfinu þarf að hafa kynnt sér fræðsluefni (RMP) fyrir lyfið og afhent sjúklingi tiltekið fræðsluefni ætlað sjúklingum (öryggisspjald fyrir sjúklinga) áður en notkun lyfsins hefst. Ef óskað er eftir fræðsluefni eða frekari upplýsingum má hafa samband við umboðsaðila: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, sími 540 8000.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.