Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 26
298 LÆKNAblaðið 2018/104 Íslenskir læknar hafa á stundum verið áberandi í íslensku stjórn- málalífi. Hér verður gerð grein fyrir setu lækna á Alþingi og í ráðherrastól. Þá verður fjallað um stjórnmálabombur sem læknar sendu Jónasi frá Hriflu. Loks verða tekin þrjú dæmi um lækna sem skiluðu merkilegu framlagi til íslenskra stjórnmála, ekki síst utan þings. Tæplega 30 þingmenn og einn ráðherra 1845-2018 Lausleg athugun á Alþingismannatali gefur til kynna að frá stofnun Alþingis 1845 hafi tæplega 30 læknar setið á þingi sem aðalmenn, en fáeinir til viðbótar hafa tekið sæti sem varamenn.1 Margir læknar hafa líka setið í sveitarstjórnum, sumir um árabil. Þá hafa ýmsir læknar tekið þátt í stjórnmálum með greinaskrif- um og félagsstarfi – og sumir verið áberandi og áhrifamiklir. Á 19. öld sátu innan við 10 læknar á þingi, ýmist konung- kjörnir eða kjördæmakjörnir. Einn þessara lækna var Þórður Thoroddsen, sem reyndar sat fram yfir aldamót. Fyrstu 8 áratugi 20. aldar (til 1978) voru tæplega 20 læknar kjörnir til þingsetu. Einn þeirra, Guðmundur Björnsson, var fyrst konungkjörinn en síðar landskjörinn. Meðal annarra í þessum hópi voru Alfreð Gíslason, Bjarni Snæbjörnsson, Guðmundur Hannesson, Jónas Kristjánsson, Katrín Thoroddsen og Vilmund- ur Jónsson. Síðustu 40 árin hafa einungis fjórir læknar verið kjörnir á þing í fyrsta sinn, þau Bragi Níelsson, Guðrún Agn- arsdóttir, Katrín Fjeldsted og Ólafur Þór Gunnarsson, en Oddur Ólafsson sat á þingi 1971-79. Flestir læknanna sátu stutt á þingi. Á 20. öld sátu einungis tveir meira en þrjú kjörtímabil, þeir Halldór Steinsen og Helgi Jónasson, sem varla teljast til stjórnmálaskörunga. Guðmundur Björnsson, Oddur Ólafsson, Magnús Pétursson og Vilmundur Jónsson sátu þrjú kjörtímabil. Aðrir sátu ýmist eitt eða tvö kjör- tímabil, álíka margir í hvorum hópi. Enginn þessara lækna gegndi formennsku í sínum flokki, en Guðrún Agnarsdóttir var forystukona og þingflokksformaður Samtaka um kvennalista. Hún er líka eini læknirinn sem hefur verið í kjöri til embættis forseta Íslands. Fæstir hinna voru meðal helstu forystumanna síns flokks, nema Vilmundur Jónsson. Enginn þingmaður úr hópi lækna varð ráðherra. Eini lækn- irinn sem hefur gegnt ráðherraembætti er Jóhann Sæmundsson – sem var félagsmálaráðherra í utanþingsstjórninni 1942-44. Hann sagði reyndar af sér ráðherradómi 1943 vegna óánægju með afstöðu og aðgerðaleysi Alþingis gagnvart verðbólgunni.2 Jóhann var ekki kjörinn þingmaður. Eftir að hinir fjórir hefðbundnu flokkar í íslenska stjórnmála- kerfinu komu til á árunum 1916-30 hafa flestir læknar setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk, 6 talsins. Þrír hafa setið fyrir Sósíal- istaflokk, Alþýðubandalag eða Vinstri græn, tveir fyrir Alþýðu- flokk, einn fyrir Framsóknarflokk og einn fyrir Kvennalista. Læknar varpa „stóru bombu“ Jónas Jónsson frá Hriflu varð dómsmálaráðherra 1927. Undir hann heyrðu heilbrigðismál. Fljótt kastaðist mjög í kekki milli Jónasar og lækna. Jónas hafði afskipti af ýmsum einstökum heilbrigðismálum og var sakaður um að stjórna að geðþótta og hefna sín á læknum sem honum væri illa við. En harðastar urðu deilurnar um það hvernig Jónas skipaði lækna í stöður. Jónas var almennt herskár í embættaveitingum, skipaði gjarn- an unga menn með „hreinar hugsanir“ í stöður en gekk fram hjá reyndari mönnum sem hann taldi part af spilltri elítu. 1928 skipaði Jónas tvo unga lækna í stöður í trássi við stjórn Lækna- félags Íslands. Annar þeirra var Kristján Sveinsson, þá 29 ára, en honum höfðu borist undirskriftalistar úr Dalasýslu með áskorun um að sækja um héraðið. Reyndur héraðslæknir sótti líka, Krist- mundur Guðjónsson, þá 38 ára, en hann var heilsuveill og and- aðist fáeinum dögum eftir að Kristján var skipaður. Guðmundur Hannesson sagði í minningargrein um Kristmund í Læknablaðinu: „Þótti honum sem allt mundi breytast til batnaðar, ef hann fengi Dalahérað sem hann sótti um nýlega. Þessi von hefur brugðist honum rétt áður en hann dó, og það tel ég sennilegast að hafi verið sú raunverulega causa mortis [þ.e. dánarorsök] … En Dal- irnir verða veittir eftir nýju reglunni, áskorendasmölun og því sem vænlegast þykir fyrir flokksfylgi stjórnarinnar.“3 1929 samþykkti aðalfundur Læknafélags Íslands að félags- menn væru skyldugir til þess að senda allar umsóknir um stöður og embætti til sérstakrar nefndar félagsins. Félagsmönnum var Stjórnmálaþátttaka íslenskra lækna Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands othh@hi.is Þetta er ein þeirra greina sem Læknablaðið kallaði eftir í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.