Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2018/104 317
Haraldur Briem
fyrrverandi sóttvarnalæknir
hbriem@landlaeknir.is
Á þessu ári hafa tvær greinar birst í
Læknablaðinu um lifrarbólgu A á Íslandi.
Önnur þeirra fjallar um fágæti sjúkdóms-
ins hér á landi en veruleg dró úr nýgengi
hans eftir miðja 20. öld.1 Hin fjallar um
óvænta fjölgun tilfella af lifrarbólgu A á
árinu 2017.2
Hvaða sögulegar upplýsingar eru til
um um sjúkdóminn á Íslandi sem gekk
undir nöfnunum gula eða icterus epidem-
icus? Í upphafi 20. aldar vakti Guðmundur
Hannesson athygli á undarlegum faraldri
gulu sem farið var að bera á hér á landi,
sérstaklega í Reykjavík, árið 1914.3 „Þó
mun veikin hafa gengið svo yfir þenn-
an háskólabæ, að enginn leitaðist við að
rannsaka hana að neinu ráði,“ sagði hann
í nokkuð háðskum tón. Með öllu var óljóst
hvað olli gulunni og lá Weils-sjúkdómur
undir grun en hann olli þó svæsnari ein-
kennum en gulufaraldurinn sem lýst var
hér á landi og kom því vart til greina. Var
þá um áður óþekkta veiki að ræða hér á
landi? Í doktorsritgerð P.A. Schleisner sem
kannaði heilsufar á Íslandi á fyrri hluta
19. aldar er getið um gulufaraldur sunn-
anlands árið 1837 og norðvestanlands árið
1838.4
Ingólfur Gíslason héraðslæknir í
Vopnafjarðarhéraði ritaði svo merkilega
grein í Læknablaðið
um icterus epidemicus sem gekk í héraðinu
árið 1918.5 Hann gat tímasett hvenær
faraldurinn barst með póstinum norðan
úr Axarfjarðar- eða Þistilfjarðarhéraði.
Nokkrum dögum síðar veiktist pósturinn
af gulu og síðan veik tust systkini hans eitt
af öðru með mánaðar millibili. Skemmsti
meðgöngutíminn virtist honum vera 10
dagar en oftar að tveimur vikum. Ég hygg
að þetta sé í fyrsta sinn sem meðgöngu-
tíma lifrarbólgu A sé lýst af nokkurri
nákvæmni í heiminum. Sýnir það hverju
glöggir læknar í dreifðum byggðum geta
áorkað við að greina meðgöngutíma sýk-
inga við aðstæður sem hér ríkja. Í grein
sinni segir Ingólfur frá því að hann hafi
skoðað sjúkling á sveitabæ sem var með
hita og bringspalaverk en enga gulu.
Hann grunaði gulu og brá á það ráð að
skvetta þvagi frá honum yfir hreinan snjó.
Kom þá galllitur á snjóinn. Sjúklingurinn
varð gulur fáum dögum seinna.
Þessi saga Ingólfs kom sér eitt sinn vel
fyrir mig. Ég var staddur í fyrirlestrarferð
í sveit í Malasíu og hélt þar lærðan fyr-
irlestur um lifrarbólgu A. Á mig hlýddu
malasískir landsbyggðarlæknar sem þótti
ég merkikerti sem talaði helst um rann-
sóknaraðferðir og veirufræði sjúkdóms-
ins á forsendum þróaðs vestræns ríkis.
Reyndu þeir að koma mér í skilning um
þær aðstæður sem þeir byggju við. Brá ég
á það ráð að segja sögu Ingólfs um það
hvernig hann greindi galllitarefni í þvagi
í snjónum á Íslandi í byrjun síðustu aldar.
Var þessu mjög fagnað af fundarmönnum
(þótt enginn sé snjórinn í Malasíu) og ég
varð óðara einn af þeim.
Rúmum áratug eftir að grein
Ingólfs birtist ritaði Snorri
Halldórsson grein í Læknablaðið
þar sem hann gerði grein fyrir
athugum sínum á meðgöngu-
tíma sjúkdómsins í sínu hér-
aði.6 Taldist honum svo til að
hann væri 31-33 dagar. Hann
vakti athygli á því að engar
upplýsingar væri að hafa
um meðgöngutíma sjúk-
dómsins í erlendum ritum
og nauðsynlegt væri að
birta athuganir íslenskra
lækna í víðlesnu erlendu læknatímariti.
Það var aldrei gert.
Í þýsku læknisfræðitímariti frá seinni
heimsstyrjöldinni var sagt frá tilraun sem
gerð var á 10 sjálfboðaliðum. Var þeim
gefinn til inntöku safi úr skeifugarnarsogi
gulusjúklings. Meðgöngutími sjúkdómsins
reyndist 2-4 vikur. Gengið var úr skugga
um að ekki væri um Weils-sjúkdóm að
ræða eða sjúkdóma af völdum annarra
baktería.7
Nú er talið að meðgöngutími lifrar-
bólgu A geti verið frá 10 dögum til 50 daga
en að meðaltali 28 dagar og að meðgöngu-
tíminn ráðist af skammtastærð veirunnar
sem veldur sýkingunni.8
Ástæða er til að benda á vissar hlið-
stæður lifrarbólgu A og lömunarveiki en
báðir sjúkdómarnir stafa af veirusmiti af
völdum saurmengunar. Báðir verða þeir
áberandi hér á landi á fyrri hluta 20. aldar,
annars vegar vegna gulu og hins vegar
vegna lamana.9 Það einkennir og báða
þessa sjúkdóma að ungabörn sem sýkjast
fá ekki einkenni og má því vel vera að þeir
hafi verið landlægir á 19. öldinni án þess
að eftir því væri tekið. Það er mótsagna-
kennt að einkennin koma fyrst fram þegar
meðalaldur sýkingar hækkar vegna bætts
hreinlætis að hluta til. Báðir þessir sjúk-
dómar hurfu að mestu úr íslensku samfé-
lagi skömmu eftir miðja 20. öld. Ekki var
bólusett gegn lifrarbólgu A en hins vegar
var bólusett gegn lömunarveiki.
Heimildir
1. Kristinsdóttir H, Löve A, Björnsson ES. Lifrarbólga A á
Íslandi. Læknablaðið 2018; 104: 127-31.
2. Ormarsdóttir S, Möller PH, Óskarsdóttir AR, Hannesson
P, Löve A, Briem H. Evrópufaraldur lifrarbólgu A á Íslandi
árið 2017. Algengar breytingar í gallblöðru á myndgrein-
ingu. Læknablaðið 2018; 104: 283-7.
3. Hannesson G. Icterus epidemicus. Læknablaðið 1919; 5:
117-9.
4. Schleisner PA. Forsög til en nosographie af Island. Skrevet
för den medicinske Doctorsgrad. 1849.
5. Gíslason I. Icterus epidemicus. Læknablaðið 1920; 5: 49-50.
6. Halldórsson S. Icterus epidemicus. Læknablaðið 1932; 18:
119-20.
7. Voegt H. Zur Aetiologie der Hepatitis epidemica.
Münchener Medizinische Wochenschrift 1942; 89: 77-9.
8. Hollinger FB, Tichehurst J. Hepatitis A Virus. In: Fields
Virology, Fields B, Knipe DM eds. Raven Press, New York
1990; 631-67.
9. Heilbrigðisskýrslur, Landlæknisembættið 1921-1925.
Meðgöngutíma lifrarbólgu A fyrst lýst á Íslandi