Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 7
Öðlastu nýtt viðhorf Inflectra er fyrsta mAb samheitalíftæknilyfið. Lyfið var þróað til að hafa sambærilega virkni og öryggi og frumlyf infliximab til að auka meðferðarval sjúklinga með gigtar-, meltingar- og húðsjúkdóma.1. Heimildir: 1. INFLECTRA™. European Public Assessment Report (EPAR). June 2013. Available at: http://www.ema.europa.eu/docs/en_GB/document_library/ EPAR_-_Public_assessment_report/human/002778/WC500151490.pdf http://www.ema.europa.eu/docs/is_IS/document_library/EPAR_-_Product_ Information/human/002778/WC500151489.pdf Fyrsta samheitalíftæknilyfið sem er einstofna mótefni (mAb) og notað í gigtar-, meltingar- og húðsjúkdómum. LÆKNAblaðið 2018/104 279 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Screening in Pregnancy and Fetal Medicine Þóra Steingrímsdóttir MD, Professor of Obstetrics and Gynecology, University of Iceland doi.org/10.17992/lbl.2018.06.186 Þóra Steingrímsdóttir fæðinga- og kvensjúkdóma- læknir við læknadeild Háskóla Íslands og kvennadeild Landspítala thoraste@landspitali.is Alla tíð hafa leikir og lærðir reynt að gera sér grein fyrir líðan barns í móðurkviði, eiginleikum þess, kyni, heilsu og horfum, án tillits til möguleika okkar til að hafa áhrif þar á. Í læknisfræði og heilsuvernd okkar tíma leggjum við okkur þó al- mennt fram um að skima eftir og greina aðeins ástand og sjúkdóma sem hægt er að meðhöndla, fyrirbyggja eða milda. Þetta á sannarlega við í mæðravernd, þar sem mjög víðtæk skimun er eitt helsta verkfærið. Leiðin hefur verið löng frá bábiljum um að lögun legs og kviðar á meðgöngu segi til um kyn barnsins til þess að nú er hægt að greina erfða- mengi fóstursins í einu litlu blóðsýni úr móður- inni. Hraðinn á þeirri leið hefur hins vegar verið eins og veldisvöxtur og engin ástæða er til að ætla að þar hægi nokkuð á. Fræðin eru orðin umfangs- mikil og fósturgreining og meðgöngusjúkdómar ( fetal medicine) hafa frá 2015 verið viðurkennd sem ein af 5 undirsérgreinum fæðinga- og kvensjúk- dómalækninga hérlendis. Skimun á meðgöngu felur í sér fjölmargt. Snemma í þungun er meðgöngulengd ákvörðuð með ómskoðun, en það er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að fylgjast með fósturvexti og eykur öryggi síðar á meðgöngunni. Skimað er eftir göml- um og nýjum sýkingum, blóðleysi, rauðkorna- mótefnum, frávikum í fósturvexti, háþrýstingi og heilsuspillandi lifnaðarháttum auk áhættuþátta meðgöngueitrunar, sykursýki, skjaldkirtilssjúk- dóma, segahneigðar og geðrænna vandamála. Í ómskoðun við 20 vikna meðgöngu er skimað eftir sköpulagsgöllum og óeðlilega staðsettri fylgju. Þá eru ótaldar viðbótarskimanir og eftirlit í fjölbura- meðgöngum. Allt ofangreint er að jafnaði boðið hverri barnshafandi konu en einnig mælt með að hún þiggi og er henni að kostnaðarlausu. Auk þessa eru möguleikar á skimun og grein- ingu á litningafrávikum og þar hefur þróunin verið hvað hröðust undanfarið. Mælt er með að barnshafandi konum í mæðravernd séu boðnar upplýsingar um þessa skimunarmöguleika, en ekki beinlínis boðin skimunin sjálf í fyrstu og enn síður mælt með henni, sem er heldur ekki ókeypis. Hérlendis er í dag skimað með samþættu líkindamati við 11-13 vikna meðgöngulengd eft- ir þremur litningaþrístæðum: 21, 18 og 13, sem birtast í heilkennum Downs, Edwards og Patau (í sömu röð). Gefnar eru tölulegar líkur á þessum þrístæðum út frá niðurstöðum ómskoðunar og lífefnavísum. Þessi skimun getur að auki vakið grun um og leitt til greiningar á öðrum frávikum, til dæmis þrílitnun (triploidy), Turner-heilkenni, ýmsum sköpulagsgöllum og vaxtarseinkun svo eitthvað sé nefnt. Vakni grunur eða séu líkur „auknar“ á litningafrávikum þarf ástungu til sýnatöku til fullrar greiningar. Slíkt inngrip hefur vissa hættu á fósturláti í för með sér. Framfarir og þróun í erfðafræði hafa getið af sér nýja möguleika í þessu ferli þar sem NIPT (non-invasive prenatal testing) kemur til sögunnar. NIPT er greiningarpróf þar sem erfðaefni fósturs er einangrað úr blóði móður og hægt er að kort- leggja litningagerð þess og þar með greina frávik. Ótvíræður er kostur þess að ekki þarf hættulegt inngrip til greiningar, en líta má á það sem ókost að við getum setið uppi með óþarflega miklar upplýsingar. Notkun þessarar tækni er mislangt á veg kom- in í nágrannalöndum okkar og ekki komin í gagn- ið hér á landi. Löggjöf, faglegar vinnureglur og viðhorf til fósturgreiningar og meðferðar á með- göngu eru mismunandi milli landa og var það meðal umræðuefna á norrænu þingi um fóstur- greiningu og meðgöngusjúkdóma sem nýlega var haldið í Reykjavík og fjallað er um í þessu tölu- blaði. Þingið var þverfaglegt þar sem fæðinga- og kvensjúkdómalæknar, erfðafræðingar, ljósmæður, siðfræðingar og erfðaráðgjafar tóku þátt auk leik- manna, ef leikmenn skyldi kalla; fólk sem hefur nýtt sér möguleika fósturskimunar og -greiningar og þurft að taka erfiðar ákvarðanir þar að lútandi. Einkum var málþing um siðfræði og reynslu for- eldra áhugavert og vandað og bar vitni auðmjúk- um áhuga þessara sérfræðinga á siðfræðilegum álitamálum og vanda í sérgrein sinni. Siðfræði- umræðan tekur aldrei enda og á ekki að gera það. Hún er okkur nauðsynlegur stuðningur í starfi. Heimild Klínískar leiðbeiningar um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðli- legri meðgöngu. Embætti landlæknis 2008 (endurskoðun 2010). Skimun á meðgöngu og fósturgreining

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.