Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 51

Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Partí-tortilla fyrir 4-6 3 msk. olía 1 laukur, skorinn í fernt og sneiddur 2 hvítlauksgeirar, saxaðir fínt ½-1 tsk. kanill 2 dósir taco-sósa, meðal sterk, frá Old el Paso 1 tsk. chiliduft ½ dl vatn 600 g eldaður kjúklingur, gott að nota afgangs kjúkling 8-10 stórar tortillakökur frá Old el Paso 1 dl jalapeno frá Old el Paso 2 dl rifinn ostur Hér er upplagt að nota afgangs- kjúklingakjöt. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í nokkrar mín- útur, hann má gjarnan brúnast að- eins. Bætið hvítlauk í og steikið áfram í 1-2 mín. Bætið kanil, chili og taco-sósu í ásamt örlitlu vatni og látið þetta nú malla saman, ekki með lok á pönnunni, í 3-5 mín. Bætið kjúkling út í og hitið vel saman. Smakkið til með salti og pipar. Setjið olíu á pönnu. Leggið eina tortillaköku á pönnuna. Setjið fyll- ingu á annan helminginn á tortilla- kökunni og leggið hana saman. Steikið báðum megin. Færið yfir á bökunarplötu og setjið rifinn ost ofan á hverja köku og bregðið und- ir grill. Hraðréttir slá í gegn Nýjasta viðbót Matarvefsins er hinir stórsnjöllu Hraðréttir sem slegið hafa í gegn. Um er að ræða einföld kennslumyndbönd í matar- gerð sem sýna á einfaldan og aðgengilegan hátt hvernig matbúa má úrvalsmat. Það eru engir aukvisar sem koma að gerð þáttanna en meðal þeirra sem tekið hafa þátt í þróun uppskrifta eru Sirrý í Salt eldhúsi og matarbloggararnir Linda Ben og Svava Gunnars- dóttir. Viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum og greinilegt að lesendur mbl.is eru ánægðir með viðbótina. Ljósmyndir/Matur - Hraðréttir 25 stk. 250 g döðlur, saxaðar 120 g smjör 40 g púðursykur 2 msk. kakó 150 g hraunbitar, saxaðir ½ poki lakkrísreimar, skornar í litla bita 200 g súkkulaði Bræðið smjör í potti og bætið döðlum út í. Sjóðið saman í 4-5 mín. Bætið púðursykri og kakói í og hitið saman við þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Blandið hraunbitum og lakkrís saman við og þjappið í form 20x20 cm stórt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið því ofan á og kælið allt saman í um það bil 30 mínútur. Skerið í litla bita, berið fram t.d. með bláberjum og myntu og dustið kakó yfir og njótið. Hraunbita nammikökur 8 sneiðar 2 sítrónur, börkur af báðum og safi af einni (safi af 1½ ef þær eru mjög litlar) 140 g smjör 160 g sykur 80 g hveiti 2 msk. Örnu rjómi 2 egg 1 tsk. vanilludropar 200 g Örnu grísk jógúrt 150 g blönduð ber eða ávextir nokkrar timian eða myntugreinar, má sleppa 2 msk. flórsykur Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír í botninn á smelluformi sem er 20-22 cm í þvermál. Þvoið sítrónurnar og þurrkið þær vel. Bræðið smjörið í litlum potti. Setjið sykur og hveiti í rúm- góða skál. Hellið smjörinu, Örnu rjóma og vanilludropum út í og hrærið saman. Bætið eggjum, sítrónuberki og safa út í og hrærið allt vel saman með sleif. Hellið hrærunni í formið og bakið þetta í 20-22 mín. Látið kökuna kólna aðeins og losið hana síðan úr forminu og setjið á kökudisk. Berið fram með Örnu grískri jógúrt, berjum og e.t.v. ferskum timiangreinum eða myntu. Dustið yfir með flórsykri. Sítrónukaka með grískri jógúrt og berjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.