Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Partí-tortilla fyrir 4-6 3 msk. olía 1 laukur, skorinn í fernt og sneiddur 2 hvítlauksgeirar, saxaðir fínt ½-1 tsk. kanill 2 dósir taco-sósa, meðal sterk, frá Old el Paso 1 tsk. chiliduft ½ dl vatn 600 g eldaður kjúklingur, gott að nota afgangs kjúkling 8-10 stórar tortillakökur frá Old el Paso 1 dl jalapeno frá Old el Paso 2 dl rifinn ostur Hér er upplagt að nota afgangs- kjúklingakjöt. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í nokkrar mín- útur, hann má gjarnan brúnast að- eins. Bætið hvítlauk í og steikið áfram í 1-2 mín. Bætið kanil, chili og taco-sósu í ásamt örlitlu vatni og látið þetta nú malla saman, ekki með lok á pönnunni, í 3-5 mín. Bætið kjúkling út í og hitið vel saman. Smakkið til með salti og pipar. Setjið olíu á pönnu. Leggið eina tortillaköku á pönnuna. Setjið fyll- ingu á annan helminginn á tortilla- kökunni og leggið hana saman. Steikið báðum megin. Færið yfir á bökunarplötu og setjið rifinn ost ofan á hverja köku og bregðið und- ir grill. Hraðréttir slá í gegn Nýjasta viðbót Matarvefsins er hinir stórsnjöllu Hraðréttir sem slegið hafa í gegn. Um er að ræða einföld kennslumyndbönd í matar- gerð sem sýna á einfaldan og aðgengilegan hátt hvernig matbúa má úrvalsmat. Það eru engir aukvisar sem koma að gerð þáttanna en meðal þeirra sem tekið hafa þátt í þróun uppskrifta eru Sirrý í Salt eldhúsi og matarbloggararnir Linda Ben og Svava Gunnars- dóttir. Viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum og greinilegt að lesendur mbl.is eru ánægðir með viðbótina. Ljósmyndir/Matur - Hraðréttir 25 stk. 250 g döðlur, saxaðar 120 g smjör 40 g púðursykur 2 msk. kakó 150 g hraunbitar, saxaðir ½ poki lakkrísreimar, skornar í litla bita 200 g súkkulaði Bræðið smjör í potti og bætið döðlum út í. Sjóðið saman í 4-5 mín. Bætið púðursykri og kakói í og hitið saman við þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Blandið hraunbitum og lakkrís saman við og þjappið í form 20x20 cm stórt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið því ofan á og kælið allt saman í um það bil 30 mínútur. Skerið í litla bita, berið fram t.d. með bláberjum og myntu og dustið kakó yfir og njótið. Hraunbita nammikökur 8 sneiðar 2 sítrónur, börkur af báðum og safi af einni (safi af 1½ ef þær eru mjög litlar) 140 g smjör 160 g sykur 80 g hveiti 2 msk. Örnu rjómi 2 egg 1 tsk. vanilludropar 200 g Örnu grísk jógúrt 150 g blönduð ber eða ávextir nokkrar timian eða myntugreinar, má sleppa 2 msk. flórsykur Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír í botninn á smelluformi sem er 20-22 cm í þvermál. Þvoið sítrónurnar og þurrkið þær vel. Bræðið smjörið í litlum potti. Setjið sykur og hveiti í rúm- góða skál. Hellið smjörinu, Örnu rjóma og vanilludropum út í og hrærið saman. Bætið eggjum, sítrónuberki og safa út í og hrærið allt vel saman með sleif. Hellið hrærunni í formið og bakið þetta í 20-22 mín. Látið kökuna kólna aðeins og losið hana síðan úr forminu og setjið á kökudisk. Berið fram með Örnu grískri jógúrt, berjum og e.t.v. ferskum timiangreinum eða myntu. Dustið yfir með flórsykri. Sítrónukaka með grískri jógúrt og berjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.