Morgunblaðið - 28.06.2018, Side 8

Morgunblaðið - 28.06.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 innbyggðum gufugleypi SpAnhellubORðmeð Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is lOSnAðu Við hÁfinn Þýska hönnunarfyrirtækið BORA hefur unnið til margra verðlauna fyrir BORA spanhelluborðin sem eru með innbyggðum gufugleypi. Sparaðu pláss njóttu hreins lofts þegar þú eldar og losnaðu við fitu sem sest um allt eldhús sem fylgir eldamennskunni. ÞÝSK VeRðlAunAhönnun Sjámyndbönd á friform.is 5 ára ábyrgð á öllum raftækjum fRÁbÆR nÝjung enginn hÁfuR eKKeRtVeSen Opið: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Lokað á laugardögum í sumar Þótt heimsmeistarmótið í knatt-spyrnu sé ekki lengur stór hluti af tilfallandi geðheilsu ís- lensku þjóðarinnar hafa rússneskir mótshaldarar engu að síður ákveð- ið að halda því áfram. Þótt ákvörð- unin komi nokkuð á óvart þá er hún tal- in vera í samræmi við gildandi reglur.    Og á daginn kem-ur að áfram er hægt að hafa drjúgt gaman af öllu saman, og er jafnvel notalegt að horfa á leikina án þess að eiga kröfu á áfallahjálp.    Þeir sem lýsa knattspyrnu beintþegar þeir, sem landar þeirra, eru að fara á límingunum geta ekki alltaf haldið sig innan ramma sem prófarkalesarar og pempíur eins og Staksteinar þurfa að gera og er þeim meira fyrirgefið en öðr- um.    Það má ekki á milli sjá hversigrar,“ sagði okkar maður forðum í miðjum leik, sem endaði 14-2. Og þegar landinn skoraði fyrra mark sitt af þessum tveimur mun hafa heyrst: „Nú gætu þeir brotnað.“    Starfsbróðir þessa sagði í lands-leik: „Þessi leikur getur farið alla vega. Það er ekki útilokað að við kremjum sigur, jafntefli væri auðvitað frábært, en margir telja líklegt að okkar menn tapi. Mögu- leikarnir eru sem sagt óend- anlegir.“    Í leik Svía og Mexíkó í gærspurði lýsari þegar Mexíkó fékk aukaspyrnu: „Ef Svíar stilla upp varnarvegg, þurfa Mexíkanar þá að borga hann?“    Var þar vísað í fræg kosninga-loforð Donalds Trumps. Gleðin stendur enn STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.6., kl. 18.00 Reykjavík 11 rigning Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 24 heiðskírt Helsinki 25 heiðskírt Lúxemborg 24 heiðskírt Brussel 26 heiðskírt Dublin 24 heiðskírt Glasgow 16 léttskýjað London 25 heiðskírt París 28 heiðskírt Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 23 léttskýjað Berlín 24 heiðskírt Vín 17 skúrir Moskva 26 heiðskírt Algarve 24 léttskýjað Madríd 30 heiðskírt Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 22 rigning Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 22 alskýjað New York 22 alskýjað Chicago 23 alskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:01 24:02 ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36 SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 2:17 23:45 „Sveppatíðin gæti orðið með góðu móti í sumar og haust á Suðvestur- landi, en sveppir mynda gjarnan ald- in ef þeir fá hæfilega bleytu og hlý- indi fyrripart sumars og ef sumarið á undan hefur verið gott fyrir trén sem eru hýslar margra sveppa,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppa- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hún segir horfur á góðum vexti sveppagróðurs eftir nær sleitu- lausa rigningu sem bulið hefur á suðvesturhorninu í vor og það sem af er sumri. „En maður veit þó aldrei, það er best að fara út og gá. Það er einn og einn sem kemur á vorin, t.d. keilu- morkill, en það er sveppur sem er æt- ur og frést hefur af víða undanfarið, og svo kúalubbi sem kemur yfirleitt snemma, en hann vex með birki. Ald- inin koma upp mestallt sumarið.“ Hún segir að fyrir norðan megi fara að athuga með lerkisvepp upp úr miðjum júlí. Sjálf fann hún svepp sem aðeins hefur fundist tvisvar hérlendis svo skjalfest sé, síðast árið 1903, á skógardegi Skógræktarfélagsins í Vaglaskógi sl. laugardag. „Þetta er pínulítill, fölbleikur disk- sveppur sem ég fann í visk af dauðri klóelftingu,“ segir Guðríður Gyða, hæstánægð með fundinn. ernayr@mbl.is Sveppir hafa gott af vætutíðinni  Ætisveppurinn keilumorkill lætur sjá sig og von er á fleiri ætilegum Ljósmynd/Hilmar Pálsson Kemur snemma Keilumorkill er víða kominn upp úr jörðinni. Tveggja daga al- þjóðaráðstefna á vegum Hafrétt- indastofnunar Ís- lands og Korea Maritime Insti- tute hófst í Veröld – húsi Vigdísar í morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar er Ný þekking og hnattræn hlýnum. Um fjörutíu sérfræðingar flytja erindi á átta pallborðum á ráðstefnunni. Meðal þeirra er Larry Mayer prófess- or sem fjallar um hvaða eyjar í Kyrra- hafinu gætu hugsanlega farið undir við hækkun sjávarborðs. Snjólaug Árnadóttir sem fjallar um áhrif hækk- andi sjávarborðs á markalínur milli hafsvæða ríkja og erindi Helgu Guð- mundsdóttur sem fjallar um stöðuna varðandi tilkall Íslands til land- grunnsréttinda á Reykjaneshrygg ut- an 200 mílna efnahagslögsögu. Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar, segir að Ísland og Suður-Kórea hafi unnið náið sam- an á undanförnum árum og hafrétt- armál skipti löndin tvö miklu máli, bæði vegna staðsetningar svo og áhuga Suður-Kóreu á Norður- Íshafinu. Tómas H. Heiðar Hnattræn hlýnun  Alþjóðaráðstefna um hafréttarmál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.