Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem þú velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú hvorutveggja. Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN MEÐ KODIAQ OG KAROQ. KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA. ŠKODA KAROQ frá: 3.890.000 kr. ŠKODA KODIAQ 4x4 frá: 5.590.000 kr.5á ra áb yr g ð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU að u p p fy llt um ák væ ð u m áb yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er að fi n na á w w w .h ek la .is /a b yr g d Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Sjö milljónum króna úr verkefninu Glæðum Grímsey var úthlutað til sjö samfélagseflandi verkefna í Gríms- ey. Þetta kemur fram á vef Byggða- stofnunar. Er Glæðum Grímsey hluti af stærra verkefni Byggðastofn- unar, sem nefnist Brothættar byggð- ir. Fjölbreytt verkefni Meðal þeirra verkefna sem hlutu styrk eru ferðir á sæþotum, eða „jet ski“, við Grímsey, sem fengu 375.000 króna styrk og verkefnið „Grímseyj- arpeysan“, sem fékk 230.000 króna styrk. Þá fékk gistiheimilið Gullsól rúmlega eina milljón króna í styrk vegna stækkunar á palli, og Gríms- eyjarskóli fékk 170.000 króna styrk til verkefnisins „Eyjasamstarf“. Er Helga Íris Ingólfsdóttir verkefn- isstjóri fyrir verkefnið í Grímsey. Samráð og mótun til framtíðar Miðar verkefni Byggðastofnunar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins, segir á vef Byggðastofnunar. Meðal annarra byggðarlaga í Brothættum byggð- um eru Hrísey og Árneshreppur. Hóf Grímsey þátt í verkefninu árið 2015 og lýkur þátttöku árið 2019. Morgunblaðið/Golli Við höfnina Mikil uppbygging er í Grímsey til samfélagseflandi verkefna. Sæþotuferðir við Grímsey styrktar  Hluti verkefnisins Glæðum Grímsey Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Umfang þjónustu við farþega með skerta hreyfigetu eða mismunandi fötlun sem fer um Leifsstöð hefur ríflega sexfaldast á síðustu sjö árum. Beiðnir um aðstoð við farþega vegna skertrar hreyfigetu voru 8.102 árið 2010 en voru 51.325 í fyrra. Díana Halldórsdóttir, umsjónar- maður PRM, sem þjónustar farþega með skerta hreyfigetu sem leið eiga um Leifsstöð, segir að þjónustan eigi við um fjölbreyttan hóp einstaklinga og hafi verið að aukast ár frá ári. „Þetta á við um fjölbreyttan hóp ein- staklinga sem óska eftir aðstoð við að ferðast um flugvelli vegna tak- markanna sinna, sem geta verið af ýmsum toga, til dæmis vegna líkam- legrar eða andlegrar fötlunar og/eða skerðingar, öldrunar, sjúkdóma, slysa eða annarra ástæðna. Með auknum farþegafjölda hefur um- fangið vegna þessa verið að aukast mikið undanfarin ár,“ segir Díana og bætir við að til standi að auka fjár- festingu á þessu sviði. Securitas sinnir þjónustunni „Fjöldi hjólastóla í dag er 99 og til stendur að fjárfesta í fleirum. Til við- bótar við hjólastólana erum við með átta „cabin-stóla“, sem eru stólar sem yfirleitt eru notaðir til að flytja farþega úr hjólastól inn í flugvél í sitt sæti. Þess utan erum við sérstakar lyftur ef flytja þarf farþega upp eða niður hæðir,“ segir Díana. Til að sinna þjónustu við fólk með skerta hreyfigetu hefur Isavia gert þjónustusamning við Securitas. Díana segir að allir starfsmenn sem starfi á þessu sviðið þurfi að hafa lok- ið sérstöku námskeiði. „Þetta er námskeið sem veitir þeim fræðslu og kunnáttu í því hvernig uppfylla á þarfir fólks með mismunandi fötlun eða skerta hreyfigetu,“ segir Díana, en slík þjónusta getur falið ýmislegt í sér. „Þjónustan felst meðal annars í því að gera farþegum kleift að fara í gegnum innritun, ná tengiflugi, kom- ast um borð í flugvél og annað sam- bærilegt,“ segir Díana. Spurð hvort fyrrgreind þjónusta standi öllu fólki með skerta hreyfi- getu til boða kveður Díana já við. Þó verði fólk að gera flugstöðinni við- vart um einum og hálfum sólarhringi fyrir brottför, ætli það sér að nýta þjónustuna. „Markmiðið með þjónustunni er að allir einstaklingar hafi jafna möguleika til að ferðast og geti tekið þátt á sama hátt og við hin. Til að þjónustan sé hins vegar eins og best verður á kosið er mikilvægt að fólk bóki þjónustuna með minnst 36 klukkustunda fyrirvara,“ segir Díana. Ríflega sexfalt fleiri nýta aðstoð í Leifsstöð  Markmið þjónustunnar að jafna ferðamöguleika fólks Aðstoð Þjónustunni er ætla að jafna möguleika fólks til ferðalaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.