Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 16
Vinnustofa Mislangur tími fer í gerð hvers og eins hlutar. Eru vinnudag- arnir langir en engan bilbug er að finna á Bjarna sem er hinn ánægðasti. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Fyrir rúmum 20 árum starf-aði maður að nafni BjarniViðar Sigurðsson semgjaldkeri í Búnaðarbank- anum. Átti það þó eftir að breytast þegar hann komst í kynni við leirlist í Myndlistaskóla Reykjavíkur og hóf í kjölfarið leirlistarnám í Danmörku frá 1996 til 2000. Í dag selur Bjarni vörur sínar víðsvegar um heiminn, t.d. hjá bandarísku heimilisvöru- keðjunni ABC Carpet and Home, en einnig eru vörur hans notaðar á veit- ingastað ABC í New York. Á síðasta ári skrifaði Bjarni svo undir samn- ing við hina þekktu dönsku verslun, Illums Bolighus, sem gjarnan er tal- in vera í fararbroddi fyrir danskar og alþjóðlegar hönnunarvörur. Bjarni, sem framleiðir allar vörur sínar á vinnustofu sinni við heimili sitt í Hafnarfirði, gaf sér tíma til þess að ræða við blaðamann Morgunblaðsins um samninginn við Illums Bolighus, þróun síðustu ára og framtíðina. „Þú ert danskur fyrir okkur“ „Það byrjaði með því að aðal- innkaupandi Illums Bolighus í Kaupmannahöfn, Bo Overgaard, mætti alltaf á markað danskra hand- verkslistamanna í Kaupmannahöfn, sem ég hef ávallt verið á síðustu 10 ár. Overgaard keypti af mér hina og þessa muni árlega og var mikið að fylgjast með. Hann hafði svo sam- band við mig í fyrra og bað mig að hitta sig næst þegar ég væri í Dan- mörku. Þar sagði hann mér að Ill- ums Bolighus í Kaupmannahöfn hygðist koma á fót galleríi einungis fyrir handunna hluti frá fimm dönskum listamönnum. Ég sagði honum að ég væri svo sem ekki danskur en hann tók það ekki mál og sagði að Bjarni Sigurðsson væri danskur fyrir þeim,“ segir Bjarni, spurður um forsögu þessa samnings við Illums Bolighus. Er úr mörgum listamönnum að velja þegar kemur að keramiklist í Danmörku og var það mikill heiður að fá að vera hluti af þessum fimm útvöldu listamönnum, segir Bjarni. Hann bætir við að með þessu sé Ill- ums Bolighus að endurvekja menn- inguna í handgerðum munum, en Ill- ums Bolighus, segir Bjarni, var í upphafi starfseminnar mikið með handunna muni en sú áhersla hafi dalað þegar fjöldaframleiddir munir komu inn með miklum krafti. Sterk tengsl við Danmörku Aðspurður hvort tengsl hans við handverkssamfélagið í Dan- mörku hafi spilað inn í það ferli að ná samningi við Illums Bolighus, segir Bjarni svo vera, en hann bjó í Dan- mörku í sjö ár til viðbótar eftir að hafa lokið fjögurra ára námi þar árið 2000. „Ég notaði þessi ár til þess að skapa markaðinn í Danmörku og eins og staðan er núna er ég einn þeim þekktustu innan keramik- heimsins í Danmörku,“ segir Bjarni. Fyrir utan Illums Bolighus eru vörur Bjarna seldar á yfir 20 öðrum stöðum í Danmörku, t.d. á Louisi- ana-nútímalistasafninu og á CLAY keramiklistasafninu. Hefur Dan- mörk almennt verið stór markaður fyrir Bjarna frá því hann útskrif- aðist úr leirlistarnáminu um síðustu aldamót. Kom það Bjarna dálítið á óvart hve salan var góð hjá Illums Bolig- hus í ljósi þess að handunnir hlutir höfðu ekki verið mikið í sviðljósinu þar síðustu ár. „Ég sendi t.d. í dag [þriðjudaginn 26. júní ] vörur til Ill- ums í Árósum, ég var að gera samn- ing við þá en það er sitt hvort fyr- irtækið, þ.e. Illums í Árósum og Illums í Kaupmannahöfn, og nú er ég að fara að framleiða fyrir búðina í Kaupmannahöfn,“ segir Bjarni og svarar spurningu blaðamanns að á mánuði er hann að framleiða mörg hundruð muna, langmest fyrir er- lendan markað. „Eins og núna, næstu tvær vikur, er ég líka að fara að framleiða fyrir ABC og eru það 1.200 hlutir sem óskað er eftir.“ Allt handgert í Hafnarfirði Þrátt fyrir mikla eftirspurn og þær löngu vinnustundir sem því fylgir er Bjarni enn harður á því að handgera alla muni á vinnustofu sinni í Hafnarfirði. Berst hann nú fyrir því að fá leyfi til að stækka heimili sitt þar sem vinnustofa hans er. Er núverandi aðstaða svo að segja að springa sökum umfangs. „Ég er oft spurður og það eru marg- ir sem fara út í það að láta fjölda- framleiða fyrir sig en mér finnst að hlutirnir deyi með því. Ég vil ein- faldlega að allt ferlið fari í gegnum mínar hendur. Það setur auðvitað grensu á hvað maður nær að búa til mikið, en á móti er það bara viss sjarmi,“ segir Bjarni ákveðinn. Eru allir hans munir skráðir með númeri og eru einstakir hver á sinn hátt. „Þannig að ef fólk hefur keypt t.d. bolla og langar í annan svipaðan þá get ég orðið við því, en ég geri aldrei nákvæmlega eins hlut.“ Að sögn Bjarna lofar framtíðin mjög góðu. Setti ABC Carpet and Home-verslunarkeðjan það í algjör- an forgang að halda samningnum við Bjarna, sem vitaskuld vakti mikla ánægju hans. „ABC leitar t.d. eftir tilteknum glerungi og þá bý ég til þeirra eigin vörulínu. Eru þetta bæði stórar skálar auk smárra vasa og bolla. Sumar skálarnar, sem not- aðar eru á veitingastaðnum, eru þó svo litlar að ég hélt að þau væru að grínast. Það skondna er að það tekur afar langan tíma að búa til smáu hlutina, stundum lengri tíma en stóru hlutina,“ segir Bjarni kátur. Utan Bandaríkjanna er mark- aðurinn í Danmörku í miklum vexti en hérlendis hefur markaðurinn ekki alveg tekið við sér „en fólk er að vakna,“ segir Bjarni. Verður sífellt skemmtilegra Að lokum vaknar sú spurning hjá blaðamanni hvort vinnuálagið hafi einhver neikvæð áhrif á starfs- áhugann, en Bjarni svarar að svo sé alls ekki. „Þetta verður einungis skemmtilegra. Ég passa líka upp á það að þegar ég er að vinna mikið þá endurnýja ég hjá mér bæði form og glerunga og geri þetta skemmtilegt fyrir mig. Öll vinna er vinna en þá þarf maður á móti að vera duglegur í því að skapa þannig að vinnan sé skemmtileg,“ segir Bjarni að end- ingu. Bjarni í sérflokki hjá Illums Bolighus Fyrir rúmum 20 árum starfaði Bjarni Viðar Sigurðsson sem gjaldkeri í Búnaðarbankanum. Starfsferill hans tók þó allt aðra stefnu eftir að hann komst í kynni við leirlist um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Í dag fást leirmunir Bjarna víðsvegar um heiminn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Afraksturinn Bjarni Viðar Sigurðsson keramiklistamaður ásamt handverki í ýmsum sortum og litum, sem hann skapar á vinnustofu sinni í Hafnarfirði. 16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Full búð af fallegum sundfötum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.