Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 20
Ljósmynd/Kjötkompaníið Fagmenn Mikið hefur selst af grill- og lúxusvörum þegar Ísland hefur spilað á heimsmeistaramótinu í sumar. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég áætla að salan hafi aukist um svona 40% í kringum leiki íslenska landsliðsins,“ segir Hildur Sigrún Guðmundsdóttir, fjármálastjóri og meðeigandi Kjötkompanís, um sölu á kjöti og öðrum sælkeravörum meðan á þátttöku íslenska lands- liðsins í heimsmeistaramótinu í Rússlandi hefur staðið. Að sögn Hildar seldist mest af grillpökkum og hamborgurum, en þess utan jókst salan almennt mikið. „Við vorum að selja mikið af bæði lúxus- og venjulegum vörum. Það fór mjög mikið af grillpökkum hjá okk- ur en í þeim fær fólk allan pakkann og þarf bara að grilla kjötið. Auk þess jókst hamborgarasalan mikið eins og við var að búast þegar stór- leikir Íslands fara fram,“ segir Hildur. Spurð hvort fólk væri fremur að kaupa í matinn fyrir eða eftir leiki segir Hildur að flestir hafi verið snemma á ferðinni. „Traffíkin hélst nokkurn veginn svipuð nema þegar nær fór að draga leik dagsins hjá Íslandi, þá jókst hún mikið. Fólk sem var að kaupa kjöt á leikdegi var í flestum tilvikum að gera það fyrir leikinn,“ segir Hildur og bæt- ir við að starfsmenn Kjötkompanís séu sérlega svekktir með að liðið sé fallið úr leik enda muni salan koma til með minnka í kjölfarið. „Þátt- taka Íslands var auðvitað lykilatriði í aukinni sölu hjá okkur. Fólk hættir samt ekkert að fylgjast með HM þótt Ísland sé fallið úr leik. HM mun því halda áfram að ýta eitthvað undir söluna hjá okkur,“ segir Hildur. Sala í sælkera- verslunum aukist Svipaða sögu var að segja hjá öðrum sælkeraverslunum sem Morgunblaðið ræddi við. Þar sögðust menn hafa orðið varir við aukningu í sölu í kringum leiki Íslands. Sindri Þór Sigríðarson, verslunarstjóri sælkera- verslunarinnar Fisher- man, segir að sala fyr- irtækisins hafi aukist mikið í sumar. Þátttaka Íslands á HM eigi þátt í því. „Það er erfitt að greina þetta en það var klárlega aukning þegar Ísland átti leik,“ segir Sindri. Sala jókst mikið í kringum leiki Íslands  Grill- og lúxusvörur afar vinsælar meðan á HM stendur 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Stema kerrurCompair loftpressur Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja Stema kerrurCompair loftpressur Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR Heimagistingarvakt sýslumannins á höfuðborgarsvæðinu verður efld til muna í kjölfar þess að embættið gerði samning við atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið sem tryggir 64 millj- óna króna fjárframlag til átaksverk- efnis þar um. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu heldur úti heimagistingarvakt, sem hefur með höndum eftirlit með heimagistingu á öllu landinu. Með verkefninu er ætlunin að öðl- ast yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstr- arleyfis og að starfsemin fari þar með að lögum sem um hana gilda. Lagt er upp með að átaksverkefnið verði til eins árs og er markmiðið að það hafi hvetjandi áhrif á einstaklinga til að skrá skammtímaútleiguna sína en frá 2017 hefur verið í gildi svoköll- uð 90 daga regla sem felst í því að ein- staklingum er heimilt að leigja út lög- heimili sín eða eina aðra fasteign sem er í þeirra eigu til allt að 90 daga á hverju almanaksári án þess að lúta sömu reglum um leyfi og gjöld og gilda um atvinnurekstur. Þá er gert ráð fyrir að starsfmönnum í heima- gistingarvaktinni verði fjölgað úr þremur í ellefu og koma þeir til með að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga frá almenningi eða á grundvelli upplýsinga sem fram koma í frumkvæðiseftirliti. Efla eftirlit með heimagistingu  64 milljóna fjárveiting til sýslumanns Undirritun Þórdís Kolbrún R. Gylfa- dóttir og Þórólfur Halldórsson und- irrita samkomulagið. „Það er mjög erfitt að segja til um hversu mikinn hluta breytingarinnar má rekja til HM,“ segir Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR, um sölu á áfengi í kringum leiki Íslands á HM í sumar. Líkur eru á því að sala hafi aukist vegna leikja Íslands á HM en Sveinn Víkingur segir að það geti líka verið vegna annarra tilefna. Þar spili inn í fjöldi hátíðarhalda af ýmsu tagi í mánuðinum. „Það er erfitt að fullyrða eitthvað um sölu fyrir svona stutt tímabil. Þá er líka erfitt að bera saman tímabil sem inniheldur þjóðhátíðardaginn og há- skólaútskriftir,“ segir Sveinn Víkingur. Hugsanleg HM-áhrif ÁFENGISSALA Í JÚNÍ „Með þessari breytingu er verið að færa reglurnar í fyrra horf,“ segir Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrif- stofustjóri skrifstofu ferðamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu. Í gær var kynnt á vef ráðuneyt- isins að ekki sé lengur gerð krafa um að allir gististaðir utan heima- gistingar skuli vera starfræktir í atvinnuhúsnæði. Krafan þótti of takmarkandi út frá ráðstöfunar- rétti fasteigna í eigu einstaklinga og lögaðila, segir á vef ráðuneyt- isins. Sigrún Brynja staðfestir að ábendingar hafi borist um að reglu- gerð frá 2016 hafi getað orkað tví- mælis og brugðist hafi verið við því. Eftir sem áður mun leyfisveit- andi enn afla umsagna við umsókn um rekstrarleyfi hjá eftirtöldum aðilum; sveitarstjórn, heilbrigð- isnefnd, byggingarfulltrúa, slökkvi- liði, Vinnueftirlitinu og lögreglu. Jafnframt er gerð krafa um að gististað skuli aðeins starfrækja í húsnæði sem byggingaryfirvöld hafa samþykkt og skuli vera í sam- ræmi við gildandi skipulag á við- komandi svæði en ekki verður leng- ur gerð ófrávíkjanleg krafa um skilgreiningu viðkomandi húsnæðis sem atvinnuhúsnæðis. hdm@mbl.is Taka upp fyrri reglur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.