Morgunblaðið - 28.06.2018, Side 26

Morgunblaðið - 28.06.2018, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Margir halda að maður stundi bara nám í skóla og háskóla, fái síðan vinnu og haldi þeirri vinnu áfram alla ævi,“ sagði breski hagfræðingurinn og pistlahöfundurinn Frances Cop- pola í samtali við Morgunblaðið. Cop- pola, sem skrifar um efnahagsmál fyrir Forbes og fjallar um þau hjá BBC, var hér á landi í vikunni til þess að flytja erindi á ráðstefnunni Catch the Ball í Iðnó á þriðjudaginn. Erind- ið var þó ekki um efnahagsmál held- ur um það hvernig maður skiptir um starf á miðjum aldri og um breyt- ingar á vinnumarkaði. „Einum of margar flugvélar“ „Ég var upphaflega söngvari og tónlistarmaður, fyrir löngu,“ segir Coppola. „Ég gekk í Konunglega tónlistarskólann í London og útskrif- aðist með gráðu í tónlist en ég komst að raun um að það er erfitt að starfa sem söngvari þegar maður er ungur, svo ég fór að gera annað eins og gengur og gerist. Ég var þjálfuð í forritun og byrjaði að vinna í banka- geiranum sem forritari. Þetta var einn af stóru bönkunum í London, sem heitir núna HSBC en hét þá Midland Bank. Ég vann fyrst sem forritari og síðar sem skipuleggjandi og fékk síðar mastersgráðu í verk- efnastjórnun. Ég fór að vinna á við- skiptasviði bankakerfisins og vann í bankanum sem viðskiptagreinir og upplýsingamiðlari í alls um sautján ár.“ „Árið 2001 fór ég um borð í einum of margar flugvélar,“ heldur Coppola áfram. „Ég var í Edinborg þegar árásin var gerð á tvíburaturnana. Ég var 400 mílur að heiman og átti að sækja krakkana mína klukkan sex. Ég tók flugvélina heim með hugann við þetta og hugsaði með mér að kannski væri þetta ekki besti tíminn til að vinna í svona starfi. Ég sagði því skilið við bankaferilinn árið 2002 og byrjaði aftur að syngja og kenna söng. Ég gerði þetta í tíu ár. Banka- hrunið varð árið 2008 og um svipað leyti spurði bróðir minn mig hvort ég bloggaði nokkuð, en hann hafði verið að blogga í dálítinn tíma. Ég vissi þá ekki einu sinni hvað blogg var en hann kynnti þetta fyrir mér og ég fór að skrifa ýmislegt um tónlist og söng. En allir voru að tala um bankamálin út af hruninu og þar sem ég hafði reynslu í þeim málum ákvað ég að leggja nokkur orð í belg. Ég fór að skrifa um banka- og efnahagsmálin og komst að raun um að fólk las greinarnar mínar og hlustaði á skoð- anir mínar. Á þessum tíma tók BBC eftir mér og réð mig til þess að tala um bankamálin. Síðan hófst skulda- kreppan í Evrópu líka og ég fékk líka að fjalla um hana, sem var í grunninn bankakreppa. Ég var ekki vísvitandi að skipta um atvinnu á þessum tíma, heldur fór ég að fjalla um efnahaginn í tómstundum á meðan ég vann enn sem söngvari og kennari. Með tím- anum fór mig að langa til að skrifa meira og kenna minna, svo þessar tvær atvinnur skiptu eiginlega um hlutverk. Nú skrifa ég aðallega greinar og kenni og syng í frí- stundum.“ Vitneskja er hæfni „Þetta snýst um að halda áfram að byggja upp nýja hæfileika á feril- skránni alla ævi sína,“ segir Coppola. „Þegar maður hugsar sér að eftir nám vinni maður í ákveðnu starfi alla ævi miðar maður allt námið við þetta eina ákveðna starf sem er takmarkið. En víðara nám og allt sem maður gerir að námi loknu getur einnig bætt við í reynslubankann. Ég kunni að skrifa af því að ég nam ensku á svonefndu A-stigi og mér var kunn- ugt um banka vegna þess að ég fékk meistaragráðuna þegar ég var um þrítugt. Ég hóf ritferil, sem ég hafði aldrei gert ráð fyrir að ég myndi gera, út af þessu gamla námi og gömlu vinnunni. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér og ætti ekki að líta á neitt nám sem gagnslaust.“ „Hugmyndin með námi virðist oft vera að maður sé að hljóta þjálfun fyrir ákveðið starf. Það er alltaf verið að ýta fólki í átt að ákveðinni at- vinnubraut frekar en að gefa því breiða menntun þaðan sem það getur haldið í ýmsar áttir með sterka reynsluskrá. Fólk ætti að hugsa um allt líf sitt og um að náminu ljúki ekki eftir háskólaárin. Jafnvel þegar mað- ur er kominn með góða vinnu ætti maður að halda áfram að læra og lesa bara um hvað sem manni finnst áhugavert. Einn mesti kosturinn við veraldarvefinn er hvað hann auð- veldar manni að læra og meðtaka nýjar upplýsingar. Það var reyndar aðeins auðveldara fyrir sjö eða átta árum því nú þarf maður víða að borga sig inn á upplýsingamiðla en það er þó enn tiltölulega auðvelt að fræðast á netinu. Vitneskja ein og sér er líka hæfileiki. Jafnvel mennt- un fengin af netinu getur verið verð- mæt. Hún getur kostað sitt en maður er þá að fjárfesta í sjálfum sér. Mað- ur ætti alltaf að vera á höttunum eft- ir hlutum sem manni finnst áhuga- verðir og reyna að fræðast um þá.“ „Ég hef nýlega sogast aðeins inn í tækniheiminn á ný. Ég hef mikið ver- ið að skrifa um rafeyri og ég er alltaf vænd um að hafa ekki nægilegt vit á tækni til að fjalla um þetta. Þá svara ég nú alltaf að ég var einu sinni for- ritari! Að vísu er rétt að mín mennt- un í þeim efnum er gömul og ekki í takt við nýjustu tæknina. Því hef ég verið að endurmennta mig aðeins og uppfæra vitneskju mína og það er aldrei að vita hvert það leiðir mig. Það er enn margt sem ég get gert. Ég held ég hafi skipt um atvinnu- grein þrisvar sinnum og kannski mun ég skipta aftur eftir sjö eða átta ár; gera eitthvað sem mér finnst við hæfi á þeim aldri.“ „Það er gott að huga að því hvern- ig við verðum að breyta lifnaðar- háttum okkar eftir því sem við eld- umst. Einhvern tímann nær maður aldri þar sem kraftur manns fer óumflýjanlega að rýrna og maður verður að taka tillit til þess. Að láta eins og það muni aldrei gerast er óraunsætt. Einhvern tímann verð ég að fara að hægja á, og líklega eru lík- urnar ekki miklar á því að ég finni mér enn eina atvinnugrein þegar ég er orðin 75 ára. En þær eru þó ekki engar!“ Línurnar að dofna „Spurningin er ekki endilega um að skipta um atvinnugrein heldur einfaldlega að breyta því sem maður gerir. Jafnvægið breytist oft í lífi eldra fólks og það tekur í minni mæli að sér launaða vinnu frá 55 ára aldri eða þar um bil. En annað tekur við og það fer gjarnan að taka að sér meiri sjálfboðavinnu, hlúa meira að öðrum og eyða meiri tíma með fjölskyld- unni. Það er mikilvægt að virða það að þótt einhver sé ekki að vinna mikla launaða vinnu þýðir það ekki endilega að viðkomandi sé alveg iðju- laus. Mér finnst áhugavert hvernig eldra fólk styður jafnan við bakið á yngra fólki svo það geti unnið meira. Við virðumst gera ráð fyrir að ungt fólk eigi að vinna eins og brjál- æðingar og að eldra fólk sé meira í því að hlúa að öðrum. Ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir börnin. Þessi verkaskipting þyrfti kannski að jafnast aðeins og við þyrftum að bera meiri virðingu fyrir vinnu sem er ekki formlega launuð en er þó mikilvæg fyrir samfélagið.“ „Tími til að hugsa sinn gang“ Aðspurð hvort hún mæli með því að fólk sækist eftir því að gera sér at- vinnu úr áhugamálum sínum og ástríðum segir Coppola að það sé mjög einstaklingsbundið. „Þegar maður vinnur að einhverju sem mað- ur hefur unun af hættir maður að hafa unun af því ef maður getur ekki séð fyrir sér lengur. En á hinn bóg- inn hættir maður líka á að glata ástríðunni fyrir áhugamálum sínum ef maður þarf að hlúa svo mikið að þeim fyrir greiðslu að maður getur ekki lengur sinnt þeim bara fyrir sjálfan sig. Þegar ég vann sem söng- kennari var ég á tímabili farin að kenna svo mikið að ég hafði enga un- un af því að syngja sjálf á eigin tíma. Ég var orðin of þreytt á söng til að gera það og það var bara orðið púl. Á þeim tímapunkti fannst mér rétt að nema staðar því ég var í þessari at- vinnugrein því ég elskaði að syngja og núna elskaði ég það ekki lengur. Þegar ég breytti áherslum mínum í vinnunni og fór að kenna minna gat ég farið að hafa unun af söng á ný. En það sama gæti alveg eins gerst með að skrifa, sem er það sem ég geri mest núna. Ég gæti komist á stig þar sem ég er farin að skrifa svo mikið, hvort heldur fyrir peninga eða fyrir sjálfa mig, að ég hef ekki lengur unun af því. Þá er tími til að láta stað- ar numið. Svo er líka hægt að nálgast þá atvinnugrein á svo marga vegu. Ég gæti skrifað einhver ósköp um eitthvert tiltekið umfjöllunarefni og verið ráðin til að skrifa stöðugt um þetta sama efni sem fer þá að gnæfa yfir lífi mínu. Þá hugsa ég að ég fór ekki að skrifa greinar til þess að komast í þannig stöðu. Ég vil geta tjáð mig um ýmislegt, ekki vera lok- uð inni í litlum kassa þar sem ég get til dæmis bara skrifað um milliríkja- verslun. Þegar maður kemst á þann- ig stig er tími til að hugsa sinn gang.“ „Ég vil hvetja fólk til þess að líta yfir allt líf sitt og ekki skipta öllum þáttum þess í órjúfanlega flokka. Lengst af hafa skarpar línur verið á milli heimilislífsins, tómstunda og at- vinnunnar en ég held að þessar línur séu í dag farnar að dofna. Aðrar línur sem eru orðnar óljósari eru á milli námsáranna, vinnuáranna og eft- irlaunaáranna. Þessi tímabil skarast í meiri mæli því hinir yngri læra lengur og hinir eldri vinna lengur. Í miðjunni eru fleiri og fleiri sem verða að gera hvort tveggja. Við ættum að líta á þetta sem hæg umskipti frekar en skyndilega breytingu.“ Að fjárfesta í sjálfum sér  Frances Coppola talar um atvinnuskipti á miðjum aldri og betri viðhorf til atvinnu sinnar  „Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér og ætti ekki að líta á neitt nám sem gagnslaust“ Morgunblaði/Arnþór Birkisson Vinna Frances Coppola hefur meðal annars verið söngvari, söngkennari, forritari, bankakona og pistlahöfundur. Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.