Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 34

Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Jemen Elín Oddsdóttir á vettvangi. sett hvað varðar mannúðarmál í heiminum.“ Ástandið hefur áhrif á alla þætti fólksins í landinu. „Heilbrigðis- kerfið hefur farið mjög illa síðast- liðin ár vegna stöðugra átaka, allur varningur og heilbrigðisþjónusta er takmörkuð og eins er með drykkjarvatn og hreinlætis- aðstöðu,“ segir Elín. Staðan er grafalvarleg. Elín bendir á að frá upphafi átakanna hafi ICRC dreift til fólks í landinu mat, hreinu vatni og nauðsynlegum hlutum til heimilishalds. Einnig sé lögð mikil áhersla á heilsugæslu, að koma í veg fyrir útbreiðslu kóleru, mislinga og barnaveiki og að með- höndla þessa sjúkdóma. Auk þess útvegi Alþjóða Rauði krossinn sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöðvum í landinu nauðsynleg tæki og ákveðinn útbúnað til að sinna særðum, lyfjum og öðrum nauð- synjum til að reka heilsugæslu og eða sjúkrahús. „Með þessu er hægt að sinna særðum og almennum borgurum auk þess sem skurðteymi vinna við að gera lífsnauðsynlegar aðgerðir á þeim sem særast í átök- unum,“ áréttar hún. „Yfir 80% þjóðarinnar skortir mat, eldsneyti, drykkjarvatn og að- gang að heilbrigðisþjónustu,“ held- ur Elín áfram. „Þar af leiðandi eru almennir borgarar sérstaklega við- kvæmir fyrir sjúkdómum sem al- mennt er auðvelt að meðhöndla eða jafnvel útrýma annars staðar í heiminum. Í desember sem leið kom upp kólerufaraldur í Jemen, um ein milljón manns smitaðist og þrátt fyrir að kólera sé læknanleg- ur sjúkdómur dóu þúsundir manns hér vegna aðstæðna.“ Átökin bitna mest á almennum borgurum í Jemen. „Í byrjun maí síðastliðins voru mjög öflugar loft- árásir hér í Sanaa, höfuðborg Jem- en, á þéttbyggt hverfi þar sem dóu að minnsta kosti fimm almennir borgarar, þar af eitt barn, og fjöldi manns særðist,“ segir Elín og legg- ur áherslu á að Alþjóða Rauði krossinn hvetji stöðugt stríðandi fylkingar til að virða þau lög sem gilda í stríði og sjá til þess að al- mennum borgurum sé hlíft. Strangar öryggisreglur Elín segir að starfsfólk ICRC þurfi að fylgja mjög ströngum ör- yggisreglum. „Við höldum okkur innan veggja þar sem við búum eða höfum skrifstofuaðstöðu. Við erum aldrei úti við nema í bílum þegar farið er til skrifstofu eða á sjúkra- hús frá þeim stað sem við búum. Stundum fáum við leyfi til að fara á markaðinn, ef öryggisaðstæður leyfa, í stutta stund og þá sér- staklega á stöðum fyrir utan höfuð- borgina. Hér eru sendifulltrúar alls staðar að úr heiminum og einnig vinnum við með Jemenum og óhætt er að segja að hér er hópur af góðu fólki.“ Elín segir mikilvægt að vekja stöðugt athygli á ástandinu í Jemen í þeirri von að það lagist. „Þegar átök eins og þessi hafa staðið í langan tíma virðast þau gleymast, almenningur verður hálf ónæmur fyrir síendurteknum fréttum frá þessum átakastöðum og jafnvel verður þetta ekki fréttnæmt efni lengur, eitthvað annað tekur við. En það skiptir miklu máli að gleyma ekki öllu því fólki, konum, börnum og mönnum, sem þjáist og deyr, sem er í sjálfheldu mitt í þessum átökum og hefur enga möguleika á að komast í burtu. Börn lifa í stöðugri ógn, án öryggis og matar, hafa ekki möguleika á skólagöngu, deyja úr sjúkdómum sem vel er hægt að meðhöndla ef lyf eru við höndina. Allt þetta fólk lifir við þessar aðstæður sem það ræður ekkert við.“ Yfir 80% íbúa Jemen búa við neyð  Elín Jakobína Oddsdóttir er skurðhjúkrunarfræðingur hjá ICRC í Jemen  Erfitt að tryggja ör- yggi hjálparstarfsmanna og heilbrigðiskerfið í rúst vegna stöðugra átaka  Íbúarnir í sjálfheldu AFP Aðstoð í Jemen Margir íbúar Hodeida hafa flúið heimkynni sín og hafast nú við í búðum í Abs-héraði í norðurhluta Jemen. Þeir treysta á utanaðkomandi hjálp. Þá kemur til kasta Alþjóða Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka. VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Alþjóða Rauði krossinn, ICRC, flutti 71 starfmann frá Jemen um miðjan mánuðinn vegna ótryggs ástands í landinu. „Vegna endurtek- inna atvika og ógna hefur verið mjög erfitt að tryggja öryggi starfsmanna,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræð- ingur hjá ICRC. „Vegna þessa ástands hefur verið erfitt að veita þá aðstoð sem nauð- synleg er, eins og að gera skurð- aðgerðir á særðum, sinna þeim sem eru í haldi í fangelsum og útdeila hreinu vatni og mat til þeirra sem eru í neyð.“ Hún bætir við að ICRC taki það fram að ekki sé hægt að una við þá ógn sem nú beinist að starfsmönnum og þess vegna sé gripið til þessara ráðstafanna. Elín tók nýlega við stöðu hjá ICRC sem sérfræðingur á heil- brigðissviði (e. Regional Health Specialist) fyrir Norður-Afríku og Mið-Austurlönd, níu lönd samtals, með búsetu í Kaíró í Egyptalandi næstu tvö árin. Hún starfar sem skurðhjúkrunarfræðingur í fimm manna teymi sem gerir meðal ann- ars aðgerðir á þeim sem særast í átökunum í níu löndum, en auk hennar eru í teyminu skurðlæknir, almennur hjúkrunarfræðingur, svæfingalæknir og verkefnisstjóri. Hún fór fyrst sem skurðhjúkr- unarfræðingur og verkefnisstjóri til Jemen 2015 og í fyrstu tveimur ferðunum var hún lengur í landinu í hvort skipti en í núverandi stöðu, sem kallar á fleiri en styttri ferðir. Ástandið hvergi verra „Átökin í Jemen, einu fátækasta landi heims, hafa staðið í á fjórða ár. Það segir allt sem segja þarf,“ segir hún um stöðuna og breyting- arnar frá því að átökin hófust. „Með meira en 20 milljón manns í sárri neyð fyrir aðstoð er óhætt að segja að Jemen er það land sem er verst Eva Hlín Dereksdóttir, fram- kvæmdastjóri Raftákns verk- fræðistofu, hlaut hæstu meðal- einkunn í MBA-námi í Háskóla Íslands frá upphafi en námið hófst árið 2000. Egill Jóhannsson, for- stjóri Brimborgar, hafði hlotið hæstu einkunn MBA-námsins frá upphafi árið 2017. Einnig hlaut Þórhallur Gunnarsson, dagskrár- gerðarmaður og framleiðslustjóri hjá Sagafilm, viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í kennslumati en hann kennir námskeiðið Miðlun upplýsinga í MBA-náminu ásamt Andrési Jónssyni almannatengli. Fjöldi annarra viðurkenninga var afhentur við útskrift MBA- námsins. MBA Eva Hlín Dereksdóttir varð hæst. Eva Hlín með hæstu einkunn í MBA-námi Björg Ágústs- dóttir verður nýr bæjarstjóri Grundarfjarðar- bæjar. Gengið var frá þessu á fyrsta fundi ný- kjörinnar bæjar- stjórnar og var tillaga um ráðn- inguna samþykkt samhljóða. Björg er Grundfirðingur, lög- fræðingur að mennt, með mast- ersgráðu í verkefnastjórnun, MPM, og diplóma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Björg var bæjarstjóri í Grundarfirði á árunum 1995-2006. Björg bæjarstjóri í Grundarfirði á ný Björg Ágústsdóttir Vottar Jehóva á Íslandi halda sitt árlega landsmót helgina 29. júní til 1. júlí. Að þessu sinni er mótið hald- ið í Háskólabíói. Í fréttatilkynningu segir að dagskráin sé sú sama og flutt sé á sams konar mótum í 180 löndum. Yfirskrift landsmótsins í ár er „Verum hugrökk“. Dagskráin er að mestu sett fram í stuttum ræðum þar sem nokkrar ræður mynda ræðusyrpu undir einu meginstefi. Í flestum ræðunum er brugðið upp stuttum myndskeiðum til útskýr- ingar og áherslu. Vottar Jehóva með árlegt landsmót STUTT Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is RayBan 3016 sólgleraugu kr. 22.900,- Sumarið er hér Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af umgjörðum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.