Morgunblaðið - 28.06.2018, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.06.2018, Qupperneq 41
FRÉTTIR 41Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 un upplýsinga væri sífellt forgangs- atriði. „Við erum að prófa það sem við höfum verið að vinna að. Eru samskiptakerfi NATO-ríkjanna örugg og er hægt að tryggja að upplýsingar sem berast frá NATO komist örugglega á réttan stað til réttra aðila? Þetta eru spurning- arnar sem við viljum svara,“ sagði Smith. Prófunin gagnast öllum Þó að ekki hafi allar NATO- þjóðirnar tekið beinan þátt í UV 18, þá gagnast prófunin öllum aðildar- löndunum að sögn Smiths. „Þær þjóðir, sem taka þátt, gera það hver og ein á eigin forsendum. Til dæmis eru sumar þeirra með útbúnað sem verið er að prófa, aðrar eru með talsverðan mann- eða herafla. Það sama gildir um þetta og ýmsar NATO-æfingar – allir hagnast á þessu með einum eða öðrum hætti.“ Að hans sögn var þess betur gætt á kaldastríðsárunum að allar aðild- arþjóðir uppfylltu samræmd NATO-skilyrði. „En síðan slaknaði á kröfunum. Þjóðir innan banda- lagsins urðu minna NATO-miðaðar eftir lok kalda stríðsins.“ Tvær þjóðir sem standa utan NATO, Svíþjóð og Finnland, tóku þátt í prófununum. Hafa þær sömu stöðu og sama aðgang að upplýs- ingum og aðildarlönd sambandsins? „Því er fljótsvarað,“ svaraði Smith. „Nei.“ Fjarstýrðir neðansjávardrónar Eitt af því sem verið var að prófa í UV 18 eru smá neðansjávarför, sem á ensku kallast gliders og hafa verið kölluð neðansjávardrónar á ís- lensku. Þeir eru búnir fjölda skynj- ara, þeim er að öllu leyti fjarstýrt og NATO notar þá í hernaðar-, eft- irlits- og rannsóknarskyni. „Við vor- um t.d. að prófa þessi tæki á milli Íslands og Noregs. Þá var lokað fyrir öll samskipti frá þeim og flug- vélar okkar þurftu að finna þau,“ sagði Smith. Hann sagði að neðansjávardrón- arnir gerðu í raun flest það sem kaf- bátar hafa hingað til gert bæði í rannsóknarlegum og hernaðar- legum tilgangi. „Þessi tæki hafa verið til síðan á 7. áratugnum, en tækninni, ekki síst samskiptatækni, hefur fleygt gríðarlega mikið fram þannig að þau eru sífellt meira not- uð.“ Dr. Catherine Warner er forstjóri miðstöðvar NATO fyrir hafrann- sóknir og -tilraunir (CMRE). Mið- stöðin var stofnuð árið 1959 og höf- uðstöðvar hennar eru í La Spezia á Ítalíu. Dr Warner sagði að fjölmörg lönd notuðu neðansjávardrónana við rannsóknir og í hernaðarlegum til- gangi en sagðist ekki geta staðfest fjölda þeirra eða um hvaða lönd væri að ræða. Ný tækni neðansjávar Drónarnir geta verið allt að 60 daga í einu í sjó, en þá þarf að hlaða rafhlöðu þeirra. Hver þeirra vegur 52 kíló, þeir eru 1,5 metrar á lengd og þeir komast á um 1.000 metra dýpi. Þeim er ýmist skotið á haf út í eins konar slöngvivað eða komið fyrir úr bátum. Hingað til hafa drónarnir stuðst við Iridium-tæknina, sem m.a. er notuð á svæðum þar sem litlir eða engir fjarskiptainnviðir eru fyrir hendi, til að taka við boðum um hvaða verkefni þeir eiga að sinna og til að senda gögn til NATO í gegnum gervihnetti. Þeir hafa þurft að koma upp á yfirborðið á nokkurra klukkustunda fresti til þess. En nú hefur verið þróuð ný tækni fyrir þessi tæki, til stendur að taka hana í notkun innan skamms og það mun auka mjög möguleikana í notkun neðan- sjávardrónanna. „Hingað til hefur gagnaflutningur neðansjávar verið miklum takmörkunum háður. Hann er mörgum sinnum hægari en sá sem við almennt þekkjum,“ sagði dr. Warner. „Sú tækni sem notuð er í lofti og á landi virkar einfaldlega ekki sem skyldi í vatni.“ Þessi nýja tækni hefur fengið nafnið JANUS. Um er að ræða nokkurs konar þráðlaust net neðansjávar og í hverjum dróna, sem býr yfir þessari tækni, verður nokkurs konar innhringibúnaður eða módem. Þessi nýja kynslóð neðansjávardróna getur einnig verið lengur úti í einu og hægt verður að hlaða rafhlöðuna á sjó. Að þessu hefur verið unnið undanfarin tíu ár og nýverið var fyrirtækjum og stofnunum sem eru með starfsemi neðansjávar, eins og t.d. háskólum og rannsóknarstofn- unum á sviði hafrannsókna og olíu- fyrirtækjum, boðið að prófa þessa tækni. Fyrr á þessu ári samþykktu NATO-ríkin að JANUS yrði staðl- að samskiptaform fyrir stafræn samskipti í vatni og hafi. Núna á CMRE 3.833neðan- sjávardróna. Ferðum þeirra er ým- ist stjórnað frá starfsstöðvum CMRE í Kaiserslautern í Þýska- landi og í La Spezia á Ítalíu eða frá rannsóknarskipinu Alliance, sem er annað tveggja rannsóknarskipa CMRE. Fréttamannahópnum var boðið að heimsækja skipið í ferðinni, en það tók þátt í UV 18. CMRE tekur við gögnunum sem drónarnir safna og setur þeim jafnframt fyrir verk- efni sem geta verið af ýmsum toga. Upplýsingunum sem drónarnir safna er síðan safnað saman í of- urtölvu og þannig er staða heims- hafanna, bæði umhverfisleg og hernaðarleg, kortlögð. Rannsóknir á hafi eru afar kostnaðarsamar og einstök ríki ráða illa við að gera þær. Niðurstöður rannsókna CMRE fara í alþjóðlegan gagna- grunn háskóla og annarra rann- sóknarstofnana. „Dull – Dangerous – Dirty“ Í heimi, þar sem smáir neðansjáv- ardrónar geta skaðað, jafnvel grandað stærri sjóförum og sjóræn- ingjar taka fólk og skip í gíslingu og krefjast lausnargjalds, er sífellt meiri þörf á gæslu á hafi. Rann- sóknir CMRE, m.a. með neðansjáv- ardrónunum, eru mikilvægur liður í þessari gæslu að sögn dr. Warner. „Við tölum gjarnan um D-in þrjú þegar við ræðum um verkefni neð- ansjávardrónanna,“ sagði dr. Warn- er. „Það stendur fyrir Dull – Dang- erous – Dirty (leiðinleg – hættuleg – óhrein). Þeir sinna verkefnum sem fólki þættu bæði löng og tilbreyting- arlaus – hver vill eða getur horft á sama staðinn sólarhringum saman án þess að blikka? Stundum þarf að senda þá á varasama og miður hreinlega staði, þangað sem við myndum líklega aldrei senda fólk.“ Alliance Rannsóknarskip CMRE, sem er miðstöð NATO fyrir hafrannsóknir og -tilraunir. Rannsóknir Um borð í Alliance eru rannsóknarstofur og þar starfa vísindamenn víða að. Alliance, rannsóknarskip CMRE, Miðstöðvar NATO fyrir hafrann- sóknir og -tilraunir, er sér- staklega hannað til að gefa frá sér sem minnst hljóð, en meðal þess sem rannsakað er um borð er notkun hljóðbylgna í hernaði og rannsóknum. Heimahöfn skipsins er í La Spezia á Ítalíu og þar er líka rannsókn- armiðstöð CMRE. Áhöfn skipsins er ítölsk og er það samkvæmt samningi NATO við ítalska sjóherinn. Um borð í skipinu eru nokkrar rannsókn- arstofur, þar starfar jafnan hóp- ur vísindamanna víða að úr heiminum og geta þeir verið allt að 25 talsins. Þegar blaðamanni Morgunblaðsins og fleiri frétta- mönnum var boðið um borð í skipið í síðustu viku var það í mynni Tromsöfjarðar við Nor- egsstrendur, en það sigldi síðan til Tromsö til að sækja þangað hóp vísindamanna frá ýmsum löndum. Alliance hefur tekið þátt í fjöl- mörgum æfingum og prófunum á vegum NATO og hafði m.a. það hlutverk í UV 18 að varpa út og finna aftur neðansjávardróna. Fljótandi rannsóknarstofa ALLIANCE ER RANNSÓKNARSKIP NATOSameiginleg sýn – Unified Vision 2018 1.250 þátttak-endur 10 svið NATO 30 gagnaþjónar notaðir 25 eftirlits- og grein-ingareiningar 17 aðildarþjóðir NATO taka þátt 2 samstarfs-þjóðir Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 SUMAR 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.