Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 48

Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, fyrrver- andi samgöngu- ráðherra, um að inn- heimta veggjöld af þeim ökumönnum sem keyra daglega út úr höfuðborginni og til baka vekja upp spurn- ingar um hvort nú sé óhjákvæmilegt að flýta undirbúningi að fjár- mögnun nýrra hliðarganga undir Hvalfjörð í stað tvöföldunar núver- andi neðansjávarganga sem þola ekki álagið af meðalumferðinni á sólar- hring. Héðan af kemur ekkert annað til greina en að ákvörðun um fram- kvæmdir við ný hliðargöng undir Hvalfjörð liggi fyrir á þessu ári. Það er óhjákvæmilegt áður en talað verð- ur um útboð Sundabrautar ef menn óttast að núverandi göng geti sprung- ið árið 2019 með ófyrirséðum afleið- ingum sem enginn skattgreiðandi vill borga fyrir. Til að afstýra fleiri dauðaslysum innan um níu þúsund ökutæki á dag skulu menn strax svara spurningunni um hvort nú sé tímabært að tekið verði í eitt skipti fyrir öll á öryggis- málum Hvalfjarðarganga með því að ákveða útboð framkvæmda við ný hliðargöng á þessu ári eða í síðasta lagi 2019. Með hugmyndinni um tvö- földun núverandi ganga sendir stjórnarformaður Spalar, Gísli Gísla- son, út öfgakennd og villandi skilaboð um að slysahættan í núverandi göng- um hverfi endanlega án þess að fram komi hverjar afleiðingarnar verði ef eitt eða fleiri dekk undir stórum flutningabíl springa á mikilli ferð innan um þennan bílafjölda sem hér er nefndur. Nýlega munaði engu að elds- voði brytist út í göng- unum þegar tveir bílar skullu saman. Óhugs- andi er að vegfarendur sem reyna að flýja út úr brennandi bifreiðum sínum komist tímanlega upp úr göngunum ef eldsvoði brýst þar út á örfáum sekúndum vegna umferðaróhapps. Nú fagnar greinarhöfundur því að Vegagerðin hafi sett ný hliðargöng á teikniborðið sem talað er um að ráð- ast í eftir 1-2 ár. Hér sendir greinar- höfundur stjórnarformanni Spalar, GG, skýr skilaboð um að tvöföldun núverandi neðansjávarganga undir fjörðinn sem stefnir öryggi vegfar- enda í enn meiri hættu verður aldrei traustvekjandi og er ótrúverðug. Umferðarspár, sem gera ráð fyrir að meðalumferð ökutækja milli höfuð- borgarinnar og Vesturlands verði eft- ir 10-12 ár eða fyrr 35 þúsund bílar á dag, segja ekkert að hættan á dauða- slysum í núverandi göngum hverfi endanlega ef tvöföldun þeirra í fjórar akreinar verður tekin fram yfir ný hliðargöng, sem brýnt er að ráðast í áður en röðin kemur að fram- kvæmdum við Sundabraut. Meiri- hluti Reykvíkinga treystir núverandi borgarstjóra og vinstriflokkunum illa fyrir þessari samgöngubót, sem styttir vegalengdina að Hvalfjarð- argöngum meðtöldum mjög mikið milli höfuðborgarinnar og Vest- urlands. Svör verða að fást við spurn- ingunni um hvort einkaaðilar vilji fjármagna kostnaðinn við þessi sam- göngumannvirki með innheimtu veggjalda af ökumönnum sem keyra daglega út úr höfuðborginni og aftur heim. Nýr yfirmaður samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, skal kynna sér vandlega hvort slysahætt- an fimmfaldist í núverandi neðan- sjávargöngum ef tekin verður vitlaus ákvörðun um að ráðast í fram- kvæmdir við Sundabraut á undan nýjum hliðargöngum undir fjörðinn sem gagnast öllum landsmönnum. Eina leiðin til að forðast fleiri dauðaslys í Hvalfjarðargöngum er að hafa umferðina, sem eykst allt of mik- ið milli höfuðborgarinnar og Vest- urlands, í tveimur aðskildum göngum í stað þess að stefna öryggi vegfar- enda í enn meiri hættu með tvöföldun núverandi neðansjávarganga. Talið er að um 32 milljónir ökutækja hafi farið um Hvalfjarðargöng síðan þau voru opnuð fyrir almenna umferð 11. júlí 1998. Nú óttast margir að göngin springi á næsta ári eða fyrr fari svo að meðalumferð ökutækja milli Reykjavíkur og Vesturlands verði eftir 15 ár meira en 35 þúsund bílar á dag eins og allar umferðarspár gera ráð fyrir. Það vekur spurningar um hvort óhjákvæmilegt verði í beinu framhaldi af nýjum Hvalfjarð- argöngum að miða tvöföldun Vest- urlandsvegar við leiðina 2+2. Flýtum strax framkvæmdum við ný Hvalfjarðargöng. Ákveðum þar flóttaleiðir með eldvarnarhurðum. Eftir Guðmund Karl Jónsson » Flýtum strax fram- kvæmdum við ný Hvalfjarðargöng. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Tvöföldun Hvalfjarðarganga er ótrúverðug Þegar stjórnmála- menn ætla að gera góð- verk snýst góðverkið upp í andhverfu sína. Sennilega er skattur sá er lagður var á skuldir banka, þ.e. 0,376% á skuldir þeirra, skaðleg- asti skattur sem nokk- ur ríkisstjórn hefur lagt á. Með einföldum sam- anburði á lánakjörum banka og lífeyrissjóða sést að bankar greiða ekki þennan skatt. Það eru lántakendur sem gera það. Vissulega var öðrum ætlað að bera hann, þ.e. kröfuhöfum í þrotabúum gömlu bankanna. Nú hafa þau þrotabú verið leyst upp með nauðasamningum og aðeins starfandi fjármálafyrirtæki inn- heimta þennan skatt af lánþegum. Þrotabúin hafa greitt um 400 milljarða í stöðugleikaframlag. Ef alþingismenn bera umhyggju fyrir lánþegum, þá er einfaldast að leggja þennan skatt af strax. Verkefni því sem skattinum var ætlað að fjármagna, svokallaðri „leiðréttingu verðtryggðra hús- næðislána“, er lokið. Lántakendur greiddu það verkefni með 1% verðbólgu á ári í fjögur ár og ½% hærri raunvöxtum en ella, auk um það bil 0,4% álags vegna bankaskattsins hjá þeim sem skulduðu í bönkum. Slíkt var nú góðverkið! Þráhyggja þing- manns svokallaðs Miðflokks um góð- gerðir við vogunar- sjóði er hvort tveggja í senn, þrá- hyggja og misskilningur. Banka- skattur er álögur á lántakendur og er mál að linni. Tekið skal fram að 62 alþingis- menn greiddu atkvæði með þess- um skatti en aðeins einn alþingis- maður greiddi atkvæði á móti. Þráhyggja um bankaskatt Eftir Vilhjálm Bjarnason Vilhjálmur Bjarnason »Með einföldum sam- anburði á lánakjör- um banka og lífeyris- sjóða sést að bankar greiða ekki þennan skatt. Það eru lántak- endur sem gera það. Höfundur var alþingismaður og greiddi atkvæði gegn bankaskatti. Flúðir Sk ei ða - og Hr un am an nv eg ur Hr un av eg ur Langh oltsve gur Laufskálabyggð Sk ei ða - og Hr un am an nv eg ur Laufskálabyggð • Tvö stórglæsileg, fullbúin og vönduð sumarhús á tveimur hæðum ásamt samliggjandi gestahúsum. • Göngubrú er á milli húss og gestahúss og í öðru gestahúsinu er heitur pottur á efri hæðinni í opnanlegum sólskála. • Rúmlega 200m2 sólpallar eru allt í kringum húsin. • Níu sumarhúsalóðir (eignarlönd), um 0,5ha að stærð. Rafmagn og heitt og kalt vatn komið að lóðarmörkum. • Á tveimur lóðum er kominn grunnur fyrir sumarhús. Samþykktar teikningar fylgja. Spennandi tækifæri fyrir fjárfesta, stórfjölskyldur sem og aðila í ferðaþjónustu. Laufskálabyggð er í göngufæri við Flúðir, þar sem þjónusta er mikil. Allar nánari upplýsingar fást hjá Fasteignasölu suðurlands í síma 483 3424 og á fastsud@gmail.com Til sölu er allur pakkinn eða í hlutum: HÖFUM TEKIÐ Í EINKASÖLU í Hrunamannahreppi Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.