Morgunblaðið - 28.06.2018, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 28.06.2018, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is „Ég kalla mig alltaf GDRN [gé dé err enn] en svo er fólk að fatta að þetta er Guðrún og finnst það mjög merkileg uppgötvun, þannig að ég leyfi fólki svolítið að ráða,“ segir hin 22 ára söng- og tónlistarkona Guð- rún Ýr Eyfjörð um listamannsnafnið sitt GDRN. „Sagan á bak við nafnið er sú að við vorum að fá fyrsta lagið okkar úr masteringu frá Styrmi sem sér um það fyrir okkur og hann sendi skrána til baka undir nafninu „mix gdrn“ og okkur fannst það bara svo flott,“ segir GDRN og hlær. Guðrún hefur verið viðloðandi tónlist frá blautu barnsbeini, hóf klassískt fiðlunám þegar hún var fimm ára og var lengi í því. Þegar hún byrjaði í menntaskóla hættu fiðlan og klassíkin að höfða til henn- ar. „Ég fékk ekki mitt frelsi í klass- íkinni. Hún er skrifuð á ákveðinn máta og þú átt ekki að fara mikið út fyrir það. Þannig að ég byrjaði í djasssöngnámi þar sem má frekar brjóta reglurnar,“ segir GDRN. „Ég kynntist svo strák þegar ég var í MR sem heitir Teitur og hann var að gera tónlist með öðrum strák sem heitir Bjarki undir nafninu ratio. Við vorum svo bara eitthvað að prófa og leika okkur og ákváðum að gefa út lag sem heitir Ein. Í kjölfarið á því hefur útgáfufyrirtækið Alda sam- band við okkur og býður okkur plötusamning,“ segir GDRN sem hefur á rúmu ári farið á mikið flug á íslensku tónlistarsenunni. „Við erum búin að vera rosa dugleg undanfarið og erum klár með plötu sem kemur út á næstunni,“ segir GDRN en nýj- asta smáskífan af plötunni kom út í síðustu viku, lagið Lætur mig, sem hún gerir ásamt hinum vinsæla rappara Flóna. „Við Flóni höfum þekkst í svolítinn tíma og talað lengi um að gera lag saman en svo gerðist ekkert,“ segir GDRN sem sendi svo loks grunninn að Lætur mig til hans og hann sló til og lagið varð til á einu kvöldi. GDRN og félagar gerðu einnig mjög metnaðarfullt mynd- band við lagið leikstýrt af Ágúst Elí Ásgeirssyni sem útheimti alls konar vesen. „Það sést ekki í myndbandinu en við erum að labba á hlaupabretti allt myndbandið. Ég var búin að græja hlaupabretti en þegar ég fór að sækja það kom í ljós að þetta var stigvél. Þannig að ég var komin á fullt á brask og brall og allar face- bookgrúppurnar að leita að hlaupa- bretti sem ég mætti taka í sundur og mála grænt,“ segir GDRN og hlær en á endanum fannst hlaupabretti sem þau gátu notað og útkoman varð glæsileg. GDRN segist stefna að því að vera búin að leggja lokahönd á plötuna sína fyrir 1. júlí en platan kemur svo út síðar á árinu. Hægt er að fylgjast með GDRN á Facebook og Insta- gram undir nafninu @gdrnmusic. Tónlistina hennar er að finna á Spotify. Sjáðu allt viðtalið við GDRN á k100.is. Hún skaust fram á sjónarsviðið í fyrra með lagið Ein og hefur síðan þá m.a. komið fram á Iceland Airwaves og Secret Solstice. Nú er hún búin að senda frá sér nýtt lag og metnaðarfullt myndband þar sem grænt hlaupabretti gerði gæfumuninn. Grænt hlaupabretti gerði gæfumuninn Hiti GDRN ásamt Flóna í myndband- inu við Lætur mig. Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@mbl.is „Þetta var eins og að fara úr Lödu í Lexus,“ sagði Rúnar Freyr við komuna til Rostov eftir rúmlega ellefu klukkustunda rútuferðalag frá Volgograd. „Það er ansi strangt hérna eftirlitið og stoppaði lög- reglan rútuna þrisvar sinnum á leiðinni í fjörutíu mínútur í senn þar sem allir þurftu að afhenda FAN ID sem fóru í hrúgu til lög- reglumannanna sem þarna stóðu með stóra hatta og handskrifuðu svo nöfnin niður til að kortleggja þetta allt saman.“ Rúnar Freyr var orðinn hás eftir öll lætin þegar við heyrðum í hon- um í gær í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 þar sem hann lýsti magnaðri stemningu á leik Íslands og Króata. Á ferðalaginu var margt að sjá og upplifa en Rúnar Freyr tók nokkrar myndir sem lýsa stemningunni á ferðalaginu. Stuðningsmenn Á leikdag í Volgograd var tiltölulega fátt um Nígeríumenn en þessi fríði flokkur sló þó rækilega í gegn með hrífandi hljóðfæraslætti, sérstaklega kokkurinn til vinstri, en skýringin á bak við kokkagervið er ennþá hulin ráðgáta. Rúnar Freyr var okkar maður í Rússlandi og fór bæði á Ísland-Nígería sem og leik Íslendinga við Króata. Hann segir landið fjölbreytt og muninn á borgunum Rostov og Volgograd mikinn. Ísland vaknaði í Rússlandi Skemmtanastjórar Jón Jónsson og Friðrik Dór voru skemmtanastjórar í ferðinni og stóðu sig vel. Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var þann 24. júní 2018 1. Skemmtisigling á vegum Úrval Útsýn að verðmæti kr. 1.500.000,-. 13089 2. - 6. Draumaferð að eigin vali hjá Úrval Útsýn hver að verðmæti kr. 500.000,- 10309 21907 24888 26241 29019 7. - 14. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu hver að verðmæti kr. 250.000,- 2678 8641 11740 13294 17078 18714 22201 23672 15. - 39. Ferð að eigin vali hjá Úrval Útsýn hver að verðmæti kr. 150.000.- 1098 1383 3062 4386 4730 5382 8473 9674 11354 11785 12803 14165 14188 15323 15489 15529 18644 18944 20458 22035 25960 25987 27834 28450 29787 40. - 59. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu hver að verðmæti kr. 100.000.- 737 810 1732 1852 1920 2116 2479 2591 2633 2702 2996 3509 4578 4661 4885 6046 8073 8775 8984 9013 60. - 100. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu hver að verðmæti kr. 75.000.- 9160 9256 9890 10255 10557 10910 11884 11886 12349 12391 12583 12629 14938 14955 15008 15029 15191 15615 15827 15843 16233 16853 16907 16971 17164 17756 18299 19302 19394 19857 20720 21173 21307 22818 22876 23162 24479 24640 25782 28103 29319 Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra að Hátúni 12, Reykjavík, 3ja hæð, opið milli kl. 10.00 – 15.00 - sími: 5500-360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 12. júlí 2018. Vinningaskrá er einnig birt á vefsíðu samtakanna, www.sjalfsbjorg.is. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Vinningar og vinningsnúmer (birt án ábyrgðar):
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.