Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 62
62 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
Lífið er gott í Frakklandi; við fjölskyldan erum núna í 30 stigahita í Marseille og njótum lífsins. Förum í gönguferðir umborgina, skoðum mannlífið og svo eru hér góð veitingahús,“
segir Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarstjóri í menntamálaráðu-
neytinu, sem er sextugur í dag.
Ólafur Grétar las m.a. félagsfræði, hagsögu og íslensku í háskóla.
Aflaði sér seinna kennsluréttinda og nam opinbera stjórnsýslu, eftir
að hafa lært stálsmíði og unnið við það sem og sinnt kennslu í fram-
haldsskóla. Hann hóf störf í ráðuneyti menntamála árið 1996 og hefur
þar einkum sinnt málum sem snúa að starfsmenntun og iðnnámi.
„Ég er innfæddur Reykvíkingur en á ættir að rekja austur í Flóa,
norður á Tjörnes og í Húnavatnssýslur þar sem ég var í sveit. Mér
finnst alltaf gaman að vita hver er hvaðan og hverjar rætur fólks eru.
Hef einfaldlega áhuga á fólki og finnst gaman að velta mannlífinu og
blæbrigðum þess fyrir mér. Einnig að lesa bækur; ég tek lykilbækur
Laxness reglulega fyrir og núna er það Sjálfstætt fólk. Þá var ég ný-
lega að lesa Brekkukotsannál, þar sem segir meðal annars frá for-
móður minni, Finnbjörgu Finnsdóttur,“ segir Ólafur Grétar, sem er
fastagestur í Vesturbæjarlauginni og skrifari og félagi í Hlaupa-
samtökum lýðveldisins. – Eiginkona Ólafs er Íris Arnardóttir, leik-
skólastjóri á Vesturborg. Börn þeirra eru tvö, Hildur danskennari og
Gunnar verkfræðingur. Sambýlismaður Hildar er Neil John Smith,
grafískur hönnuður. Börn hans eru Sóley og Jón Kári. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykvíkingur Ólafur Grétar Kristjánsson á rölti við Lækjartorg.
Með fjölskyldunni
í Frakklandsferð
Ólafur Grétar Kristjánsson er sextugur í dag
H
aukur Snorrason
fæddist 28. júní 1968
í Reykjavík. Hann
sleit barnsskónum í
Kópavogi og bjó svo í
Garðabæ fram á tvítugsaldur. Síðan
hefur hann búið í Reykjavík. Hvert
sumar frá sjö ára til 18 ára aldurs
fór hann í sveit á Hnappavelli í
Öræfum og vann svo sumarstörf við
áburðarflug í Gunnarsholti 1988 og
1989. Haukur rekur nú ferðaþjón-
ustu fyrir ljósmyndara og á sama
tíma sveitahótel í Hrífunesi, Skaft-
ártungu.
Haukur var í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ og svo nemi í ljós-
myndun hjá Skyggnu Myndverki
1989-1993. Það var ljósmynda-
vinnsla og stúdíó sem Einar Er-
lendsson og Kristján Pétur Guðna-
son ráku. Hann tók einkaflug-
mannspróf árið 1990 og hefur verið
Haukur Snorrason, ljósmyndari og leiðsögumaður – 50 ára
Afmælisbarnið Haukur Snorrason mundar ljósmyndavélina, verkfærið sem fylgir honum flest sem hann fer.
Á ferð og einkum á flugi
Fjölskylda flugmanna Haukur og bróðir hans Jón Karl með börnin, Heiði
Helgu Jónsdóttur og Sigurð Snorra Hauksson, á Fagurhólsmýri í Öræfum.
Sunna Dís Þórðardóttir og Hrafnhildur Kara Halldórsdóttir söfnuðu dósum á
Akureyri og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is