Morgunblaðið - 28.06.2018, Side 66

Morgunblaðið - 28.06.2018, Side 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Gunnar Valgeirsson, skrifar frá Los Angeles „Ég hef engan lagalista og í raun vit- um við lítið hvað við ætlum að gera. Það fer sjálfsagt eftir því hvaða gítar þeir láta mig hafa næst,“ sagði Neil Young eftir að hann og hljómsveitin Promise of the Real höfðu lokið tveimur löngum lögum í lok fyrsta dags Arroyo Seco-tónlistarhátíð- arinnar hér í Los Angeles á laugar- dagskvöld. Reyndar hafði kappinn hafið þriðja lagið með sveit sinni en stöðvaði hana eftir aðeins tíu sekúnd- ur. „Þetta virkar ekki. Við þurfum að æfa þetta betur. Get ég fengið annan gítar?“ sagði hann um leið og hann skýrði ruglinginn. Þetta var klassísk Neil Young- uppákoma. Hann er listamaður sem aldrei fer troðnar slóðir og hefur nægilega trausta sjálfsmynd til að láta ekki smá erfiðleika á sviði raska því sem hann vill gera. Það hjálpaði honum einnig að hljómsveitin unga sem hann hefur með sér er frábær og orkumikil. Þar er leikið af mikilli gleði, sem sýnilega smitar Young þessa dagana. Ótrúlegt framboð tónlistar Arroyo Seco-tónlistarhátíðin hér í Los Angeles fór fram í annað sinn um helgina og var fulltrúi Morgunblaðs- ins á staðnum – fyrst og fremst til að ná að sjá og heyra Young – en eins og oft gerist á slíkum hátíðum er eitt- hvað nýtt sem vekur athygli manns, eða maður hreinlega dregst að ein- hverju sviðinu þar sem flutt er tónlist sem heltekur mann óvænt. Vegna hins ótrúlega framboðs á tónleikum hér í Los Angeles í viku hverri geta tónlistarunnendur hér reglulega fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrir undirritaðan hefur það þýtt að ég hef haft lítinn áhuga á að fara á tónleika með listafólki eða hljómsveitum sem aðeins spila gömlu lögin sín. Young er ekki einn af þeim. Hann er listamaður sem ávallt er að gera eitthvað nýtt, þótt hann láti allt- af eitthvað af eldri lögum sínum með á lagalistann. Í þetta sinn lék hann í tæpa tvo tíma og endaði á rólega lag- inu „Roll Another Number (for the Road)“ af plötu sinni Tonight’s the Night frá 1975, eftir að hafa keyrt upp hraðann áður en hann var klapp- aður aftur á sviðið. Neil Young svíkur aldrei. Af gömlum sveitum og ungu fólki Á fyrsta degi hátíðarinnar á laug- ardag mættum við síðdegis á staðinn rétt til að sjá Pretenders. Chrissie Hynde og trommuleikarinn Martin Chambers eru nú ein eftir af upp- runalegu sveitinni, en gítaristinn James Walbourne er hreint út sagt frábær og þau þrjú halda manni svo sannarlega við efnið. Það er auðvelt að vera svartsýnn á margar hinna eldri rokkhljómsveita en maður verð- ur að vera tilbúinn að skilja bæði vilja og ánægju listafólks í að halda áfram að gera það sem það hefur ást á. Það virkaði hjá Pretenders og maður var snortinn þegar Hynde söng frábær- lega útfærslu á „I’ll Stand by You“. Í viðtali við Los Angeles Times daginn fyrir tónleikana var Hynde spurð um muninn á að vera með ný og gömul lög á tónleikum. „Fyrir mér er þetta allt það sama. Umbunin er öll í ferlinu við að vera með sveitinni á sviði þar sem við öll fáum það besta úr hverju öðru og getum gert það sem við höfum gaman af,“ svaraði hún. „Ef áhorfendum líkar nýju lögin er það fínt. Ef þeir vilja heyra gömlu lögin látum við þá heyra þau líka.“ Í fjölmiðlatjaldinu var mér sagt að heimamaðurinn og djasssaxófónist- inn Kamasi Washington hefði gert það gott fyrr um daginn. Ég var hins vegar á gangi um hátíðarsvæðið til að fá góða hugmynd um útfærslu þess þegar ég heyrði tónlist kántrísöng- konunnar Margo Price á litla sviðinu í Willow-tjaldinu fjarri tveimur stóru sviðunum. Hún og sveit hennar, The Price- tags, voru hreint út sagt frábær. Allt öðruvísi reynsla að koma frá því að sjá Pretenders – jafn góð og sú sveit var. Orka og leikgleði Price og hljóm- sveitar hennar var smitandi, jafnvel þótt undirritaður hafi gefið kántrí- tónlistina upp á bátinn fyrir mörgum áratugum. Mettaður markaður Goldenvoice-tónleikafyrirtækið heldur hátíðina og er þekkt fyrir að hafa haldið Coachella-tónlistarhátíð- ina úti í eyðimörkinni hér austur af Los Angeles undanfarna tvo áratugi. Það setti síðan á stofn þessa hátíð hér Klassarokkarar halda sér ferskum Spuni „Ég hef engan lagalista og í raun vitum við lítið hvað við ætlum að gera,“ sagði Neil Young og lék af fingrum fram á Arroyo Seco.  Neil Young og Robert Plant voru í fínu formi á Arroyo Seco-hátíðinni sem fram fór í Los Angeles um liðna helgi  Áhersla lögð á fjölbreytileika í stað þess nýjasta og heitasta í tónlistargeiranum Ljósmyndir/Arroyo Seco Mannmergð Það var þröng á þingi á tón- leikum Neil Young. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 ota, Hyundai, Nissan, , og fleiri gerðir bíla ER BÍLLINN ÞINN ÖRUGGUR Í UMFERÐINNI? Varahlutir í...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.