Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 67

Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 í borginni sjálfri í fyrra. Arroyo Seco- hátíðin er haldin á golfvelli við hliðina á Rose Bowl-leikvanginum fræga í Pasadena-borg og eru þar sett upp þrjú svið. Ólíkt Coachella-hátíðinni, þar sem aðaláherslan er lögð á að laða að ungt fólk með „heitustu“ hljómsveitunum og listafólkinu á markaðnum, er á Arroyo Seco-hátíðinni stefnt saman tónlistarfólki sem höfðar betur til fjölbreytilegri hópa. Tónleikarnir á hátíðinni eru ekki eins orkumiklir og margt raftónlistardæmið eða hipp- hopp er í dag. Skemmtunin á hátíð- inni er í staðinn stíluð á alls konar fólk, enda fá börn innan tíu ára ald- urs frítt inn – ef forsvarsmenn þeirra greiða sextán þúsund kall fyrir dag- inn, eða tuttugu og sex þúsund fyrir helgina. Þessa áherslu á fjölbreytileika má sjá á hljómsveitunum sem hafa verið stærstu nöfnin fyrstu tvö ár hátíð- arinnar. Í fyrra voru Tom Petty og Mumford and Sons aðalnúmerin, en í ár voru Neil Young, Jack White, Robert Plant og Kings of Leon sett á stærsta sviðið hvert kvöld. Fyrir tveimur árum reyndi Goldenvoice að koma af stað árlegri klassarokkshátíð úti í eyðimörkinni. Desert Trip var hátíðin kölluð, með Bob Dylan, Rolling Stones, Neil Young, Paul McCartney, The Who og Roger Waters, og heppnaðist ótrúlega vel. Gestir voru 75 þúsund dag hvern í þrjá daga um tvær helg- ar. Þegar önnur tónleikafyrirtæki hér vestra sáu vinsældir Desert Trip- hátíðarinnar fóru tvær eða þrjár aðr- ar slíkar strax í gang og fannst þá forráðamönnum Goldenvoice að möguleikarnir fyrir aðra Desert Trip-hátíð væru úti. Í staðinn ákvað fyrirtækið að smækka dæmið og setja upp smærri hátíð hér í borginni sjálfri. Það virðist ganga vel og er stemm- ingin á Arroyo Seco allt öðruvísi og afslappaðri en á Coachella. Hátíð- arsvæðið á báðum hátíðum er svipað að stærð en fjórum sinnum fleiri sækja Coachella, eða um 120.000 manns. Vegna trjágróðursins á svæð- inu er auðvelt að finna sér skugga í hita eftirmiðdagsins og stór svæði eru til að slappa af frá amstri tónleik- anna fyrir þá sem þurfa. Fólk getur einnig komið með teppi og strand- stóla til að búa sér sitt eigið svæði yf- ir daginn til að horfa á tónleikana. Þetta afslappandi umhverfi skapar allt öðruvísi andrúmsloft en undir- ritaður er vanur frá Coachella – kannski of afslappandi fyrir hljóm- sveitirnar á sviðinu – en ekki var að sjá að áhorfendur hefðu áhyggjur af slíku. Plant finnur réttu blönduna Á seinni deginum var fátt sem höfðaði til undirritaðs, en ekki ætlaði ég að missa af Robert Plant og frá- bærri sveit hans, The Sensational Space Shifters. Plant hefur farið sínar eigin leiðir á undanförnum átján árum, eftir að hann hætti að koma fram með Jimmy Page við að flytja gömlu Zeppelin- lögin. Þetta hefur leitt til þess að hann hefur að mestu verið í blús- og bluegrass-tónlist þessa tæpa tvo ára- tugi og virðist svo sannarlega hafa fundið tónlistarformúlu sem hentar honum vel. Plant blandaði saman blús, arab- ískri tónlist og rokklögum á tónleik- unum, þar á meðal voru frábærar út- færslur á gömlum Zeppelin-lögum. Flest voru þau gömul blúslög sem hljómsveitin gaf út á fyrstu þremur plötum sínum , þar á meðal „The Lemon Song“, „What Is and What Should Never Be“, „Babe I’m Gonna Leave You“ og frábær útfærsla á „Going to California“ af fjórðu plötu Zeppelin. Að loknu fyrsta lagi Plant („The Lemon Song“) var sítrónu hent upp á sviðið og tók kappinn hana upp. „Svo þetta eru verðlaunin fyrir að hafa komið hingað í fimmtíu ár? Ávöxt- ur?“ sagði kappinn hæðnislega. Rétt eins og Neil Young hefur Plant fundið leikgleðina aftur með því að fara ótroðnar slóðir og finna réttu hljómsveitina til að spila með. Hann verður sjötugur seinna í sumar og röddin er aðeins farin að gefa sig, sem skiljanlegt er, en blúsinn er tón- list sem gefur ótrúlegt tækifæri á að túlka lög á mismunandi hátt og hann virtist skemmta sér vel á sviðinu. Fleiri vinsælar hljómsveitir og listafólk kom fram á þessari hátíð, þar á meðal Third Eye Blind, Jack White og Kings of Leon, en ekki er hægt að sjá allt. Tónlist White hljóm- ar eins og vélsög með lausa snúru, en það eru ávallt einhverjir sem slíkt höfðar til. Leðurbarki Rétt eins og Neil Young hefur Robert Plant fundið leikgleðina aftur með því að fara ótroðnar slóðir og réttu hljómsveitina til að spila með. Röddin er aðeins farin að gefa sig enda maðurinn að verða sjötugur í ágúst. Frábær Margo Price og hljómsveit hennar The Price- tags voru frábær, orkan og leikgleðin smitandi. Snortinn Greinarhöfundur var snortinn þegar Chrissie Hynde söng frábærlega útfærslu á „I’ll Stand by You“. Bókaforlagið Tungl mun halda sér- stakt Tunglkvöld í Listasafni Einars Jónssonar í kvöld kl. 20. Sérstakir gestir kvöldsins verða kanadíska skáldkonan Anne Carson, höfundur bókarinnar Vör/Lip, og samstarfs- maður hennar Robert Currie. Einn- ig verður gefin út bókin Bókasafn föður míns eftir verðlaunaskáldið Ragnar Helga Ólafsson, að því er segir í fréttatilkynningu. Bóka- forlagið Tungl hefur haft þann sið að gefa út bækur á fullu tungli í aðeins 69 eintökum og brenna óseld eintök í lok kvölds. Er kvöldið í kvöld þar engin undantekning. Anne Carson er kanadískt skáld sem gefið hefur út fjölda ljóðabóka en einnig skáldsögur og enskar þýð- ingar. Hún hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Meðal þekktustu verka hennar eru bækurnar Eros the Bittersweet og Autobiography of Red. Tvímála út- gáfa ljóðabókar hennar Vör/Lip er jafnframt frumútgáfa bókarinnar, en hana skreyta skissur eftir Robert Currie. Morgunblaðið/Einar Falur Stórskáld Anne Carson hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Anne Carson gefur út tvímála ljóðabók ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// //////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.