Morgunblaðið - 28.06.2018, Side 68

Morgunblaðið - 28.06.2018, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Af sveppum, fuglum og gömlum buxum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kunnuglegt Eva Ísleifsdóttir hittir naglann á höfuðið í verkinu „Exiting...“ sem er kunnuglegt ljósaskilti í yfir- stærð, manneskja á hlaupum og ör sem vísar útgönguleið, nema að í þessu tilfelli er hluti skiltisins grafinn í jörðu. úr grágrýti sem á hafa verið grafn- ar fundnar setningar af internet- inu. Þar er um að ræða annan hluta skúlptúrs Steingríms Eyfjörð og Unnars Arnar, „Vöktun“, sem unn- inn er í samstarfi við steinsmiðju, en hinn hlutinn er á göngustíg á milli Grensásvegar og Háaleitis- brautar. Í verkinu vísa þeir til ann- ars konar rýmis internetsins sem er á mörkum þess að vera persónulegt og opinbert rými, og skilin þar á milli eru alls ekki skýr. Hvar, hver og hvenær er verið að fylgjast með þér? Brotin raðast hér hvert ofan á annað líkt og rústum framtíðar hafi lostið niður í jaðri leikvallar í miðri íbúðarbyggð á táknrænan hátt. Smáíbúðahverfið sem byggðist upp á sjötta áratugnum ber með sér ýmis einkenni þess tímabils, stærð húsanna tók mið af byggingar- og húsnæðislánareglum þess tíma og í dag má sjá hvar framkvæmdir og ýmiss konar viðbyggingar hafa breytt ásýnd húsanna, stundum með misjöfnum árangri, að minnsta kosti út frá fagurfræðilegu sjón- armiði. Verk Steinunnar Önnudótt- ur, „Casablanca“, tengist hverfinu bæði á formrænan og hugmynda- fræðilegan hátt. Hún beinir sjónum sínum að formeinkennum húsanna sem eru smám saman að hverfa sjónum og raðar saman í skúlptúr úr galvaníseruðu járni sem rís eins og eins konar öndvegissúla á litlu grænu svæði ofan við Háagerði. Alls eiga tólf listamenn verk á sýningunni, þar á meðal er danski listamaðurinn Søren Engsted sem sýndi á Feneyjatvíæringnum í fyrra. Leikgleði ræður ríkjum í fjórum skúlptúrum hans sem kall- ast „Big Love“. Hann notar gamlar buxur frá félagsmönnum Mynd- höggvarafélagsins og mótar síðan vinnufatnaðinn, fyllir hann með pó- lýúretanfroðu og kemur fyrir á marmarastöplum á malarbletti við Grensásveg. Á grasbletti á bak við Grensáskirkju má svo sjá hvar tím- inn hefur stöðvast þegar gengið er fram á heiðbláan plastfugl sem liggur á hliðinni og ryðgaðir hlekk- ir með kólfum á endanum minna á gangverk gauksklukku í verkinu „Kúkú tímar“ eftir Þór Sigurþórs- son. Verk Dagnýjar Guðmunds- dóttur „Eitthvað til að bíta í“ er vistræktarskúlptúr, eða hraukabeð gert úr lífrænum efnum. Hola hefur verið grafin í jörðina og síðan fyllt með tjábolum, greinum og mold sem matjurtum hefur verið plantað í. Hægt niðurbrot á sér stað í haugnum sem gefur beðinu nær- ingu og hita svo það er sjálfbært og þarf ekki að vökva. Um leið og plönturnar vaxa og dafna geta íbú- ar sótt sér kryddjurtir í matreiðsl- una og tekið þátt í að viðhalda lif- andi skúlptúr í nærumhverfi sínu. Sæki hungur að listhneigðum göngugörpum er hægt að bragða á Fungiland-sveppaborgara á Le Kock í Ármúla og skoða stutt víd- eóbrot á meðan ætum skúlptúr er sporðrennt. Á sunnudögum frá kl. 12-14 og 20-22 er síðan hægt að bregða sér í sunnudagsbíó í tveim- ur gámum við Álftamýri, en þar er á ferðinni einn hluti af innsetningu listamannatvíeykisins Kristinn- Peter (Kristins Guðmundssonar og Peter Sattler) „Fungiland“. Í gám- unum fer einnig fram ostrusveppa- rækt í kaffikorgi. Dimmt og rakt er í öðrum gámnum þar sem svepp- urinn hefur kjöraðstæður til að byrja að vaxa áður en hann er færð- ur í birtuna í hinum gámnum. Lista- mennirnir hafa búið til tvo sveppa- karaktera sem eru að reyna að skilgreina sjálfa sig og tilverurétt sinn í vídeóverkinu „Whiter Shades of Pale“. Sveppur er ófrumbjarga lífvera sem lifir alltaf í samlífi við aðrar lífverur, hann er kynlaus og háður ákveðnum skilyrðum til að dafna. Verk KristinnPeter býður upp á ýmsar áhugaverðar hugleið- ingar um samtímann, þeir velta fyr- ir sér hvernig það er að taka sér bólfestu í framandi umhverfi og setja í samhengi við eftir-nýlendu- fræði. Völd yfir landsvæðum hafa færst yfir til fyrirtækja sem kaupa upp svæði og neita jafnvel íbúum um aðgang að lífsnauðsynlegum auðlindum eins og vatni. Sveppur er lífvera sem dafnar vel í einhvers konar rústum og getur gætt dauð svæði lífi á ný en getur líka tekið sér bólfestu í öðrum lífverum og tekið þær yfir. Á sýningunni takast listamenn á við ýmsar aðkallandi spurningar um samtímann sem tekur stöðugum breytingum, og um skilning og samlíf mannsins á og með jörðinni, hvernig er hægt að hugsa hlutina uppá nýtt. Auk verka listamanna eru þrír staðir á korti sýning- arinnar sem eru ekki eiginleg lista- verk heldur valdir staðir sýning- arstjóra sem hann kallar „Mögu- leiki lífs í rústum kapítalismans“. Einn þeirra er yfirgefin gróðr- arstöð sem má muna fífil sinn feg- urri. Gróðrarstöðin Grænahlíð þjónaði hlutverki sínu frá 1944 til 2002. Það er kannski lýsandi fyrir samtímann að það hentar ekki lengur að vera með gróðrarstöð í miðju íbúðarhverfi, reiturinn bíður framkvæmda þar sem væntanlega munu rísa byggingar sem fylla út í leyfilegt byggingamagn lóðar- innar. Þrír gamalgrónir versl- unarkjarnar eru einnig nýttir sem sýningarrými; Austurver, Miðbær og Grímsbær. Það skýtur einhvern veginn skökku við að labba með nauðsynjar í plastpoka út úr hverf- isversluninni og ganga fram á ljós- myndaseríu Guðrúnar Nielsen, sem sýnir íslensk plastfjöll, „landslags- “myndaröð sem tekin er í miðri borginni. Verkin bera táknræna titla eins og „Plastfjall“ og „Við rætur plastfjallsins“ og eru áminn- ing um það sem bíður komandi kyn- slóða. Á hvaða leið er samtíminn? Eva Ísleifsdóttir hittir einmitt nagl- ann á höfuðið í verkinu „Exiting...“ sem er kunnuglegt ljósaskilti í yfir- stærð, manneskja á hlaupum og ör sem vísar útgönguleið, nema að í þessu tilfelli er hluti skiltisins graf- inn í jörðu líkt og það hafi lent fyrir tilviljun innan um stórar hótelbygg- ingar og verslanir. Örin vísar niður og verk Evu ber með sér sterka ír- óníu en um leið er undirtónninn grafalvarlegur. » Sæki hungur aðlisthneigðum göngu- görpum er hægt að bragða á Fungiland- sveppaborgara á Le Kock í Ármúla og skoða stutt vídeóbrot á meðan ætum skúlptúr er sporð- rennt. Casablanca Verk Steinunnar Önnudóttur er ofan við Hágerði. Plastfjöll Hluti ljósmyndainnsetningar Guðrúnar Nielsen í Grímsbæ. Á ljós- myndunum má sjá fjöll af plasti sem eru áminning um það sem koma skal. AF MYNDLIST Aldís Arnardóttir aldisarn@internet.is Einn af viðburðum í þéttskip-aðri dagskrá Listahátíðar íReykjavík er útisýningin Fallvelti heimsins sem haldin er á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem stendur yfir til 18. ágúst. Sýningin er sú fyrsta í röð fimm sýninga sem nefnast Hjólið og fyrirhugað er að setja upp árlega til ársins 2022 þegar Myndhöggv- arafélagið mun fagna 50 ára af- mæli. Sýningarstjórn í ár er í hönd- um Heiðars Kára Rannverssonar, sem valdi henni stað í blandaðri íbúðarbyggð og á atvinnusvæði borgarinnar þar sem alla jafna er ekki mikið af listaverkum að sjá. Sýningin þræðir sig eftir hjólastíg- um Háaleitis-, Múla- og Kringlu- hverfis, Leitin og Gerðin auk Bú- staða- og Smáíbúðahverfisins. Heiti sýningarinnar Fallvelti heimsins vísar í örlaga- eða ham- ingjuhjólið Rota Fortunae frá mið- öldum sem á rætur í forlagahyggju mannsins þegar gæfa manna var í höndum gyðjunnar Fortúna, sem sneri hjóli sem menn voru fastir á og aðeins sumum auðnaðist gæfa og gengi í lífinu. Hjólið er tákn um framvindu og hringrás en vísar einnig til heimsins, þar sem jarð- arhvelið er á eilífum snúningi. Í samtímanum hefur hugtakið mann- öld verið notað til að lýsa skeiði þar sem maðurinn hefur sífellt meiri áhrif á heiminn og er mótandi afl í umbreytingum jarðar með áður óþekktum hætti. Það er skemmtilegur göngutúr að labba um svæðið með kort í leit að list, það getur verið djúpt á sum- um verkunum enda teygja þau sig yfir svæði, almannarými, sem fáir aðrir en íbúar þess hverfis eiga er- indi til alla jafna. Undirrituð minn- ist þess ekki að hafa komið fyrr í Grundargerðisgarð, en þar er að finna skúlptúr Guðrúnar Nielsen, „Hofið“, þar sem fimm píramídar á hvolfi með álímdum myndum frá endurvinnslu sorps í Gufunesi mynda rými fyrir fólk til íhugunar eða jafnvel til að létta á sálinni. Við enda Skálagerðis er að finna brot Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Rétta þjálfunin sem veitir vellíðan! Haustkortið á sérstökum sumarafslætti 43.900 kr. Tilboð gildir dagana 20. - 29. júní!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.