Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 10
minnsta kosti gat ekki komið til mála að láta konung eða fylgdar-
lið hans ríða það, sagði í blaðinu.11 Tungufljótið var þannig brúað
„svo að konungur vor gæti fengið að sjá þennan fagra foss“.12
Sumarið 1907 hélt Danakonungur og föruneyti austur í sveitir.
Gullfoss tók tignarlega á móti gestum „og skartaði hann í öllum
sínum ljóma, og vakti regnboginn yfir. Þótti öllum sú sjón fögur
og stórkostleg“, sagði í Ingólfi.13 Þjóðólfur greindi frá því að kon-
ungur og allir í föruneyti hans hefðu orðið „hrifnir af fegurð foss-
ins, og þóttust ekki fegurri sýn séð hafa“.14 Þessum umsögnum í
íslensku blöðunum ber saman við ferðalýsingu danskra blaða-
manna á konungsheimsókninni og endurspegla því ekki aðeins
stolt Íslendinga sjálfra yfir Gullfossi. Danirnir lýstu hrifnir
„þrumutign“ og fegurð fossins. Sögðu þeir engan foss í Evrópu
jafnast á við Gullfoss. Enn rann fossinn „ósnortinn, á sömu lund
og þegar Ísland tók á sig núverandi mynd. Engin framfaraviðleitni
hefur reyrt hið mikilúðlega náttúruundur í dróma fram að
þessu“.15 Þess yrði þó varla langt að bíða, spáðu þeir, að framfara-
viðleitnin setti mark sitt á fossinn. Þeir töldu víst að hann yrði
virkjaður, eða eins og þeir orðuðu það: „Þúsundir hestafla renna
óbeizluð niður í gljúfrið æ og síð. En sá tími mun áreiðanlega
nærri, að Gullfoss verði virkjaður til rafmagnsframleiðslu, sem sjái
fólki sunnanlands fyrir gnægðum ljóss og hita.“16 Greinilegt er að
beislun vatnsafls og iðnvæðing var mönnum ofarlega í huga þarna
frammi fyrir vatnskraftinum því að konungur og fylgdarlið „eins
og það lagði sig, kom sér fyrir út á yztu brún“ og skálaði í kampa-
víni „fyrir Gullfossi og framtíð iðnaðar á Íslandi“.17
Í fylgd með konungi var Hannes Hafstein ráðherra,18 sá er orti
í aldamótaljóði að íslenska fossa yrði að virkja til að hægt væri að
unnur birna karlsdóttir240 skírnir
11 „Konungsförin“, Þjóðólfur 30. nóv. 1906.
12 „Brú á Hvítá“, Þjóðólfur 14. des. 1906.
13 „Konungskoman“, Ingólfur 11. ágúst 1907.
14 „Konungsförin“, Þjóðólfur 16. ágúst 1907.
15 Svenn Poulsen og Holger Rosenberg, Íslandsferðin, bls. 212.
16 Svenn Poulsen og Holger Rosenberg, Íslandsferðin, bls. 213.
17 Svenn Poulsen og Holger Rosenberg, Íslandsferðin, bls. 216.
18 Svenn Poulsen og Holger Rosenberg, Íslandsferðin, bls. 191.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:52 Page 240