Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 202
fyrra höfuðvígi andstæðinga hans eru byrjaðir að fjalla um hann og að
því er virðist sem „sinn mann“. Deilan um fyrri bók Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar, Halldór, vitnar að vissu leyti um það. Og aftur
tekst Laxness að skipta þjóðinni í tvo hópa. Afleiðingin af þessu var sú
að áhugi undirritaðs vaknaði aftur – og nú án kvaðar – á að nálgast þenn-
an höfund sem virðist sjálfur sjá til þess að rykið sé dustað af bókum
hans.
Vandinn sem ég stóð frammi fyrir var að finna einhverja nálgun sem
væri ný og félli ekki í sama gamla farið að fjalla um „stéttabaráttu“ og
kúgun í verkum Laxness. Ritið Fjallræðufólkið eftir Gunnar Kristjánsson
er merk tilraun til þessa. Hann fjallar um þátt í verkum Laxness sem lítt
hefur verið sinnt, en það er trúin og trúarstef. Rit hans má lesa sem visst
framhald af doktorsritgerð hans, Religiöse Gestalten und christliche Mo-
tive im Romanwerk Heimsljós von Halldór Laxness,1 en efni hennar var
Laxness og trúarstef í Heimsljósi. Í ritgerðinni styðst Gunnar við túlkun-
arfræði Pauls Tillichs og greiningu hans á gildi tákna og táknmáls. Þar er
að finna umfjöllun um kristgervinga í íslenskri trúarhefð, sérstaklega hjá
Hallgrími Péturssyni, og greiningu á þjáningardulúð sem er þar áberandi.
Gunnar gerir m.a. grein fyrir því hvaða áhrif þessar íslensku hefðir hafa í
verkum Laxness.2 Af þessu er ljóst að verkið Fjallræðufólkið má lesa sem
eðlilegt framhald af doktorsritgerð Gunnars. Hann hefur ritað mikið um
bókmenntir, listir og guðfræði og er einn helsti sérfræðingur íslensku
þjóðkirkjunnar á þessu sviði. Gunnar hefur auk þess ritað þó nokkrar
greinar um Laxness og skáldverk hans.3 Augljóst er að hér er sérfræðing-
ur á ferð.
Efnistök og efnisval
Gunnar gerir sér vel grein fyrir þeim erfiðleikum sem þeir sem fjalla um
um guðfræði og guðfræðileg málefni á Íslandi standa frammi fyrir. Gagn-
vart guðfræðinni ríkir mikil þögn og virðist tungutak eða hugmyndaheim-
sigurjón árni eyjólfsson432 skírnir
1 Lögð fram hjá Abteilung für Evangelische Theologie an der Ruhr-Universität
Bochum 1978.
2 Gunnar Kristjánsson 2002, 61–68; 118–159. Framvegis vísað í blaðsíðutal innan
sviga í meginmáli.
3 Sjá t.d. eftirfarandi greinar Gunnars: „Úr heimi Ljósvíkingsins“, Tímarit Máls
og menningar 1/1982, 9–36; „Stígvélaði kavalérinn, um Arnas Arnæus“, Andvari
2/1998, 58–64; „Þjónn þeirra svarlausu“, Lesbók Morgunblaðsins, 50. tbl., 75.
árg., 23. des. 2000, 4–5; „Liljugrös og járningar. Um séra Jón Prímus“, Halldórs-
stefna, rit Stofnunar Sigurðar Nordals 2, Reykjavík 1993, 146–156.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 432