Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 113
Þar segir: „Roma heiter fyrir nordan Tifr, en Latran fyrir sunnan,
ok þo allt saman Roma-borg.“ (Alfræði íslenzk I 1908:19). Ef þetta
er rétt hefur verið notað 12. aldar rit. Það hefur eflaust verið til í
benediktínaklaustrinu á Þingeyrum um 1200, en sjálfsagt víðar.
(2) Í Vita Sancti Ambrosii, upphafi 19. kafla, eru nefndir Grat-
ianus imperator og Maximus, afkomandi Maximianusar, og ýmis-
legt sagt frá þeim (Patrologia Latina 14 1845:33). Það efni er ekki
þýtt í Ambrósíus sögu en í staðinn eru þar aðrar frásagnir. Hér
verður litið á þá fyrstu (Heilagra manna søgur I 1877:35). Ekki
segir þýðandinn hvaðan hún er komin.
Þat fregnar Gracianus keisari ok sendir a mot honum .ii. konunga med
mikit fjolmenni, annan Gnavim Huna konung, en annarr heitir Melga
Picta konungr; þeir koma til Kolne ok setiaz um borgina. I þvi bili kemr
þangat Ursula dottir Dionoti konungs med .xi. þusundir meyia, en fyrir
þvi at þær villdu eigi samþyckiaz vid þa hermennina til saurlifis, þa letu
þeir hóggva þær allar, ok letu þær lif sitt fyrir guds nafni.
Gracianus keisari er úr Vita Sancti Ambrosii. Fljótséð er að
Melga Piktakonungur hlýtur að vera úr ensku riti. Það er Histor-
ia regum Britanniae eftir Geoffrey af Monmouth (um 1100–1154).
Þaðan eru einnig Gnavis og meyjarnar.7 Gratianus, keisari
367–383, kemur við sögu hjá Geoffrey, og einnig banamaður hans,
sem er talinn vera Maximianus. Hann var í raun Maximus, keisari
383–388. Það sem hér hefur gerst er þetta: Þegar Gracianus imper-
ator, keisari, og Maximus voru nefndir í Vita Sancti Ambrosii
virðist þýðandinn hafa farið út af sporinu, farið að hugsa um ann-
að og skotið inn efni í söguna úr Historia regum Britanniae, riti
sem hann hefur augsýnilega þekkt vel.
Historia regum Britanniae er til í mörgum gerðum. Texta-
geymd ritsins er afar flókin og erfitt að gera sér grein fyrir hvern-
gunnlaugur leifsson og ambrósíus saga 343skírnir
7 Bent hefur verið á að sagan um Úrsúlu sé skyld frásögn í Breta sögum í Hauks-
bók: „Hms. I 35, 14–24 (on St. Ursula) is related to a passage in Breta sögur, cf.
the parallel texts in Alfræði íslenzk, 1908–18, III 10–11, and Hauksbók, 1892–6,
pp. 267–8 (less original in some details);“ (Lives of Saints 1962:21). En ekki er
komist lengra með þetta. Ursula kemur víða við sögu (Theodoricus Monachus
1998:24–25, 82).
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 343