Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 154
hennar Brodd-Helgi sem um var sagt (29) að væri „skrautmaður
mikill“/„skrautmenni mikið“). Slíkt flokkaðist í kristnum ritum
undir höfuðlöstinn tóma dýrð eða hégóma.20 Þorgerður silfra leit-
ar eftir samneyti við kvæntan mann og þjónar þannig því hlutverki
að gera Brodd-Helga að hórdómsmanni (Brodd-Helgi tekur Þor-
gerði silfru til sín áður en Halla21 kona hans deyr). Við nánari at-
hugun kemur í ljós að alla helstu lesti sem taldir eru upp í kristi-
legum ritum má heimfæra upp á Brodd-Helga í Vopnfirðinga
sögu:22 ofmetnað, hórdóm, fégirni, reiði (þar í felst t.d. „fýsi að
hefna“), ógleði þessa heims (sbr. t.d. 32), hégóma o.s.frv. Það virð-
ist einmitt markmið og keppikefli söguritara að tefla saman slík-
um manni og algjörri andstæðu hans (sem er Þorleifur kristni).
Hin glysgjarna Þorgerður fær sinn skammt af refsingu enda er hún
ekki aðeins glysgjörn og hórdómskona eða „portkona“/„púta“
(sbr. Um kostu og löstu 142, 184), heldur svo heiftrækin að henni
tekst að fá stjúpson sinn Bjarna til að hefna föður síns, ódæðis sem
hann iðrast strax. Hann rekur þá Þorgerði brott frá Hofi. Um fer-
il hennar mætti nota athugasemd úr ritinu Um festarfé sálarinnar
(174): „Hörmulegt er það að svo frítt upphaf hefir flust undir svo
ljótar lyktir.“23
Ekkert mælir gegn því að hin glysgjarna Þorgerður silfra sé
uppdiktuð af ritara Vopnfirðinga sögu, ekki síst þegar haft er í
huga að vitneskja Sturlu Þórðarsonar um að Brodd-Helgi hafi ver-
baldur hafstað384 skírnir
20 Sbr. Þrjár þýðingar lærðar. Um kostu og löstu, 154. Samkvæmt Vopnfirðinga
sögu er þessi hégómleiki einmitt upphafið að ógæfu Brodd-Helga.
21 Halla er andstæða Þorgerðar silfru og Brodd-Helga. Hún stuðlar að því með
breytni sinni (sbr. 31) að eigur Hrafns stýrimanns komist í hendur erfingja
hans. Hún er „vinsæl“ (36) og virðist tilbúin að fyrirgefa. Hún nýtur fullkom-
innar samúðar, en framkoma Brodd-Helga gagnvart henni mælist illa fyrir.
22 Sjá Þrjár þýðingar lærðar. Um kostu og löstu, 151–155, einnig í sama riti Elucid-
arius I:62, ásamt nmgr. 1. Rétt er að minna á að í Vopnfirðinga sögu sjást ýmis
önnur áhrif lærðra rita. Sigurður Nordal benti fyrstur manna á að frásögn
Trójumanna sögu af Alexander mikla, sem þar batt brodd einn mikinn í enni
griðungs, er fyrirmynd sams konar aðgerðar Brodd-Helga í upphafi Vopnfirð-
inga sögu (Borgfirðinga sögur, liii, nmgr. 1).
23 Þrjár þýðingar lærðar, 174. Sbr. einnig Elucidarius í sama riti, 51 og 104. Bjarni
aftur á móti „lagði eigi synd á synd“, heldur gerði „maklegan ávöxt iðranar“
(sbr. Um kostu og löstu, 135) enda farnaðist honum vel.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 384