Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 61
þátt, það þarf ekki að vera kynlegt eða skrýtið, en sé því yfirleitt
beitt verður að beita því af vel.
Sjá nánar athugasemdir Vildracs og Duhamels um rím í
Technique poétique.22
Sá hluti skáldskapar ykkar sem hæfir myndvíst auga lesandans
mun engu glata við að vera þýddur á erlenda tungu; sá sem höfðar til
eyrans mun aðeins ná til þeirra sem taka við honum á frummálinu.23
Íhugið skýra framsetningu Dantes samanborið við mælsku
Miltons.24 Lesið eins mikið í Wordsworth og ekki virðist óum-
ræðilega leiðinlegt.25
ímagismi og vortisismi 291skírnir
22 Læknirinn og rithöfundurinn Georges Duhamel (1884–1966) og ljóð- og leik-
ritaskáldið Charles Vildrac (1882–1971) tengdust báðir svonefndum „Abbaye-“
eða „Klaustur“-hópi í frönskum bókmenntum sem kenndur var við
„Þelmuklaustur“ Rabelais. Markmiðið með stofnun hópsins árið 1906 var að
byggja upp samfélag listamanna, þar sem þeir gætu veitt hver öðrum stuðning
og orkað með frjóum hætti á sköpun hver annars. Hópurinn hafði margvísleg
áhrif á höfunda evrópsku framúrstefnunnar, en nefna má að auk fastra félaga
hópsins voru „únanímistinn“ Jules Romains og fútúristinn F.T. Marinetti í hópi
þeirra sem sóttu samkomur hans. Pound vísar hér í rit Duhamels og Vildracs:
Notes sur la technique poétique (1910), en þar setja þeir fram sameiginlegar
hugmyndir sínar um hina tæknilegu hlið ljóðlistarinnar. Athugasemdir þeirra
um rím gefur að finna í lokakafla umrædds rits, þar sem þeir leggja áherslu á að
rímið eigi að þjóna ljóðlistinni fremur en að vera markmið hennar eða kjarni.
Pound virðist hér einkum skírskota til krafna þeirra félaga um fágaða notkun
ríms og að það sé þáttur í heildarmynd ljóðsins, en þeir leggja ríka áherslu á að
skáldið eigi að fylgja eigin tilfinningu í stað fastmótaðra reglna.
23 Vert er að benda á að eftir Pound liggur nokkurt safn fræðilegra skrifa um
ljóðaþýðingar, sem og fjöldi bókmenntaþýðinga (Translations. Faber and
Faber, Lundúnum 1953).
24 Dante Alighieri (1265–1321) er einn þeirra höfunda sem ótvírætt mynda tind-
inn á hefðarveldi ímagismans og er skýru og kröftugu myndmáli hans hér stillt
upp andspænis stíl enska skáldsins Johns Milton (1608–1674) sem Pound leit á
sem holdgervingu alls hins tilgerðarlegasta, úrkynjaðasta og versta í enskri bók-
menntahefð.
25 Eins og sjá má af þessari skírskotun til Williams Wordsworth (1770–1850) voru
viðhorf Pounds til rómantíska skáldsins nokkuð blendin, en hann taldi
Wordsworth búa yfir snilldarlegu næmi fyrir myndmáli og smáatriðum sem
hann kaffærði í orðagjálfri. Fyrsti hluti hins mikla ljóðabálks Wordsworths,
The Prelude (1850), var þó á meðal þeirra texta sem Pound leit á sem mikilvæga
uppsprettu hreyfingar sinnar og skilgreindi sem „ímagíska“ („Imagism and
England“. Ezra Pound’s Poetry and Prose Contributions to Periodicals. 2. bindi.
Garland, New York 1991, bls. 19).
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 291