Skírnir - 01.09.2005, Page 59
ann frá hljómfallinu.19 Látið hann sundurgreina ljóð Goethes á
kaldan hátt í einstök hljóðgildi, löng atkvæði og stutt, áhersluat-
kvæði og áherslulaus, niður í sérhljóð og samhljóð.
Ljóð þarf ekki nauðsynlega að reiða sig á hljómlist sína, en
reiði það sig á hljómlist sína verður hún að vera slík að hún nái að
vekja ánægju sérfræðingsins.
Kennið nýgræðingnum að þekkja hálfrím og stuðlun, beint
rím og tafið, einfalt og fjölradda, með sama hætti og tónlistarmað-
ur myndi gera ráð fyrir þekkingu á samhljómi og kontrapunkti og
sérhverju smáatriði iðnar sinnar. Engin stund er of mikilvæg til að
verja henni til þessara efna eða eitthvers eins þeirra, jafnvel þótt
listamaðurinn hafi sjaldan þörf fyrir þau.
Ímyndið ykkur ekki að hlutur muni „ganga“ í bundnu máli
vegna þess eins að hann er of daufur til að ganga í lausu máli.
Reynið ekki að vera „skarpsýnir“ – eftirlátið það höfundum
snoturra lítilla heimspekitilrauna. Verið ekki lýsandi; hafið hugfast
að listmálarinn getur lýst landslaginu mun betur en þið getið gert,
og að hann verður að hafa töluvert betri þekkingu á því.
Þegar Shakespeare talar um „Morguninn klæddan vað-
málskufli“ birtir hann eitthvað sem listmálarinn birtir ekki.20
ímagismi og vortisismi 289skírnir
19 „saxneskum særingum“, „Saxon charms“. Átt er við forna formúlubundna
seiði sem ætlað var að tryggja gæfu eða bægja frá illum öflum með yfirnáttúru-
legum hætti, en þulur af þessu tagi eru þekktar af rúnaristum germanskra þjóða
auk þess sem þeirra er víða getið í Eddukvæðum. „Suðureysk þjóðkvæði“
(„Hebridean Folk Songs“) eru kennd við eyjaklasann norðvestur af Skotlandi,
en nokkuð rík hefð myndaðist fyrir slíkum söngvum eða kvæðum á skosk-gel-
ískri tungu á 16. öld. Kvæðin, sem varðveittust í munnlegri geymd, voru skrá-
sett á tíma rómantíkurinnar
20 „Morguninn klæddan vaðmálskufli“, „Dawn in russet mantle clad“. Pound
vitnar hér í orð Hórasar í upphafsatriði Hamlets, en þar segir raunar: „But
look, the morn in russet mantle clad / Walks o’er the dew of yon high eastern
hill.“ („En sjáið, morgunn klæddur vaðmálskufli / fetar upp döggvað fellið
þarna í austri“ – The Tragedy of Hamlet, Prince of Denmark, 1.1:147–148. The
Norton Shakespeare. Based on the Oxford Edition. W.W. Norton & Company,
New York, Lundúnum 1997. Ritstj. Stephen Greenblatt, bls. 1659–1759, hér
bls. 1672). Tilvitnunin í textann á íslensku er hér sótt í þýðingu Helga Hálfdan-
arsonar á verki Shakespeares (W. Shakespeare: Hamlet Danaprins. Leikrit III.
Mál og menning, Reykjavík 1984, bls. 111–238, hér bls. 120).
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 289