Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 24
Sjóðurinn gat gert það með því að ganga inn í samning Sturlu sem
leigutaki, en til þess hafði landssjóður heimild, samkvæmt samn-
ingnum frá 31. janúar 1908. Jón minnti á að það hefðu ekki verið
áform landstjórnarinnar að leigja Gullfoss til að friða hann gegn
virkjunum, eða eins og hann orðaði það:
En við þetta er að athuga, í fyrsta lagi, að það var, eins og á undan segir,
alls ekki meiningin með samningnum frá 31/1 ’08 að ná í fossinn til að
halda honum óröskuðum, og á hinn bóginn verð jeg að álíta, að um það
geti ekki verið að ræða, jeg álít að landstjórnin ætti miklu fremur að styðja
að því, að fossinn yrði notaður til iðnreksturs og það sem fyrst, enda
mundi það að fossi þessum væri haldið frá notkun geta valdið því, að aðrir
fossar þar um slóðir yrðu einnig ónotaðir, því mun helzt vera tilætlunin
að sameina aflið úr Gullfoss við annað fossaafl þar eystra, að minnsta
kosti þegar hugsað er um að nota hann til saltpjetursframleiðslu.52
Í greinargerð sinni vék Jón Hermannsson aðeins að landslaginu
við fossinn og lagði til að ef mönnum sýndist svo mætti setja það
að skilyrði að hamrabeltunum undir fossinum og hið næsta hon-
um vestanvert við hann yrði ekki raskað að nauðsynjalausu.53
Klemens Jónsson gerði þá athugasemd við þessi ummæli að ekki
ætti að setja það skilyrði að ekki mætti raska hamrabeltunum und-
ir fossinum og næst honum. Varðandi þann möguleika að Gullfoss
yrði friðaður sagði Klemens að ekki næði „neinni átt“ að „hafa
fossinn til prýðis“. Í því sambandi hugsaði hann líka til áhuga
fossakaupmanna á virkjun Sogsfossanna og sagði að um svo „stór-
fellt framfarafyrirtæki“ væri að ræða fyrir Suðurlandsundirlendið
„að engan óþarfa tálma“ ætti að leggja fyrir framgang þess.54
Landstjórnin vildi ekki friða Gullfoss. Slík friðun eða náttúru-
vernd hafði ýmsa ókosti í för með sér að mati stjórnarráðsmanna.
Hún kæmi í fyrsta lagi í veg fyrir nýtingu Gullfoss og spillti heild-
arnýtingu vatnsafls á Suðurlandi og gæti dregið úr áhuga útlendra
unnur birna karlsdóttir254 skírnir
52 ÞÍ Stj.Í. II. Dagb. 2 nr. 880. Greinargerð Jóns Hermannssonar, dags. 3. júní
1909.
53 ÞÍ Stj.Í. II. Dagb. 2 nr. 880. Greinargerð Jóns Hermannssonar, dags. 3. júní
1909.
54 ÞÍ Stj.Í. II. Dagb. 2 nr. 880. Greinargerð Klemensar Jónssonar, dags. 4. júní
1909.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:52 Page 254