Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.2015, Page 4

Skírnir - 01.09.2015, Page 4
Frá rit stjór a „Allur tími er samtími“, sagði skáldið T. S. Eliot og átti við að fortíðin væri lifandi afl í samtímanum, yrði ekki slitin frá lífi okkar hér og nú. Ekki síst hlýtur kenning Eliots að eiga við í heimi lista og menningar, þar sem viðfangsefnin eru gjarnan hafin yfir tíma og rúm. Bókmenntir fyrri tíma geyma mikilsverðan lærdóm fyrir okkur sem nú lifum og tala til okkar rétt eins og samtímabókmenntir. Egils saga Skalla- grímssonar, sem Brynja Þorgeirsdóttir nálgast hér úr nokkuð óvæntri átt, er á sinn hátt jafnmikil samtímasaga og Mánasteinn eftir samferðamann okkar, Sjón, sem Dagný Kristjánsdóttir skrifar hér um fróðlega grein. Tíminn verður líka áleitið umhugsunarefni í grein Kristínar Loftsdóttur út frá verkum Ólafar Nordal sem hún byggir meðal annars á afsteypum sem gerðar voru á Íslendingum á 19. öld, þar sem við sögu koma meðal annars hugmyndir um kynþætti, nýlendur, hlutgervingar og þjóðir. Alþjóðleg mannréttindi eru líka hafin yfir tíma, eins og fram kemur í fróðlegri grein Atla Harðarsonar heimspekings, og sífellt til umfjöllunar eins og íslensk tunga sem Kristján Árnason prófessor skrifar hér grein um hvernig staðið er að kennslu í íslenskum fræðum nú á dögum og veltir upp ýmsum álitamálum í því sambandi. Grein Svans Kristjánssonar um forsetaferil Ólafs Ragnars Grímssonar er hins vegar kyrfilega merkt árunum 2008–2012, fjórða kjörtímabili Ólafs Ragnars og trúlega því umdeildasta. Enginn er spámaður í sínu föðurlandi er stundum sagt og mætti heimfæra upp á guðfræðinginn Magnús Eiríksson (1806–1881) frá Skinnalóni sem ávallt var nefnd - ur Magnús frater í hópi Íslendinga í Kaupmannahöfn þar sem hann dvaldi alla sína fullorðinsævi. Í þessu hefti er fróðleg grein Vilhjálms Árnasonar og Jóns Braga Pálssonar um viðtökur verka þessa sérlundaða og prinsippfasta kennimanns sem nýtur sífellt meiri athygli fræðimanna. Einn þeirra er þýski prófessorinn Gerhard Schreiber sem skrifaði grein um Magnús í Skírni á síðasta ári og hefur tekið saman ritaskrá hans sem hér birtist. Frá svipuðum tíma er sú merkilega kennslubók þeirra Stefánunga í reikningi sem Kristín Bjarnadóttir skrifar hér um. Einar Benediktsson skáld hefur nú verið færður á stall við sitt gamla heimili Höfða, og fer vel á því að hann kasti sínu hvassa augnaráði yfir íslenska fjár- málahverfið. Í tilefni af því kemur hér í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir merkileg ljósmynd Óskars Gíslasonar af skáldinu, ásamt ljóðinu Skáld í Höfða eftir Sverri Kristinsson. Opnunarljóð Skírnis eru að þessu sinni eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur skáldkonu. Í Myndlistarþættinum skrifar Hallgrímur Helgason um ungan málara, Ragnar Þórisson, sem vakið hefur mikla athygli fyrir olíumálverk sín. Páll Valsson Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 304
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.