Skírnir - 01.09.2015, Page 7
Skírnir, 189. ár (haust 2015)
SVANUR KRISTJÁNSSON
Hið nýja Ísland eftir hrunið
eða geðþóttavald forseta Íslands?
Forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar
2008–20121
„Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri
nýju stjórnarskrá, sem vér þurftum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um
hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogunum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni
búum vér því ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað
land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“
(Sveinn Björnsson, forseti Íslands 1944–1952, nýársávarp 1. janúar 1949)
„Sáttmálinn yrði vegvísir sem öllum bæri að virða, eins konar hljómbotn
nýrrar sjálfsmyndar og siðferðilegur burðarás í hinu nýja Íslandi sem skapað
yrði í kjölfar kreppunnar.“
(Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands frá 1996, nýársávarp 1. janúar
2009)
Í fyrri greinum um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar hef ég
sýnt fram á að saga lýðræðis á Íslandi er saga langvarandi átaka
varðandi grundvallaratriði í stjórnskipan landsins, ekki síst stöðu
þjóðhöfð ingjans og ríkisstjórnar landsins. Hrun bankakerfisins í
október 2008 olli alvarlegri pólitískri kreppu í landinu og almenn-
ingur krafðist úrbóta á stjórnmálasviðinu með afgerandi hætti. Þá
voru liðin 59 ár frá því að Sveinn Björnsson forseti lét orð sín falla
um þá bættu flík, stjórnarskrána, sem vísað er til hér að ofan. Nú
þótti mörgum komið að gagngerri endurnýjun þar sem „flíkin“
1 Auður Styrkársdóttir, Helgi Skúli Kjartansson og ritrýnar Skírnis fá þakkir fyrir
gagnlegar athugasemdir og ábendingar við vinnslu greinarinnar. Þessi grein er sú
þriðja af fjórum um forsetatíð Ólaf Ragnars Grímssonar, sbr. Svanur Kristjánsson
2014 og 2015.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 307