Skírnir - 01.09.2015, Síða 26
rannsóknarnefnd Alþingis.20 Almennt þótti ekki ástæða til annars
en tortryggni í garð ráðahópsins sem færði okkur hrunið — eins og
lýst var í skýrslu nefndarinnar. Traust til forsætisráðherrans
minnkaði mikið og vantraustið óx að sama skapi. Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra naut mests trausts alls forystufólks (37,6%)
en engu að síður sögðust um 40% svarenda treysta Steingrími
lítið.21 Samkvæmt sömu skoðanakönnun sögðust einungis 26,7%
svarenda bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar en nær
helmingur (46,9%) lítið traust. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós
merkilegt mynstur á viðhorfum fólks til forsetans: Einungis kjós-
endur Framsóknarflokksins treystu honum áfram; kjósendur Sjálf -
stæðisflokksins treystu honum lítið sem fyrr en kjósendur
Samfylkingar og VG treystu forsetanum síður en áður. Forsetinn
hafði glatað stuðningi frá vinstri án þess að neitt kæmi í staðinn.
Nær eingöngu gömlu félagarnir í Framsóknarflokknum héldu áfram
að treysta honum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var
nánast á berangri í stjórnmálum.22
Alþingi kom saman að venju 1. október, einungis þrem dögum
eftir að síðasta þingi lauk með atkvæðagreiðslu um það hvort stefna
ætti fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdóm. Árni M. Mathiessen,
Björgvin Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sluppu naum-
lega en með 33 atkvæðum gegn 30 ákvað Alþingi ákæru á hendur
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Utan þings var
heldur engin sátt eða friður í augsýn. Morgunblaðið lýsti þingsetn-
ingardeginum m.a. þannig:
Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í mótmælunum við Alþingishúsið í gær,
mikill hiti var í fólkinu og varð lögreglan að hóta því að beita táragasi og
326 svanur kristjánsson skírnir
20 Samkvæmt könnun treystu 84% svarenda rannsóknarnefnd Alþingis en 2% báru
lítið traust til hennar („Ánægja með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010).
21 23,9% báru nú mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur samanborið við 36,0%
í september 2009 og 58,5% þegar ríkisstjórn hennar var mynduð í febrúar 2009.
Traustið til Steingríms hélst nær óbreytt á sama tíma („Könnun MMR á trausti
almennings til forystufólks í stjórnmálum 2010).
22 55,2% væntanlegra kjósenda Framsóknarflokksins sögðust treysta Ólafi Ragn-
ari Grímssyni frekar eða mjög mikið. Sambærileg tala fyrir kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins var 22,3% en 28,3% fyrir Samfylkingarkjósendur og 24,1% fyrir VG
(„Könnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum 2010).
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 326