Skírnir - 01.09.2015, Page 40
inn í lýðræðishugsjón allra tíma — vilji fólksins — er nú
hreyfiafl sögunnar.“
— Evrópa ætti við djúpstæðan vanda að etja í gjaldeyrisskipan,
fjármálum og atvinnulífi. Ísland ætti þess kost að snúa sér
annað, að beina sjónum sínum á norðurslóðir. „Nýja norðrið“
þýddi nýja heimsmynd, færði Íslandi nýjan sess og nýja
möguleika á samstarfi við Rússland, Kanada, Bandaríkin,
Noreg og Grænland.
Næst fjallaði Ólafur Ragnar um framboðsmál sín og upplýsti að
lagt hefði verið að sér að leita eftir endurkjöri. Forsetinn kvaðst hafa
íhugað þessi sjónarmið vandlega en niðurstaðan væri engu að síður
að forsetaembættið setti athafnafrelsi hans of miklar skorður:
Þegar skyldur þjóðhöfðingjans hvíla ei lengur á mínum herðum fæ ég meira
frelsi til að sinna hugsjónum og málefnum sem hafa lengi verið mér kær, get
á annan veg tekið þátt í að efla framfarir og hagsæld, vísindi, rannsóknir og
atvinnulíf. Þá munu opnast nýjar leiðir til að styðja baráttuna gegn lofts-
lagsbreytingum og kynningu á hreinni orku, þróa samvinnu á Norður -
slóðum og tengsl okkar við forysturíki í öðrum álfum, auka tækifæri unga
fólksins og lýðræði í landinu. (Ólafur Ragnar Grímsson 2012a)
Margir tjáðu sig opinberlega um fyrirætlanir forsetans. Langflestir
túlkuðu ávarpið á þann veg að Ólafur Ragnar væri að láta af emb-
ætti forseta Íslands. Aðrir bentu á að hann hefði hvergi sagt berum
orðum að hann myndi alls ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Vissu-
lega vildi Ólafur Ragnar losna undan frekari setu á forsetastóli en
hann hefði einnig reifað veigamikil rök fyrir endurkjöri sínu. For-
setinn hallaði vissulega aftur dyrunum til framboðs en hafði aug-
ljóslega skilið eftir glufu — til að kanna stöðu sína meðal þjóðar -
innar.
Í fjölmiðlamálinu 2004 réð liðsstyrkur Guðna Ágústssonar, þá
varaformanns Framsóknarflokksins, úrslitum um að Ólafur Ragnar
Grímsson forseti Íslands sigraði í valdabaráttunni við Davíð Odds-
son.32 Guðni gegndi ekki lengur trúnaðarstörfum í stjórnmálum en
340 svanur kristjánsson skírnir
32 Sjá Sigmundur Ernir Rúnarsson 2007: 360–371. Sbr. einnig Svanur Kristjánsson
2014: 289–290.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 340