Skírnir - 01.09.2015, Page 43
343hið nýja ísland eftir hrunið
ríkisstjórnarinnar annars vegar og stjórnarandstöðunnar hins vegar.
Í fararbroddi stjórnarandstæðinga var Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands. Viðbrögð forsetans við forskoti Þóru Arnórsdóttur
í skoðanakönnunum var einfaldlega að spyrða hana við flokk for-
sætisráðherrans, Samfylkinguna, og Evrópusambandið. Jafnframt
gerði forseti Íslands samskipti sín við forsætisráðherra að sérstöku
umtalsefni þegar hann hóf kosningabaráttu sína:
„Eftir að ég tók ákvörðun um Icesave er ljóst að Jóhanna [Sigurðardóttir]
hefur aldrei fyrirgefið og hefur verið í ýmiss konar leiðöngrum gegn mér.
Hún telur þetta vera dauðasök,“ sagði forsetinn. Hann sagði framgöngu
forsætisráðherra líklega einsdæmi, en hún hefði meðal annars talað gegn
honum á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. „Það er einsdæmi og mér
þykir þetta leitt, þetta stríð sem Jóhanna telur sig þurfa að vera í gegn mér.“
Hann sagði Jóhönnu og aðstoðarmann hennar hafa lagt mikið á sig til að
finna frambjóðenda gegn honum. „Ég tel ekki gott fyrir lýðveldið að það
séu þannig tengsl á milli forseta og forsætisráðherra, þessi tortryggni,“ sagði
Ólafur Ragnar. („Segir Jóhönnu …“ 2012)
Ólafur Ragnar bar einnig samskipti sín við núverandi forsætis -
ráðherra saman við tengsl sín við Davíð Oddsson:
Þótt það hefði hvesst milli sín og Davíðs Oddssonar, þegar hann var for-
ystu fyrir ríkisstjórnina, hefði hann að ýmsu leyti átt nánara samband við
Davíð en Jóhönnu. Ólafur sagði að það kæmu stundir að forsetinn þyrfti
að taka ákvarðanir sem gerðu það að verkum að hann eignaðist sína haturs -
menn. Forseti sem hugsaði bara um vinsældir, og væri bara upptekinn af því
frá degi til dags, væri að bregðast fólkinu. Hann sagði að fróðlegt væri að
spyrja þá, sem gagnrýndu hann hvað harðast í Icesave-málinu, hvort það
hefði verið rangt að fella samninginn. („Ólafur Ragnar: Sambandið við
Davíð …“ 2012)
Aldrei áður hafði Ólafur Ragnar Grímsson sem forseti Íslands
gagn rýnt fólk með þessum hætti — hvað þá að skýra opinberlega frá
samskiptum sínum við forsætisráðherra landsins. Forsetinn taldi
augljóslega að sér sótt úr ýmsum áttum og að margir vildu koma á
sig höggi fyrir að hafa staðið gegn lögunum um Icesave. Margir
fjölmiðlar „ætluðu að fylkja sér að baki Þóru [Arnórsdóttur] og
koma henni á Bessastaði. Nefndi hann sérstaklega DV sem ásamt
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 343