Skírnir - 01.09.2015, Side 62
ist að. Hún þjáist af öllum einkennum ástsýki sem viðtekin voru í
grískri fornöld og síðar á miðöldum í Evrópu: Hjartslátturinn rýkur
upp þegar hún sér konuna, hana dreymir um að nálgast hana, er föl,
kvíðin, málstola og starir fram fyrir sig meðan hún logar að innan:
fatast mér að mæla, ég stari í hljóði,
mjúkur logi flýgur mér ört í blóði,
líkt og brimgný þungan ég þykist heyra
þjóta við eyra,
og ég titra svo sem ég kvíða kenni,
kaldur þvali sprettur mér fram á enni;
einsog strá ég fölna, sem fram af stalli
feigðin mig kalli.
(Saffó frá Lesbos 1960: 74)
Ljóðmælandinn titrar, brennur og finnur dauðann nálgast, ein-
kennin nálgast vitfirringu enda var ástsýki í sumum verkum einmitt
sett í beint samband við brjálæðislega sturlun. Dídó Karþagó-
drottning í EneasarkviðuVirgils (70–19 f.Kr.) er gott dæmi um það.
Hún verður sjúklega ástfangin af Eneasi, svefnlaus, sárþjökuð og
„brennur upp og reikar ástsjúk um alla borg“ (Virgill 1999: 87).
Þegar Eneas yfirgefur hana verður hún æðisgenginni brjálsemi að
bráð: „… blóðhlaupin um augu, með skjálfta í vöngum og litverp í
andliti, fölbleik“ æðir hún upp á háan bálköst „ær af vitfirringu“ og
lætur sig falla á sverðsodd (Virgill 1999: 103). Þarna magnast ein-
kenni ástsýkinnar upp í hreint stjórnleysi sem endar með sjálfs-
morði. Dísin Ekkó verður ekki slíkri sturlun að bráð í Um mynd-
unum Óvíðs sem eru frá svipuðum tíma, heldur veslast upp og
hreinlega hverfur vegna ástsýki. Eins og Dídó varð hún ástfangin um
leið og hún leit manninn augum, í þessu tilfelli Narkissos. En hann
endurgalt ekki ástina og við það mögnuðust tilfinningarnar, „þráin
hélt fyrir henni vöku, og hún tærðist upp og varð ekki annað en
skinin beinin“ (Ovidius 2009: 102). Að lokum var ekki annað eftir
af Ekkó en röddin. Þannig leiddi ófullnægð ástin beint til sjúklegra
líkamlegra einkenna sem gengu svo langt að sjúklingurinn hvarf —
eða öllu heldur ummyndaðist og varð ekki annað en bergmálið.
362 brynja þorgeirsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 362