Skírnir - 01.09.2015, Síða 63
363elskhuginn ástsjúki
Óvíð lýsti raunar ástsýki á mörgum stöðum í verkum sínum. Fræg-
astar eru lýsingarnar í ljóðum hans um ástina, Ars amatoria og
Remedia amoris, sem síðar verður vitnað til. Í því fyrrnefnda eru
ráð til karlmanna sem vilja ná ástum kvenna en það síðara er undir-
lagt af hagnýtum ráðum til þeirra sem eru illa haldnir af ástsýki,
jafnvel við dauðans dyr.
Þetta eru aðeins fáein dæmi af feiknamörgum, en þau gefa hug-
mynd um það hvernig hugsunin um ástina sem sjúkdóm birtist og
blómstraði í hugmyndaheimi Grikkja og Rómverja. Hugmyndin
gekk svo í endurnýjun lífdaga í Evrópu á 11. öld. Þar virðist út-
breiðsla lítils arabísks rits hafa skipt mestu, en ritið var hluti af
stórum farmi arabískra fræðibóka sem Konstantín frá Afríku kom
með til Ítalíu. Konstantín þýddi ritið undir heitinu Viaticum. Bee-
cher og Ciavolella (1990: 67, 70) og Wack (1990: xiii–xiv) rekja að
um 1200 hafi Viaticum verið orðinn grunntexti í evrópskri læknis -
fræði og undirstaðan í skilgreiningu á hugtakinu ástsýki sem var
tekið sem viðteknum sannindum öldum saman.
Í varðveittum textum má finna margar vísbendingar um að
þessar hugmyndir hafi verið vel þekktar á Íslandi á miðöldum.
Heimildir eru um að áðurnefndur ástarkveðskapur Óvíðs hafi verið
lesin hér um 1120 eins og Hermann Pálsson (1999: 66–67) hefur
rakið. Þá má sjá fjallað um vessakenninguna í lærdóms- og alfræði -
ritum sem heimildir eru um að lærðir íslenskir miðaldamenn hafi
lesið. Bergljót S. Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, Jón Torfason
og Örnólfur Thorsson fjalla um þau í Lykilbók Heimskringlu
(1991: 83, lxxii–lxxiii, lxxiv), þar á meðal efni Hauksbókar um vessa-
kenninguna sem rituð er í byrjun 14. aldar. Undir kaflaheitinu „Af
náttúru mannsins og blóði“ er útskýrt í Hauksbók hvernig æðablóð
mannsins samanstandi af heitu og þurru rauðablóði, rauðbrúnu
blóði, svartablóði eða melankólíu sem sé þurrt og kalt, og loks flem-
ínu sem sé vot og köld:
Svo segja náttúrubækur að sá maður er alla hefir þessa fjóra hluti jafnmikla
í sínu blóði, þá er hann valheill og hófsamur maður og stöðugur, mundan-
gablíður og ekki mjög bráður. […] En ef svartablóð er mest þá er hann
þungur og þögull, sínkur og svefnugur, styggur og prettugur, öfundsjúkur
og af kaldri náttúru og þurri. (Bergljót S. Kristjánsdóttir o.fl. 1991: 81)
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 363