Skírnir - 01.09.2015, Page 67
367elskhuginn ástsjúki
og óstöðugu skapi þar sem hann sveiflast hratt milli hláturs og gráts
(Gerard of Berry 1990: 201). Mikil megrun, svefnleysi og fölvi eru
líka nefnd sem einkenni (Beecher og Ciavolella 1990: 66, 81). Þannig
er einmitt lýsingin á aðalsöguhetju Tristrans eftir Thomas de Bre-
tagne þar sem hann liggur í niðurníddum hallargarði, aðframkom-
inn af ástsýki vegna Ysoltar. Hirðmeyja finnur hann nær dauða en
lífi:
Trove le malade e mult feble, 1972
Pale de vis, de cors endeble,
Megre de char, de colur teint.
(Thomas of Britain 1991)6
(Hún fann hann sjúkan og mjög veikburða / fölan yfirlitum og líkam -
inn magnþrota / skinhoraður og litarhaft slæmt.)7
Líkami Tristrans er eins og holdgervingur ástsýkinnar. Beecher og
Ciavolella (1990: 82) greina enn fremur frá því að í læknisfræði -
textum miðalda um ástsýki var lýst hættu á að hinn elskandi gæti
misst alla sjálfstjórn. Ef engin meðferð skilaði árangri hélt líkaminn
áfram að ofhitna og þurrkast upp, blóðið þornaði í líkamanum og
húðin dökknaði og allt leiddi þetta að lokum til brjálsemi, jafnvel
dauða. Mikilvægur hluti Yvain eru einmitt lýsingar á vitfirringu
Yvains. Ástkona hans slítur sambandi þeirra og fyrir vikið missir
hann bæði vit og mál: „Yvains respondre ne li puet, / Que sans et
parole li faut“ (línur 2774–2775) (Yvain gat ekki svarað, / því hann
hafði glatað bæði rökhugsun og tungu.) Í kjölfarið flýr hann út í
skóg, höfuð hans fyllist af ranghugmyndum og hann missir vitið,
rífur og tætir föt sín og lifir á hráu dýrakjöti eins og villimaður.
Menn töldu hina illræmdu angist og kvalir sem hinn óham-
ingjusami elskandi upplifði í verstu tilfellum banvænar ef sjúklingur
fengi enga meðferð (Beecher og Ciavolella 1990: 82; Wack 1990: xi).
skírnir
6 Allar tilvitnanir í Tristran Thomasar de Bretagne eru úr útgáfu Stewarts Gregory
(Thomas of Britain 1991). Framvegis er vísað til þessarar gerðar og línunúmer
fylgja tilvitnun.
7 Íslensk þýðing á línum úr Tristran er gerð af höfundi þessarar greinar og byggð á
enskri þýðingu Stewarts Gregory á kvæðinu eins og hún birtist í útgáfu hans
(Thomas of Britain 1991).
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 367