Skírnir - 01.09.2015, Page 71
371elskhuginn ástsjúki
Ástsýki Egils
Íslendingasögurnar voru ritaðar þegar hugmyndin um ástina sem
sjúkdóm hafði fest rætur á ný í fræðum og bókmenntum megin-
lands Evrópu. Almennt virðist ekki litið á Egils sögu sem ástarsögu
og hún er yfirleitt aldrei nefnd í þeim flokki. Gunnar Karlsson
fjallar í bók sinni Ástarsaga Íslendinga að fornu um þær Íslend-
ingasögur sem hafa ást að meginefni og tilgreinir sex sögur sem kalla
megi ástarsögur (Gunnar Karlsson 2013: 67). Þetta eru þær sömu
og sænski fræðimaðurinn Daniel Sävborg greinir sérstaklega í um-
fangsmiklu riti sínu Sagan om kärleken. Erotik, känslor og berät-
terkunst í norrön literatur (2007).11 Hvorugur hefur Egils sögu á
lista sínum. Bjarni Einarsson (1961: 5) greinir hana heldur ekki með
þeim skáldasögum sem hann telur vera ástarsögur. Hér verður hins-
vegar tekið undir með Thomasi Bredsdorff í hans kunnu bók, Kaos
og kærlighed, að ekki sé hægt að skilja Egils sögu til fullnustu án
þess að taka ástarþráð hennar með í reikninginn, því hann fléttist
saman við þráð valdagræðginnar í verkinu á þann hátt að hvorugt
megi undanskilja við túlkun þess (Bredsdorff 1971: 35).12 Það má líta
svo á, og verður gert hér, að ást Egils á Ásgerði myndi djúpa undir-
öldu í verkinu sem spanni nær allan lífsferil Egils og hafi úrslitaáhrif
á veigamikla atburði sögunnar.
Egill og Ásgerður kynnast börn að aldri þegar Ásgerður er tekin
í fóstur af foreldrum Egils. Þau eru því uppeldissystkini. Staða Ás-
gerðar sem persónu í Egils sögu13 er efni í sérstaka grein. Henni er
skírnir
11 Þetta eru skáldasögurnar Kormáks saga, Hallfreðar saga vandræðaskálds,
Bjarnar saga Hítdælakappa og Gunnlaugs saga ormstungu, auk Laxdæla sögu
og Víglundar sögu. Ásamt þessum greinir Sävborg einnig Fóstbræðra sögu sér-
staklega.
12 Í bók sinni beinir Bredsdorff sjónum að því hvernig greina má ástarþrá sem einn
af drifkröftum frásagnarinnar í m.a. Njáls sögu og Laxdælu auk Egils sögu, og að
hún sé ekki minni áhrifavaldur en hugmyndin um sæmd og sóknin eftir völdum
sem höfðu fremur verið í deiglunni í fræðaskrifum þess tíma. Bókin var þýdd á
íslensku undir heitinu Ást og öngþveiti í Íslendingasögunum (1974) og síðar á
ensku, Chaos and love: The Philosophy of the Icelandic Family Sagas (2001).
13 Í flestum útgáfum Egils sögu er texti Möðruvallabókar lagður til grundvallar en
hún er rituð á miðri 14. öld (Sigurður Nordal 1933: xcvii). Hér er með örfáum
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 371