Skírnir - 01.09.2015, Page 72
stillt upp annarsvegar sem hreyfiafli sem drífur mikilvæga þætti sög-
unnar áfram, og hinsvegar er hlutverk hennar að varpa ljósi á per-
sónu Egils, framkalla hana og dýpka. Um hana sjálfa vitum við lítið
sem ekkert, hún hefur ekki einu sinni rödd því hún talar aldrei í
beinni ræðu í verkinu. Ástarþráður verksins snýst nánast eingöngu
um Egil. Þegar tilfinningar Ásgerðar eru gefnar í skyn (við fráfall
Þórólfs og bónorð Egils) er það aðeins í tengslum við viðbrögð
Egils við þeim.
Grunnurinn að ástarsögu Egils og Ásgerðar er lagður löngu áður
en þau hittast, því dýpri merkingu hennar má lesa í tengslum við
tilurð Ásgerðar og ástarsögu foreldra hennar. Hún hefst þannig að
Björn hersir er staddur að sumri til í fjölmennri veislu í Fjörðum í
Noregi. „Þar sá hann mey fagra þá er honum fannst mikið um“
(Egils saga 1985: 406, 32 k.). Þetta er Þóra hlaðhönd, systir Þóris
hersis Hróaldssonar. Björn heillast svo af Þóru eftir að hafa séð hana
að hann biður bróður hennar umsvifalaust um hönd hennar á
staðnum. Þórir hafnar bónorðinu en Björn gefst ekki upp. Hann
grípur til þess að nema Þóru á brott sama haust og fer með hana
heim til sín. Þar vill hann halda brúðkaup og leitar sátta. Þórir tekur
það ekki í mál og vill bara fá systur sína senda heim strax. Björn vill
hinsvegar „fyrir engan mun láta hana í brott fara“ (Egils saga 1985:
407, 32 k.). Hann flýr með Þóru til Bretlandseyja, á Hjaltland, og þar
„gerði hann brullaup til Þóru“ (Egils saga 1985: 408, 33 k.). Þangað
berast hjónunum þær fréttir að fyrir brúðarránið sé Björn gerður út-
lægur úr Noregi og réttdræpur hvar sem til hans náist. Þau ákveða
því að sigla til Íslands um vorið. Þegar þar er komið sögu er Þóra
orðin ófrísk að Ásgerði og langt gengin með. Lesandinn fær hins-
vegar ekki að vita af því fyrr en í 34. kafla þegar Þóra elur Ásgerði
þetta sama sumar á Íslandi. Siglingu fjölskyldunnar til Íslands er
lýst á draumkenndan hátt, líkt og hún berist fyrir einhverskonar
galdur að heimili fjölskyldu bræðranna Egils og Þórólfs að Borg á
372 brynja þorgeirsdóttir skírnir
undantekningum fylgt útgáfu Svarts á hvítu frá 1985, sem Bragi Halldórsson og
Jón Torfason bjuggu til prentunar. Í þeirri útgáfu hefur Bjarni Einarsson fyllt í
tvær eyður Möðruvallabókar með texta pappírshandrita sem talin eru runnin frá
Möðruvallabók (Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson 1995:
xiii).
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 372