Skírnir - 01.09.2015, Page 75
375elskhuginn ástsjúki
rams saga ok Ísöndar 1999: 46), í Egils sögu „gerði [Björn] brullaup
til Þóru“ (Egils saga 1985: 408, 33 k.).
vi Barn kemur undir í þessum umbrotum miðjum.
vii Barnið elst upp í fóstri hjá óskyldum sem sinna því vel og eru góðir
við það.
viii Barnið er önnur lykilpersónan í meginástarsögu verksins sem hefur
kvalir vegna þráhyggjukenndrar ástar sem einn af grunntónunum.
Í Egils sögu fer það svo að Ásgerður giftist öðrum manni en Agli, í
Tristrams sögu giftist Ysolt öðrum manni en Tristram, og hvort
tveggja veldur miklum harmi og knýr söguna áfram.
Egils saga lýtur hefðbundnum lögmálum Íslendingasagna um tján-
ingu ástartilfinninga; megineinkennið er að tilfinningum er lýst á
knappan og óbeinan hátt, með gjörðum persónunnar, orðum ann-
arra persóna eða sögumanns sem vísar í almannaróm. Um tilfinn-
ingar Björns er aldrei rætt á beinan hátt en hægt er að lesa í gjörðir
hans. Af þeim virðist ljóst að hann ræður ekki við sterkan ástarhug
sinn til Þóru. Jafnskjótt og hann hefur séð hana biður hann hennar,
nemur hana á brott og vill fyrir enga muni láta hana frá sér þegar þess
er krafist. Í stað þess kýs hann að fórna öllu, flýja land með hana og
gerast útlægur og réttdræpur. Í samsvarandi köflum í Tristrams sögu
ok Ísöndar um Blensenbil og Kanelangres er töluvert meiri tilfinn-
ingahiti í lýsingum á líðan fólksins eins og gera má ráð fyrir í ridd-
arasögu. Textinn er gegnsýrður af ástarþjáningum Blensenbilar sem
mynda umgjörð um getnað og fæðingu Tristrams, sem og nafngjöf
hans. En líkindin í frásagnaþáttunum eru svo mikil að horfa má á
upprunasögu Tristrams með þessum sterku hliðstæðum og
tengslum við Egils sögu sem nokkurskonar fagurfræðilega und-
irstöðu ástarsögu Egils og Ásgerðar.
Tengsl þessarar upprunasögu Tristrams við aðra Íslendingasögu
hafa verið nefnd. Vésteinn Ólason (2006: 158) telur Víglundar sögu
vafalaust hafa orðið fyrir beinum áhrifum frá Tristrams sögu ok Ís-
öndar og sjálfsagt fleiri riddarasögum, og bendir á hvernig ástarsaga
foreldra Víglundar endurspegli ástarsögu foreldra Tristrams. Í Víg-
lundar sögu sér Þorgrímur Eiríksson Ólöfu geisla í veislu þar sem
konungur var viðstaddur og „er Þorgrímur sá Ólöfu, lagði hann
þegar ástarhug til hennar“ (Víglundar saga 1987: 1960). Það er hins-
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 375