Skírnir - 01.09.2015, Page 80
áhrif þetta brúðkaup hefur á tilfinningar Egils. Og það er undir-
strikað með því sem gerist næst. Rifjum upp að samkvæmt lækn-
isfræðinni fór líkaminn að ofhitna og þurrkast upp ef engin meðferð
fékkst við ástsýkinni, blóðið þornaði, húðin dökknaði og allt gat
þetta leitt til hreinnar brjálsemi (Beecher og Ciavolella 1990: 82). Í
Eneasarkviðu æðir Dídó sturluð upp á háan bálköst ær af vitfirringu
og lætur sig falla á sverðsodd (Virgill 1999: 87, 103). Slíka brjálsemi
fáum við að sjá í þeim ofbeldisfulla tryllingi í Egils sögu sem á sér
stað samhliða brúðkaupsveislunni. Þegar Þórólfur er lagður af stað
í brúðkaupið fer Egill með húskörlum til Atleyjar. Þar býr Atleyjar-
Bárður, góðvinur Eiríks konungs og Gunnhildar drottningar. Í
Atley er einnig haldin veisla þetta kvöld en hún er fullkomin and -
stæða gleðilegrar brúðkaupsveislu. Hún er lituð drunga og mörkuð
eyðileggingu og dauða. Egill og aðrir gestir drekka of mikið, æla í
hornum, Gunnhildur og Bárður brugga Agli ólyfjan, hann stingur
hnífi í lófa sér og rýður blóði á rúnir, skyndilega verður myrkt í
stofunni, Egill leggur sverði sínu að Bárði miðjum svo blóðrefillinn
gengur út um bakið og blóðið spýtist úr sárinu og flýtur um gólf.
Heimsókninni lýkur með því að Egill drepur tvo menn aðra og
heggur fótinn undan þeim fjórða. Jón Karl Helgason hefur skrifað
um veisluna í Atley og bent á að þegar kemur að brúðkaupi Þórólfs
og Ásgerðar greinist frásögnin í tvo þræði eða siglingaleiðir.
Þórólfur og hans menn sigla norður í brúðkaupið á langskipi, en
Egill og félagar fara á róðrarferju í veisluna í Atley. Jón Karl segir
að annar þráðurinn sé sýnilegur og þar birtist ofbeldi og eyðilegg-
ing. Hinn þráðurinn sé falinn, en hann snúist um ást og einingu.
Saman flétti þessir þræðir eina „erótíska“ taug (Jón Karl Helgason
1992: 73). Hann minnist sérstaklega á hvernig Egill leggur að Bárði
miðjum svo blóðrefillinn gengur út um bak hans; ofbeldið verði
vart erótískara (Jón Karl Helgason 1992: 75). Um leið og lesa má
hina myrku atburði í Atley sem speglun á brúðkaupinu eins og Jón
Karl gerir má samtímis horfa á þá sem tjáningu á ástsjúkri trylltri
innri líðan Egils sem gengur fram á ystu nöf í brjálsemi sinni og
slátrar mönnum á meðan elskan hans er gefin öðrum manni.
Vegna þeirrar óvildar sem Egill skapar sér hjá Eiríki konungi
með blóðbaðinu í Atley halda þeir Þórólfur af landi brott. Skömmu
380 brynja þorgeirsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 380