Skírnir - 01.09.2015, Page 84
fræði og táknkerfi ástsýkinnar myndar svo ramma utan um hana
alla, allt frá samdrætti foreldra Ásgerðar til brúðkaups Egils og Ás-
gerðar.
Höfuðið og hinn melankólíski maður
En það er fleira í sögunni en ástarsagan sem lýtur að hugmynda-
fræði ástsýkinnar. Áður var minnst á hið drúpandi höfuð Egils sem
hann gróf niður í feld sinn og hugsaði um Ásgerði. Lítum hér á
höfuðið og táknheim melankólíunnar.
Samkvæmt Viaticum leiðir ástsýki til melankólíu ef sjúklingur
fær enga meðferð, og í fleiri skyldum textum er ástsýki hluti af mel-
ankólíu eða jafnvel ein af mögulegum orsökum hennar (Wack 1999:
40, 101). Það má segja að ástsýki virki eins og systursjúkdómur mel-
ankólíunnar, uppruni hennar er af sama meiði; uppsöfnun á svörtu
galli í líkamanum sem kemur ójafnvægi á vessana. Jennifer Radden
útskýrir í riti sínu um melankólíu í gegnum aldirnar, The Nature
of Melancholy. From Aristotle to Kristeva, að einkenni hennar gátu
verið nokkuð margvísleg og óljós, en þó voru Hippókrates, Galen
og þeir sem á eftir komu sammála um að hún fæli í sér hræðslutil-
finningu ásamt mikilli hryggð og tortryggni. Lamandi örvænting
og uppburðarleysi voru einnig nefnd sem algeng einkenni (Radden
2000: 10). Radden leggur áherslu á að melankólía sé víðfeðmt hug-
tak sem hafi í gegnum aldirnar átt sér margskonar og stundum mót-
sagnakenndar skilgreiningar. Þær séu allt frá því að lýsa ákveðnum
meðfæddum persónueinkennum yfir í það að melankólía sé skil-
greind sem alvarlegur lífshættulegur sjúkdómur (Radden 2000: 5).
Hún rekur að í forngrískum textum Galens og ritum Avicenna var
átt við tegundir sjúkdóma sem leiddu af ójafnvægi í svörtu galli í
líkamanum. Menn gátu einnig átt við að melankólía væri geðsjúk-
dómur þar sem hugurinn festist þráhyggjukennt við eitthvað eitt.
Eins gat orðið melankólía átt við tiltekna skapgerð sem var myrk,
niðurdregin og hugsandi (Radden 2000: 5). Radden segir að líklega
hafi ekki verið skýr mörk þarna á milli, sérstaklega ekki þegar leið
fram á miðaldir og bera fór á vaxandi tengslum melankólíu við hið
vitsmunalega, djúpa og skapandi í eðli mannsins (Radden 2000: 6, 8).
384 brynja þorgeirsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 384