Skírnir - 01.09.2015, Page 85
385elskhuginn ástsjúki
Í Problemas heldur Aristóteles (384–322 f.Kr.) því fram að allir
menn sem skari fram úr í skáldskap, listum, heimspeki eða stjórn-
visku séu melankólískir. Hann nefnir sem dæmi Herakles, Plató,
Sókrates og fleiri stórmenni. Þeir hafi skapgerð sem annaðhvort sé
melankólísk að náttúru eða viðkvæm fyrir svartagallssjúkdómum
(Aristóteles 2011: 278–9). Það er athyglisvert að hann tengir þetta
beint við skáldagáfuna með því að taka sérstaklega fram að flestir
þessara framúrskarandi melankólísku manna hafi haft skáldagáfu
(Aristóteles 2011: 279). Radden bendir á að þegar leið á miðaldir
hafi í síauknum mæli farið að bera á því að menn tengdu melankólíu
við snilligáfu, byggt á hugmyndum Aristótelesar (Radden 2000: 55).
Því er rétt að huga að því að í Egils sögu eru skáldlegir hæfileikar
Egils í aðalhlutverki um leið og hinir melankólísku drættir í per-
sónu hans koma skýrt fram.
Fagurfræði melankólíunnar í myndlist og bókmenntum forn-
aldar og miðalda má til dæmis greina í myndverkum þar sem hin
melankólíski maður situr og hallar höfðinu fram eða felur það í
höndum sér og oft er skuggi yfir andlitinu. Peter Toohey bendir
sem dæmi á „Hreinsun Órestes“, myndverk á forngrískum vasa frá
4. öld f.Kr. af þessari harmrænu hetju grískra leikbókmennta. Óres-
tes situr álútur, lætur andlit síga, munnvikin niður á við, hálflokuð
þung augu og fingur á kinn (Toohey 2004: 15–16). Í bók Radden
má finna nokkrar myndir af verkum þar sem þetta myndmál er
notað, meðal annars af tréristunni Melancholicus frá 1490 (Radden
2000: 6). Þar má sjá afar hryggan mann fela andlitið í höndum sér og
grúfa sig ofan í borð sem minnir á innbundna bók. Í lýsingu Egils
sögu á Agli þegar hann situr í ástarkvöl vegna Ásgerðar og flytur
kvæði sín fyrir Arinbjörn sjáum við þetta myndmál melankólí-
unnar: „Og er leið á haustið tók Egill ógleði mikla, sat oft og drap
höfðinu niður í feld sinn“ (Egils saga 1985: 440, 56 k.). Myndmálið
birtist enn við dauða sona Egils þegar Egill leggst fyrir vegna sorgar.
Þegar Egill hefur lagt lík Böðvars í hauginn hjá Skalla-Grími „gekk
hann þegar til lokrekkju þeirrar er hann var vanur að sofa í. Hann
lagðist niður og skaut fyrir loku“ (Egils saga 1985: 490, 79 k.). Eng-
inn þorir að tala við Egil, sem liggur í rekkju sinni og neytir hvorki
matar né drykkjar í þrjá daga, þar til Þorgerður dóttir hans vélar
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 385