Skírnir - 01.09.2015, Page 98
vinsælar greinar. Og þegar valkostum fjölgar er eðlilegt að það komi
niður á eldri námsleiðum eða að þær taki breytingum. Í ljósi þess-
arar þróunar myndi kannski einhver spyrja hvort eitthvað sem
heitir „íslensk fræði“ eigi yfirleitt rétt á sér sem sérstök fræðigrein
í akademísku starfi, kennslu og rannsóknum. Ég tel reyndar að
svarið við þeirri spurningu sé jákvætt, að öflug námsgrein sem bæri
nafnið íslensk fræði eigi að vera til í Háskóla Íslands, þrátt fyrir
breytta tíma.
Í þessum pistli hyggst ég hugleiða þessi breyttu viðhorf í Há-
skóla Íslands og annars staðar í samfélaginu til þess sem kallað hefur
verið íslensk menning. Að mínu mati og vafalaust margra annarra er
mikilvægt að Íslendingar sjálfir leggi sitt af mörkum og hafi jafnvel
forystu í rannsóknum á þessu sviði í framtíðinni, eins og verið
hefur. Það hversu fáir íslenskir stúdentar leggja stund á íslensku sem
háskólafag er því verulegt áhyggjuefni.
I
Fræðigreinar og vísindi
Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að hugtakið fræðigrein
er auðvitað býsna víðfeðmt, jafnvel mætti segja óljóst og ekki síður
merking afleiðsluliðarins –fræðingur sem notað er um þá sem
leggja stund á fræðin. Í mínu ungdæmi voru til mjólkurfræðingar
og bú fræðingar, auk stærðfræðinga, eðlisfræðinga, lyfjafræðinga,
mál fræðinga, norrænufræðinga og sagnfræðinga. Í nútímanum
koma fram nýir og nýir „fræðingar“, ferðamálafræðingar, leik-
húsfræð ingar, kynlífsfræðingar, næringarskipulagsfræðingar o.s.frv.
Fylgni þess að tala um –fræðinga og fræðigreinar er augljós og
væru þá kannski fræðigreinarnar jafn margar og starfsheiti fræð ing-
anna, en misjafnar forsendur hljóta þó að vera fyrir því að slíkar
greinar verði til. Ég hef ekki heyrt talað um gosdrykkja fræðing,
en bjór fræðingar munu vera til, enda væntanlega þörf aðgæslu um
framleiðslu gosdrykkja og bjórs ekki síður en um framleiðslu
mjólkur.
398 skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 398