Skírnir - 01.09.2015, Side 99
399um íslensk fræði
Og þá að systurorðunum vísindi og vísindagrein.2 E.t.v. telst
vísindi eitthvað fínna heiti eða skýrar afmarkað en fræði, enda hefur
það önnur merkingartengsl, meðal annars við sögnina vita og það
að vera vís eða vitur, en orðið fræði tengist að sjálfsögðu sögninni
að fræða, þ.e. kenna, sem e.t.v. telst ekki jafn-merkilegt. (Reyndar
hefur viðurnefnið hinn fróði löngum þótt nógu virðulegt, sbr. Ara
fróða, þótt Vísi-Gísli sé einnig nefndur til sögunnar.) Einhverja til-
hneigingu má sjá til þess að breytingar verði á nafngiftum í sam-
ræmi við þetta virðingarstigveldi. Mín fræðigrein, sem hét einu sinni
málfræði gengur nú ekki síður undir heitinu málvísindi, og fyrir
nokkrum árum breytti Heimspekideild um nafn og kallaðist Hug-
vísindadeild, nú Hugvísindasvið. Enn er þó talað um sagnfræði
frekar en sagnvísindi og félagsfræði og hagfræði, þótt orðin félags-
vísindi og hagvísindi þekkist einnig. Og Félagsvísindadeild Háskóla
Íslands og síðar Félagsvísindasvið munu hafa borið slík nöfn frá
upphafi.
Burtséð frá öllum orðsifjum virðist mér að fræðigreinar eða vís-
indagreinar, ef menn kjósa að nota það orð, séu ýmist afmarkaðar
eftir viðfangsefninu sem þær fást við (til dæmis málfræði sem fæst
við mál og efnafræði sem fæst við efni) eða aðferðunum sem not -
aðar eru við rannsóknirnar (og uppfræðsluna), til dæmis töl fræði,
þar sem mikið er reiknað, eða raunvísindi, þar sem beitt er til-
raunum og svokölluðum hlutlægum aðferðum. Til verða ákveðnar
rannsóknarhefðir og kenningar, og eru greinarnar þá að hluta til
skilgreindar út frá því hvernig þær bera fram spurningar sínar (og
skírnir
2 Oft er talað um vísindi og fræði eins og þar sé slengt saman ólíkum hlutum sem
þó eiga eitthvað sameiginlegt. En í raun virðist mega segja að þessi tvö heiti geti
vísað til sams konar starfsemi, þó þannig að orðið vísindi (skylt sögninni að vita)
leggur áherslu á öflun þekkingar, en orðið fræði tengist e.t.v. miðlun þekkingar
(sbr. sögnina að fræða). Ekki er hér rúm til að ræða hvort íslensku orðin hafi e.t.v.
einhverja aðra merkingu en alþjóðleg orð eða orð annarra tungumála sem höfð
eru um þessa hluti. Nærtækast er að líta til alþjóðamálsins ensku, og í fljótu bragði
virðist málnotkun þar vera á ýmsa lund og oft á reiki. Orð eins og science eða
studies, sem sjá má í kennsluskrám háskóla svara ef til vill hvort til síns í íslensku:
vísinda og fræða. Vilji menn þýða heiti eins og íslensk fræði yfir á ensku væri það
væntanlega Icelandic studies.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 399