Skírnir - 01.09.2015, Page 100
leita svara), oft er talað um nálgun (e. approach) eða aðferðafræði.
Greinar eins og sagnfræði og eðlisfræði beita ólíkum aðferðum og
tækni í samræmi við það hversu ólík viðfangsefni þeirra eru. Stærð -
fræði kemur við sögu í eðlisfræðirannsóknum, en sagnfræði notar
fjölbreytilegri aðferðir og birtir niðurstöður sínar með öðrum
hætti, sem meðal annars má tengja frásagnartækni, jafnvel frásagnar -
list.
Það sem allar vísindagreinar eiga þó sameiginlegt er að þær leita
skýringa á eðli þeirra fyrirbrigða sem þær fást við. Sá munur sem
gerður er á raunvísindalegum og hugvísindalegum aðferðum nú á
tímum stafar e.t.v. fyrst og fremst af því hversu ólík viðfangsefnin
eru. Hegðun dauðra hluta er lýtur öðrum lögmálum, á margan hátt
einfaldari, en hegðun lífvera, ekki síst „hins viti borna manns“.
Steinn dettur alltaf til jarðar ef honum er sleppt, en við vitum ekki
hvað köttur gerir ef í hann er sparkað, hvað þá maður. Mannleg
hegðun er afar flókið rannsóknarefni. Málvísindi 20. aldar virðast
hafa fært okkur heim sanninn um að þótt margt megi læra af raun-
vísindum, stærðfræði og tölvutækni, þá dugi slíkar aðferðir ekki til
þess að skýra að fullu „eðli“ tungumáls og mállegra samskipta
frekar en sálarrannsóknir eða spíritismi gat skýrt eðli sálarinnar með
vísun til lífs eftir dauðann. Ekki tókst gullgerðarmönnum heldur
að framleiða gull á sínum tíma. Þannig eru þekkt í sögunni dæmi
um fræðigreinar á villigötum, sem hafa um tíma verið viðurkenndar
í akademíunni.
Við hlið þessarar flokkunar vísindagreina, eftir eðli viðfangs-
efnisins eða aðferðum sem beitt er, er til önnur flokkun eftir því
hvort vísindin eru hagnýt eða ekki. Þannig eru lögfræði, læknis -
fræði, bókasafnsfræði, viðskiptafræði og verkfræði beinlínis hag -
nýtar greinar og ætlaðar til þess að búa menn undir tiltekin störf í
samfélaginu. Þær fræðigreinar sem ekki hafa þessa beinu hagnýtu
skírskotun eru stundum kallaðar frjálsar, á latínu artes liberales og
á ensku liberal arts. Sumir háskólar hafa sérstaka lagaskóla og
læknaskóla, en við hlið þeirra deildir fyrir aðrar fræðigreinar.
(Þannig hefur Harvardháskóli sérstaka lagaskóla, viðskiptaskóla og
læknaskóla og fleiri hliðstæða, en hinar „frjálsu“ greinar eiga heima
í því sem kallað er Faculty of Arts and Sciences.)
400 kristján árnason skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 400