Skírnir - 01.09.2015, Side 101
401um íslensk fræði
Hjá Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, er greint í eftirfarandi
svið sem hafa hvert sitt fagráð: Verkfræði, tækni og raunvísindi;
Náttúru- og umhverfisvísindi, Heilbrigðis- og lífvísindi, Félagsvís-
indi og lýðheilsa, Hugvísindi. Fróðlegt er í þessu samhengi að sjá að
sumar fræðigreinar eða svið virðast ekki hafa þurft á því að halda að
breyta viðskeyti sínu frá fræði yfir í vísindi, t.d. eðlisfræði, stærð -
fræði og lögfræði, hvað sem því veldur.
Sem dæmi um fræðigrein sem þróast og lagar sig að ólíkum sjón-
arhornum og misjöfnum þáttum viðfangsefnisins er nærtækt að líta
til málfræðinnar, þar sem ég þekki nokkuð til. Málvísindi nútímans
eru býsna viðfeðmt svið, en í stuttu máli má segja að þar á bæ séu
tvenns konar sjónhorn mest áberandi. Annað sjónarhornið snýr að
tungumálinu sem mannlegum eiginleika og hæfni einstaklings til að
læra það og beita því. Hitt sjónarmiðið snýr meira að því hlutverki
sem málið gegnir í mannlegum samskiptum og félagslegu umhverfi.
Gera má greinarmun á formi og hlutverki mállegra skilaboða, og
þeir sem hafa áhuga á forminu spyrja gjarna hvernig þau form eru
skilin og skilgreind sem hluti af hugarstarfsemi einstaklinganna.
Hvaða hæfni þurfa menn að hafa til að geta notað tungumálið? Hér
er reglumálfræði (generatív málfræði) eða málkunnáttufræði í anda
Noams Chomskys gott dæmi. Hitt sjónarhornið, hið félagslega
tengist meira boðskiptum og því hvernig tungumál móta samfélög
og samfélög móta tungurnar. Hér er virknihyggja (fúnksjónalismi)
nærtæk, það er sýn á það hvaða hlutverki tungumál, málafbrigði og
einstakar segðir eða textar gegna í boðskiptum og félagslegum sam-
skiptum og samfélögum í heild. Um þetta snúast undirgreinar
málfræði sem kallaðar hafa verið félagsmálfræði og málfélagsfræði,
sem eins og nafnið bendir til tengjast félagsfræði og einnig er
mannfræði, sem fæst við mennsku og mannleg samfélög, ekki langt
undan. Einnig fjalla menn um eðli boðskipta og mállegra samskipta,
sem oft eru margbreytileg eftir aðstæðum.
Ein grein af þessum félagslega meiði málvísinda er umfjöllun um
stöðlun og breytileika í tungumálum, mállýskur og líf og dauða
málstaðla. Í ljósi þeirra kenninga má spyrja hvaða áhrif alþjóða -
væðing og aukin samskipti hafa á þróun tungumáls eins og íslensku
og hugmyndir landsmanna um það. Nú er gjarna talað um fjöl-
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 401