Skírnir - 01.09.2015, Page 103
403um íslensk fræði
stunduð eru á Íslandi o.s.frv. Öll þessi fræði hafi jákvæð áhrif á ís-
lenskt samfélag með þekkingarsköpun sem nýta má til framfara og
þroska, ekki síður í menningu en í tækni. En sem sérstök fræðigrein
eigi þetta ekki rétt á sér og að ekki sé ástæða til fyrir Háskóla Íslands,
hvað þá aðra háskóla, að standa að akademískri starfsemi undir
slíkum formerkjum; vísindin eru almenn og alþjóðleg, segja menn
og iðkun þeirra hér á landi styrkir samfélagið.
En miðað við það að fræðigreinar séu skilgreindar annars vegar
út frá viðfangsefni þeirra og hins vegar út frá þeim aðferðum sem
beitt er, snýst spurningin um réttmæti íslenskra fræða annars vegar
um það hvort viðfangefnið sé áhugavert eða hvort skynsamlegt sé
að afmarka það sem sérstakt viðfangsefni í akademísku starfi, og
hins vegar um það hvort aðferðirnar sem beitt er séu góðar og gildar
(séu vísindalegar, til dæmis sannanlegar eða afsannanlegar). Ég vil
halda því fram að báðar þessar forsendur fyrir því að skilgreina ís-
lensk fræði sem sérstaka fræðigrein eða háskólagrein innan hugvís-
inda séu fyrir hendi.
Fyrir þjóð eins og Íslendinga (eða ættum við kannski að segja
íbúa Lýðveldisins Ísland, án vísunar til hugtaksins þjóðerni) hljóta
félagslegar og menningarpólitískar spurningar sífellt að vera mikil-
vægar. Vissulega eru þær þjóðernissinnuðu aðstæður sem kölluðu
í upphafi síðustu aldar á íslensk fræði sem akademískt fag í ný -
stofnuðum háskóla ekki lengur fyrir hendi. Kannski er ekki lengur
þörf á þeirri sjálfsleit eða sjálfseflingu sem margir töldu að þyrfti að
fylgja í kjölfar pólitísks sjálfstæðis. Flestir myndu vilja segja að ís-
lensk menning standi á eigin fótum, sem þáttur í vestrænni menn-
ingu, enda hafa hér orðið miklar framfarir á því sviði sem öðrum,
bæði í listum og vísindum. Mætti þá e.t.v. segja að ekki sé þörf fyrir
þá leit að nútímalegri sjálfsmynd þjóðar, sem talin var nauðsynleg
á fyrri hluta 20. aldar?
Annað sem sem hafa ber í huga vegna hugmyndaþróunar í bók-
menntafræði og málfræði er tiltekinn sambúðarvandi bókmennta
og málfræði undir hatti íslenskunnar sem stundum hefur orðið vart
við. Á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar var ekki laust við núning
af því tagi og deilur um fjármuni og skipulag. Ekki ber að gera of
lítið úr þessu. Ýmsar undirgreinar og kenningar í nútíma málvís-
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 403