Skírnir - 01.09.2015, Page 104
indum hafa harla lítið til málanna að leggja um þann bókmennta- og
menningararf sem vitnað er til á hátíðarstundum, og margs konar af-
helgun hefur átt sér stað í bókmenntarannsóknum og kenningum.
Nálgun málvísindamanna og bókmenntamanna er því oft harla mis-
leit. (Meðal þeirra sem taka þennan pól í hæðina hafa þær raddir
heyrst að rétt væri að skilja meira milli málfræði og bókmennta,
þannig að komið yrði á fót, við hlið blandaðs íslenskunáms, sér-
stökum námsleiðum til BA prófs sem hétu íslensk málvísindi og ís-
lensk bókmenntafræði eða eitthvað í þeim dúr.)
En þessar „deilur“ voru þó ekki skaðlegri en svo að þær leiddu
til skipulags sem hefur dugað allvel í eina fjóra áratugi; þrátt fyrir
fjárskort og ýmiss konar óáran hafa rannsóknarstofnanir í málvís-
indum og bókmenntum skilað talsverðum árangri og samvinnan
um kennslugreinina íslensku gengið áfallalítið. Og ekkert af því sem
hér er nefnt mælir í raun gegn því að skilgreina íslensk fræði sem sér-
stakt rannsókna- og kennslusvið í Háskóla Íslands. Sem háskóla-
grein, fræðigrein eða vísindagrein, yrði hún skilgreind út frá við -
fangsefninu, sem er íslensk menning, samfélag og saga. Í slíku námi
og rannsóknum yrði minna fjallað um hreinar bókmennta fræðilegar
eða málvísindalegar kenningar en í málvísinda- eða bókmennta -
miðuðu námi, en meira horft á sjálft viðfangsefnið. Þetta yrði sam -
þætt og þverfagleg grein, mótuð að þörfum viðfangsefnisins. Að -
ferðirnar sem beitt yrði væru í hæsta máta nútímalegar, en áherslan
yrði lögð á að efla skilning á íslenskum menningar aðstæð um og að
þeir sem legðu stund á nám í fræðunum öðluðust trausta þekkingu
á íslenskri tungu, bókmenntum og menningu og skilning á þeim
aðstæðum sem þau búa við.
II
Um menningararf og samtíma
Sem kunnugt er var hin heilaga þrenning sem Snorri Hjartarson
kallaði „land, þjóð og tungu“ í upphafi viðfangsefni íslenskra fræða
í Háskóla Íslands; stundum var talað um tungumálið sem fjöregg
þjóðarinnar. Og þegar leitað var að eðli íslenskrar menningar og
þjóðareinkennum landsmanna var sótt í bókmenntirnar. Þannig
404 kristján árnason skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 404