Skírnir - 01.09.2015, Page 106
málsins í starfi Háskólans. Ástráður bendir sérstaklega (1998, 2012)
á mikilvægi íðorðasmíðar og þýðingastarfs til að skerpa hugsun.
En staða tungumálsins er vissulega flókin. Sambúðarvandi við
ensku lýsir sér meðal annars í því að þrátt fyrir lögin um stöðu tung-
unnar sá Íslensk málnefnd fyrr á þessu ári ástæðu til að gera at-
hugasemd við það að skýrsla sem forsætisráðuneytið hafði pantað
um peningamál var á ensku, þótt aðalhöfundurinn væri Íslendingur,
og viðtakandinn ráðuneyti sem hefur lýst því yfir að það vilji styðja
við þjóðmenningu.4 Ekki er síður umhugsunarefni að margt af
menningarefni sem framleitt er á Íslandi fyrir Íslendinga er á ensku.
Fyrst og fremst er þetta lágmenningarefni, svo sem dægurtónlist,
en einnig virðast aðrir tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn og
myndlistarmenn hafa talsverða tilhneigingu til að bregða fyrir sig
ensku, og margskonar menningarviðburðir bera gjarnan ensk heiti.
Margskonar spurningar vakna í tengslum við nýja tækni og boð -
skipti á samfélagsmiðlum og í tölvum. Frumathuganir benda til þess
að ritað mál í slíku umhverfi lúti öðrum lögmálum annað ritað mál
og um það gildi önnur viðmið. Tjáning með myndum sækir á og
bækur teljast helst stórvirki í menningargagnrýni, ef í þeim er mikið
af fallegum myndum. Bækur sem hafa að geyma mikinn ritaðan
texta teljast doðrantar.
Samhliða þessu virðast ýmsar formbreytingar og mállegar
nýjungar sækja á með meiri hraða en oft áður og meira umburðar-
lyndis um málnotkun gætir víða í opinberri orðræðu en áður var
og fáir vilja gangast við því að vera hreintungusinnar eða mállög-
reglumenn. Gjarna er talað um að tungan verði að fá að þróast, og
ekki megi ala á málótta hjá blessuðum börnunum. Í heild kann þetta
að benda til þess að um þessar mundir sé að breytast sú hefðbundna
hugmynd að íslensk tunga sé ein og hin sama frá upphafi, með
öðrum orðum fari menn að líta svo á sem nútímaíslenska sé önnur,
jafnvel annað tungumál en forníslenska; Snorri Sturluson hafi talað
og ritað á annarri tungu en Jón Gnarr eða Björk Guðmundsdóttir
(að svo miklu leyti sem hún tjáir sig á íslensku). Hér eru flókin lög-
mál á ferðinni sem þarfnast rannsókna áður en mikið verði fullyrt,
406 kristján árnason skírnir
4 Sjá fréttamiðla 31. mars 2015.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 406