Skírnir - 01.09.2015, Page 107
407um íslensk fræði
en ábyrgð Háskólans og ekki síst íslenskudeildar hans hlýtur að
vera að efla skilning á þessum efnum, ekki bara með því að vara við
öfgum í málhreinsun, heldur einnig með því að efla skilning á
aðstæðum tungumála og lögmálum sem um það gilda.
Tímarnir eru óneitanlega breyttir, og það eru einmitt þessir
breyttu tímar sem gera íslensk fræði, sem beina sjónum að nútíma,
ekki síður en fortíð, forvitnileg fyrir málfræðinga jafnt sem bók-
menntamenn og sagnfræðinga, og ekki síður þá sem fást við félags -
fræði og mannfræði. Þar sem ég þekki best til í málfræði verða mér
hugleiknust sjónarmið sem tengjast málvísindum, en ég á von á að
svipað gildi um hinar fræðigreinarnar sem hér voru nefndar.
Hlutgervingin
Um leið og áðurnefnd fjarlægð milli upphafs og nútíma eykst
virðist gæta meiri tilhneigingar til hlutgervingar menningararfsins
sem dýrmætra skinnblaða, sem þurfi að varðveita sem eins konar
krúnudjásn í þar tilgerðum glæsisölum og minnisvörðum um það
sem einu sinni var. Íslensk miðaldamenning er þá orðin safngripur.
Hinn táknræni flutningur „handritanna heim“ árið 1971 var talinn
hluti af sjálfstæðisbaráttunni. Skinnbókum sem fluttar voru til
landsins í herskipi og ekið með um fánum prýddan bæinn og af-
hentar við hátíðlega athöfn í Háskólabíói er stillt upp sem táknum
um þennan menningararf. Og handritasafn Árna Magnússonar
hefur verið sett á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem ómetan -
legir dýrgripir.
Í nýlegri dagsrárkynningu á sjónvarpsþætti, sem bar heitið
„Lifandi vísindi“ var tekið svo til orða að handrit séu „andlegur
menningar arfur sem er mikilvægt að varðveita“. Fram kemur að
handritasafn Árna Magnússonar í Reykjavík og Kaupmannahöfn
geymi „ómetanleg handrit (leturbreyting mín) um sögu og menn-
ingu Norðurlanda“, og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá mið -
öldum til nýaldar. Enn fremur segir að ákvörðun UNESCO um að
setja handritasafnið á varðveisluskrá sína veki athygli á mikilvægi
þeirra í alþjóðlegu samhengi og sýni „að þau eiga erindi við heim-
inn allan og eru í raun og veru hluti af menningararfi veraldar.“ Hér
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 407