Skírnir - 01.09.2015, Page 111
411um íslensk fræði
tvö ritmálsviðmið. Það stríð sem geisaði um málpólitík í Noregi á
síðari hluta nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttugustu sýnir
okkur að ritmál verður ekki til áreynslulaust eða af sjálfu sér. Nýjar
tungur verða til með byltingum, jafnvel menningarlegum ham-
förum, þótt þeim fylgi svo sem ekki endilega mikið líkamlegt of-
beldi.
Reyndar er öll saga skandinavísku málanna fróðleg til saman-
burðar fyrir okkur Íslendinga. Rætur sænsku og dönsku sem rit-
mála má rekja til Kalmarsambandsins, sem stofnað var 1397 með
hinu svokallað Sambandsbréfi (Unionsbrevet), sem ritað er á nor-
rænu máli en þó með afar flókinni setningagerð, sem rekja má til
þýskra áhrifa. Þar er Eiríkur af Pommern lýstur konungur allra
þriggja landanna, sem nefnd eru „Danmarc, Suerike oc Norghe“,
en þessi pólitíska sameining átti að ná frá Eystrasalti til Grænlands,
að meðtöldum skosku eyjunum, Færeyjum og Íslandi. Þótt þetta
Kalmarsamband hafi liðast í sundur á 16. öld og aldrei orðið það
stórveldi sem e.t.v. var stefnt að, varð það upphafið að nýju tungu-
mál sem var eins konar blanda af norrænu og lágþýsku. Þetta tungu-
mál varð til í viðskiptum og menningarlífi í stöðum eins og
Kaup mannahöfn og sýnir mörg einkenni blendingsmáls (pidgin,
kreól), meðal annars í einföldun beygingakerfis, og hin lágþýsku
áhrif á setningagerð og orðaforða eru augljós. Þetta er það viðmið
sem notað var í bæði sænsku og dönsku biblíuþýðingunni, og þar
með var tilvist þess tryggð. Þótt e.t.v. sé of sterkt til orða tekið að
frændur okkar hafi skipt um tungumál, er tilurð þessarar skand-
inavísku meiri háttar bylting. En það er ekki síður fróðlegt að þetta
nýja tungumál var ekki fyrr orðið til en greina þurfti það í sundur
eftir pólitískum línum. Sænska kónginum Gustav Vasa þótti
nauðsynlegt að búa til greinarmun sænsku og dönsku, og kom það
einkum fram í rithætti, meðal annars á nafnháttarendingum sagna,
þar sem Svíar skrifa –a, en Danir –e. Einnig varð hið sænska jag sem
andstætt því danska jeg til á þessum tíma. (Sbr. t.d. Ivar Berg 2014).
Sagt hefur verið að íslenska sé elsta lifandi ritmáli í Evrópu og er
þá átt við að viðmið þess um góða eða eðlilega málnotkun sé eitt og
hið sama frá upphafi til okkar tíma. Flestar þjóðir eiga mun flókn-
ari sögu (sbr. Deumert & Vandenbussche 2003). Ekki þarf að fara
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 411